Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2025 07:02 Var mikilvægur hlekkur í tvöföldu meistaraliði, valinn besti ungi leikmaðurinn og lék sína fyrstu A-landsleiki. Kristian Tuxen Ladegaard Berg/Getty Images Landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson var stærsta sala í sögu FC Kaupmannahafnar en það styttist í að staðfest verði að það met hafi verið slegið. Framherjinn Orri Steinn gekk í raðir Real Sociedad á Spáni á lokadegi félagaskiptagluggans síðasta sumar. Hann kostaði Sociedad sléttar 20 milljónir evra – 2,8 milljarða íslenskra króna á núverandi gengi – og varð um leið dýrasta sala í sögu félagsins. Metið áður átti Hákon Arnar Haraldsson en Lille keypti Skagamanninn á 15 milljónir evra sumarið 2023. Sú upphæð gat þó hækkað upp í 17 milljónir evra með árangurstengdum greiðslum. Áfram heldur FCK að selja leikmenn dýrum dómum. Hinn 19 ára gamli Victor Froholdt er nú við það að verða dýrasta sala FCK sem og efstu deildar Danmerkur. Hinn síhlaupandi miðjumaður er á leið til Porto í Portúgal fyrir 22 milljónir evra – 3,1 milljarð íslenskra króna. Froholdt var orðaður við Eintracht Frankfurt sem og önnur félög eftir magnaða frammistöðu á síðustu leiktíð þar sem FCK stóð uppi sem tvöfaldur meistari. Þá lék hann sína fyrstu A-landsleiki. Það var hins vegar snemma ljóst að FCK var ekki tilbúið að samþykkja neitt nema mettilboð í leikmanninn og því var sagt nei við Frankfurt þegar það bauð svipaða upphæð og Lille bauð í Hákon Arnar fyrir tveimur árum. 🚨🔵 Victor #Froholdt is now on the verge of joining FC Porto for €22m, as per Tipsbladet.Froholdt had already reached a full verbal agreement with Eintracht on a contract until 2030. However, Frankfurt have pulled out of the race due to the high asking price. FC Copenhagen… pic.twitter.com/VLAjkD1YsK— Florian Plettenberg (@Plettigoal) July 21, 2025 Porto er hins vegar tilbúið að opna veskið og styttist í að salan verði frágengin. Froholdt spilaði allan leikinn þegar FCK hóf tímabilið á 3-2 útisigri en hann var ekki á æfingu liðsins í dag, mánudag, og er ekki í leikmannahópnum þegar FCK mætir FC Drita í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á þriðjudag. Fótbolti Danski boltinn Portúgalski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Sjá meira
Framherjinn Orri Steinn gekk í raðir Real Sociedad á Spáni á lokadegi félagaskiptagluggans síðasta sumar. Hann kostaði Sociedad sléttar 20 milljónir evra – 2,8 milljarða íslenskra króna á núverandi gengi – og varð um leið dýrasta sala í sögu félagsins. Metið áður átti Hákon Arnar Haraldsson en Lille keypti Skagamanninn á 15 milljónir evra sumarið 2023. Sú upphæð gat þó hækkað upp í 17 milljónir evra með árangurstengdum greiðslum. Áfram heldur FCK að selja leikmenn dýrum dómum. Hinn 19 ára gamli Victor Froholdt er nú við það að verða dýrasta sala FCK sem og efstu deildar Danmerkur. Hinn síhlaupandi miðjumaður er á leið til Porto í Portúgal fyrir 22 milljónir evra – 3,1 milljarð íslenskra króna. Froholdt var orðaður við Eintracht Frankfurt sem og önnur félög eftir magnaða frammistöðu á síðustu leiktíð þar sem FCK stóð uppi sem tvöfaldur meistari. Þá lék hann sína fyrstu A-landsleiki. Það var hins vegar snemma ljóst að FCK var ekki tilbúið að samþykkja neitt nema mettilboð í leikmanninn og því var sagt nei við Frankfurt þegar það bauð svipaða upphæð og Lille bauð í Hákon Arnar fyrir tveimur árum. 🚨🔵 Victor #Froholdt is now on the verge of joining FC Porto for €22m, as per Tipsbladet.Froholdt had already reached a full verbal agreement with Eintracht on a contract until 2030. However, Frankfurt have pulled out of the race due to the high asking price. FC Copenhagen… pic.twitter.com/VLAjkD1YsK— Florian Plettenberg (@Plettigoal) July 21, 2025 Porto er hins vegar tilbúið að opna veskið og styttist í að salan verði frágengin. Froholdt spilaði allan leikinn þegar FCK hóf tímabilið á 3-2 útisigri en hann var ekki á æfingu liðsins í dag, mánudag, og er ekki í leikmannahópnum þegar FCK mætir FC Drita í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á þriðjudag.
Fótbolti Danski boltinn Portúgalski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Sjá meira