Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. júlí 2025 14:51 Lögreglunni hefur borist yfir hundrað tilkynningar það sem af er ári. Vísir/Arnar Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur borist yfir hundrað tilkynningar um netglæpi á síðustu tveimur mánuðum. Brotaþolar hafa tapað yfir tvö hundruð milljónum króna í fjársvikum yfir netið. „Síðastliðna tvo mánuði hafa lögreglu borist yfir 100 tilkynningar um netglæpi. Þetta sýnir aðeins hluta af heildarmyndinni þar sem fæst þeirra mála sem varða fjársvik yfir netið eru tilkynnt til lögreglunnar,“ segir í tilkynningu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Einstaklingar sem fallið hafa fyrir fjársvikum á netinu hafa tapað yfir tvö hundruð milljónum króna það sem af er ári en að sögn lögreglunnar er andvirði tilraunanna rúmur einn milljarður króna. Margar tilkynningarnar varða mál er brotamenn hringja í einstaklinga, að því virðist úr íslenskum símanúmerum, og þykjast vera frá stórum tölvu- eða fjármálafyrirtækjum. Brotamennirnir ljúga því að viðkomandi eigi háar fjárupphæðir í formi rafmynta og bjóðast til að aðstoða við að skipta rafmyntunum í evrur og senda til Íslands. „Einnig eru svokölluð fyrirframgreiðslusvik eru mjög algeng. Dæmi um fyrirframgreiðslusvik er þegar kaupandi greiðir fyrir leigu á orlofshúsnæði erlendis en þegar greiðslan hefur farið fram þá dettur eignin sem er til leigu út af vefsvæðinu sem auglýsti hana.“ Þá biðlar lögreglan sérstaklega forsvarsmenn fyrirtækja að vera varkárir er framkvæma á erlendar greiðslur. Brotamenn hafa hakkað sig inn í samskipti á milli kaupenda og seljenda og fá kaupendur til að millifæra á sig í stað raunverulegs seljanda. Í tilkynningunni er ítrekað að einstaklingar ættu ekki að setja upp forrit í tölvur eða síma að beiðni aðila og ekki senda mynd af vegabréfi eða öðrum persónuskilríkjum. Þess konar svik færast í aukana yfir sumartímann. „Hafir þú eða teljir þig hafa orðið fyrir netglæp mælum við með því að þú tilkynnir það strax til þíns viðskiptabanka og með því að senda lögreglu tölvupóst á cybercrime@lrh.is.“ Netglæpir Lögreglumál Efnahagsbrot Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Síðastliðna tvo mánuði hafa lögreglu borist yfir 100 tilkynningar um netglæpi. Þetta sýnir aðeins hluta af heildarmyndinni þar sem fæst þeirra mála sem varða fjársvik yfir netið eru tilkynnt til lögreglunnar,“ segir í tilkynningu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Einstaklingar sem fallið hafa fyrir fjársvikum á netinu hafa tapað yfir tvö hundruð milljónum króna það sem af er ári en að sögn lögreglunnar er andvirði tilraunanna rúmur einn milljarður króna. Margar tilkynningarnar varða mál er brotamenn hringja í einstaklinga, að því virðist úr íslenskum símanúmerum, og þykjast vera frá stórum tölvu- eða fjármálafyrirtækjum. Brotamennirnir ljúga því að viðkomandi eigi háar fjárupphæðir í formi rafmynta og bjóðast til að aðstoða við að skipta rafmyntunum í evrur og senda til Íslands. „Einnig eru svokölluð fyrirframgreiðslusvik eru mjög algeng. Dæmi um fyrirframgreiðslusvik er þegar kaupandi greiðir fyrir leigu á orlofshúsnæði erlendis en þegar greiðslan hefur farið fram þá dettur eignin sem er til leigu út af vefsvæðinu sem auglýsti hana.“ Þá biðlar lögreglan sérstaklega forsvarsmenn fyrirtækja að vera varkárir er framkvæma á erlendar greiðslur. Brotamenn hafa hakkað sig inn í samskipti á milli kaupenda og seljenda og fá kaupendur til að millifæra á sig í stað raunverulegs seljanda. Í tilkynningunni er ítrekað að einstaklingar ættu ekki að setja upp forrit í tölvur eða síma að beiðni aðila og ekki senda mynd af vegabréfi eða öðrum persónuskilríkjum. Þess konar svik færast í aukana yfir sumartímann. „Hafir þú eða teljir þig hafa orðið fyrir netglæp mælum við með því að þú tilkynnir það strax til þíns viðskiptabanka og með því að senda lögreglu tölvupóst á cybercrime@lrh.is.“
Netglæpir Lögreglumál Efnahagsbrot Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði