„Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 21. júlí 2025 12:08 Mikil gosmóða hefur legið yfir höfuðborgarsvæðinu. vísir/ívar Mælt er með því að takmarka mikla áreynslu utandyra vegna talsverðrar gasmengunar sem hefur gert vart við sig á höfuðborgarsvæðinu það sem af er dagi. Lungnalæknir segir að hraust fólk yfir tvítugu þurfi ekki að hafa áhyggjur af menguninni. Há gildi brennisteinsdíoxíðs hafa mælst á höfuðborgarsvæðinu í morgun eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar. Hæst yfir tvö þúsund míkrógrömm á rúmmeter sem eru hæstu gildi sem hafa mælst frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesskaga. Loftgæði hafa skánað með deginum en mælast óholl á fimm mælum Umhverfisstofnunar núna rétt fyrir hádegi á Laugarnesi í Hafnarfirði við Hvaleyrarholt, Njarðvík, Vogum og Hvalfirði við Gröf. Þar veldur svifryk mestum áhrifum en magn brennisteinsdíoxíð mælist nú sæmilegt eða gott. Loftgæði mælast víðast hvar góð eða óholl fyrir viðkvæma. Kveikt á aðflugsljósunum um hábjartan dag Mengunin hefur sett svip sinn á daginn en til að mynda voru öll störf hópa í garðyrkju hjá Vinnuskóla Reykjavíkur felld niður í dag vegna mengunar og þá var kveikt á aðflugsljósunum á Reykjavíkurflugvelli um hábjartan dag vegna gosmóðu. Gunnar Guðmundsson, lungnalæknir og prófessor við læknadeild HÍ, segir að hraust fólk eldra en tuttugu ára þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af menguninni þó að ástæða sé til að taka stöðuna alvarlega. „Þetta eru ansi há gildi af brennisteinsdíoxíð. Sem betur fer er það lækkandi núna og ef veðrið breytist þá gæti þetta breyst fljótt. Við mælum líka með því að fólk sé ekki í mjög mikilli áreynslu þar sem það verður hröð öndun og djúp. Því þá fær maður meira af þessu ofan í sig.“ Gunnar Guðmundsson, lungnalæknir og prófessor við HÍ.vísir Tveir hópar þurfi að hafa varann á Hann tekur fram að tveir hópar þurfi sérstaklega að hafa varann á. Vísar hann til fólks undir tvítugu, þar sem lungu þeirra eru enn að þroskast, og fólks með undirliggjandi lungnasjúkdóma líkt og astma og langvinna lungnateppu. „Þetta getur aukið á einkenni þeirra og næmi fyrir sýkingum og öðru. Ég hvet þá sem eru með undirliggjandi lungnasjúkdóma að vera duglegir að nota lyfin sín og ná sér í lyf ef þeir eiga þau ekki heima.“ Er þá best að halda sig innandyra fyrir þá sem eru viðkvæmir? „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra. En það er betra að vera ekki í mikilli áreynslu eða mjög lengi úti við meðan að þetta ástanda varir.“ Eldgos á Reykjanesskaga Loftgæði Heilbrigðismál Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Há gildi brennisteinsdíoxíðs hafa mælst á höfuðborgarsvæðinu í morgun eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar. Hæst yfir tvö þúsund míkrógrömm á rúmmeter sem eru hæstu gildi sem hafa mælst frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesskaga. Loftgæði hafa skánað með deginum en mælast óholl á fimm mælum Umhverfisstofnunar núna rétt fyrir hádegi á Laugarnesi í Hafnarfirði við Hvaleyrarholt, Njarðvík, Vogum og Hvalfirði við Gröf. Þar veldur svifryk mestum áhrifum en magn brennisteinsdíoxíð mælist nú sæmilegt eða gott. Loftgæði mælast víðast hvar góð eða óholl fyrir viðkvæma. Kveikt á aðflugsljósunum um hábjartan dag Mengunin hefur sett svip sinn á daginn en til að mynda voru öll störf hópa í garðyrkju hjá Vinnuskóla Reykjavíkur felld niður í dag vegna mengunar og þá var kveikt á aðflugsljósunum á Reykjavíkurflugvelli um hábjartan dag vegna gosmóðu. Gunnar Guðmundsson, lungnalæknir og prófessor við læknadeild HÍ, segir að hraust fólk eldra en tuttugu ára þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af menguninni þó að ástæða sé til að taka stöðuna alvarlega. „Þetta eru ansi há gildi af brennisteinsdíoxíð. Sem betur fer er það lækkandi núna og ef veðrið breytist þá gæti þetta breyst fljótt. Við mælum líka með því að fólk sé ekki í mjög mikilli áreynslu þar sem það verður hröð öndun og djúp. Því þá fær maður meira af þessu ofan í sig.“ Gunnar Guðmundsson, lungnalæknir og prófessor við HÍ.vísir Tveir hópar þurfi að hafa varann á Hann tekur fram að tveir hópar þurfi sérstaklega að hafa varann á. Vísar hann til fólks undir tvítugu, þar sem lungu þeirra eru enn að þroskast, og fólks með undirliggjandi lungnasjúkdóma líkt og astma og langvinna lungnateppu. „Þetta getur aukið á einkenni þeirra og næmi fyrir sýkingum og öðru. Ég hvet þá sem eru með undirliggjandi lungnasjúkdóma að vera duglegir að nota lyfin sín og ná sér í lyf ef þeir eiga þau ekki heima.“ Er þá best að halda sig innandyra fyrir þá sem eru viðkvæmir? „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra. En það er betra að vera ekki í mikilli áreynslu eða mjög lengi úti við meðan að þetta ástanda varir.“
Eldgos á Reykjanesskaga Loftgæði Heilbrigðismál Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira