Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. júlí 2025 12:38 Slökkviliðið að störfum á vettvangi. AP Að minnsta kosti nítján eru látnir eftir að herflugvél í eigu bangladesska hersins brotlenti á skólabyggingu í höfuðborg landsins. Talið er að yfir hundrað manns séu slasaðir. Í tilkynningu frá hernum segir að herþotunni hafi verið flogið af stað rétt eftir klukkan eitt eftir hádegi að staðartíma, eða klukkan sjö að morgni til á íslenskum tíma. Einhverju seinna brotlenti vélin á skólanum. Skólinn sem um ræðir er Milestone School and College sem er í norðurhluta höfuðborgarinnar Dhaka í Bangladess. Börn á aldrinum fjögurra til átján ára stunda nám við skólann. Að minnsta kosti nítján eru látnir en á meðal þeirra er flugmaður herþotunnar. Rúmlega fimmtíu manns voru fluttir á sjúkrahús, bæði börn og fullorðnir einstaklingar, með brunasár. „Þegar ég leit til baka sá ég bara eld og reyk, það voru margir forráðamenn og börn hérna,“ sagði Masud Tarik, kennari við skólann samkvæmt umfjöllun BBC. Annar kennari sagðist hafa séð herþotuna stefna beint á skólann. Á ljósmyndum af vettvangi má sjá að fjöldi fólks hefur safnast saman og fylgist með aðgerðum á vettvangi. Slökkviliðsmenn leita í rústum byggingarinnar af fleiri fórnarlömbum. „Þetta er mikil sorgarstund fyrir þjóðina. Ég óska hinum særðu skjótum bata og fyrirskipa öllum yfirvöldum, þar á meðal viðkomandi sjúkrahúsum, að takast á við aðstæðurnar af mikilli alvöru,“ segir Muhammad Yunus, leiðtogi bráðabirgðastjórnar Bangladess. Bangladess Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner Group eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Í tilkynningu frá hernum segir að herþotunni hafi verið flogið af stað rétt eftir klukkan eitt eftir hádegi að staðartíma, eða klukkan sjö að morgni til á íslenskum tíma. Einhverju seinna brotlenti vélin á skólanum. Skólinn sem um ræðir er Milestone School and College sem er í norðurhluta höfuðborgarinnar Dhaka í Bangladess. Börn á aldrinum fjögurra til átján ára stunda nám við skólann. Að minnsta kosti nítján eru látnir en á meðal þeirra er flugmaður herþotunnar. Rúmlega fimmtíu manns voru fluttir á sjúkrahús, bæði börn og fullorðnir einstaklingar, með brunasár. „Þegar ég leit til baka sá ég bara eld og reyk, það voru margir forráðamenn og börn hérna,“ sagði Masud Tarik, kennari við skólann samkvæmt umfjöllun BBC. Annar kennari sagðist hafa séð herþotuna stefna beint á skólann. Á ljósmyndum af vettvangi má sjá að fjöldi fólks hefur safnast saman og fylgist með aðgerðum á vettvangi. Slökkviliðsmenn leita í rústum byggingarinnar af fleiri fórnarlömbum. „Þetta er mikil sorgarstund fyrir þjóðina. Ég óska hinum særðu skjótum bata og fyrirskipa öllum yfirvöldum, þar á meðal viðkomandi sjúkrahúsum, að takast á við aðstæðurnar af mikilli alvöru,“ segir Muhammad Yunus, leiðtogi bráðabirgðastjórnar Bangladess.
Bangladess Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner Group eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira