„Þetta er ekki eiturgas“ Smári Jökull Jónsson skrifar 20. júlí 2025 21:31 Þorsteinn Jóhannsson er sérfræðingur hjá umhverfis- og orkustofnun Vísir/Lýður Valberg Dæmi er um að fólk loki sig af með loftræstitæki vegna gosmóðunnar sem legið hefur yfir höfuðborgarsvæðinu í dag. Sérfræðingur hjá umhverfis- og orkustofnun vill að farið sé varlega hvað varðar íþróttaæfingar barna. Líkt og íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa tekið eftir hefur skyggni í borginni í dag verið lélegt en ástæðan er gosmóða sem myndast vegna eldgossins við Sundhnúka. Sérfræðingur hjá umhverfis- og orkustofnun segir fólk ekki þurfa að vera smeykt. „Við erum alltaf að segja við fólk því við verðum var við áhyggjur, þetta er ekki eiturgas. Það er enginn að verða fyrir áhrifum alvarlegum á nokkrum andardráttum en þetta er sannarlega nokkur mengun á íslenskan mælikvarða,“ sagði Þorsteinn Jóhannsson í kvöldfréttum Sýnar. Fólk lokar sig af með loftræstitæki Jóhann segir ekki um að ræða sama efni og kemur upp við gígana við Sundhnúka. Gosmóðan séu agnir en ekki gastegund og jafnvel heldur meira ertandi. Fólk geti því fundið meira fyrir þeim. „Hraust fólk á öllum aldri þarf ekki hafa mikil áhrif á það. Þú getur farið út og jafnvel í létt garðverk en ég myndi ekki fara út að hlaupa og ekki fara upp á Esju. Það er hvort sem er ekkert útsýni uppi á Esju núna. Takmarka alla óþarfa áreynslu utandyra.“ Hraust fólk gæti fundið fyrir óþægindum í hálsi og viðkvæmir hópar með undirliggjandi sjúkdóma og astma enn frekar. Þá sé ekki mælt með að börn séu látin sofa úti í vögnum á meðan ástandið varir. „Svo er reyndar mjög lítill hópur fólks sem er mjög viðkvæmur, fólk með alvarlega undirliggjandi lugnasjúkdóma, lungnaþembu og mjög slæman astma. Það getur fundið alveg rækilega fyrir þessu. Við heyrum alveg af fólki sem bara lokar sig af í einu herbergi með loftræstitæki.“ Líkur eru á að mengunin minnki strax á morgun þegar bætir í vind. Jóhann segir að íþróttafólk gæti fundið fyrir óþægindum eftir áreynslu en í kvöld fer meðal annars fram leikur Víkings og Vals í Bestu deild karla. Hann vill þó að fólk fari varlega hvað varðar íþróttaæfingar barna. „Kannski ekki endilega aflýsa æfingum, kannski vera í einhverjum öðruvísi æfingum. Meira tækniæfingum en ekki taka langa hlaupaæfingu.“ Loftgæði Eldgos á Reykjanesskaga Heilbrigðismál Umhverfismál Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira
Líkt og íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa tekið eftir hefur skyggni í borginni í dag verið lélegt en ástæðan er gosmóða sem myndast vegna eldgossins við Sundhnúka. Sérfræðingur hjá umhverfis- og orkustofnun segir fólk ekki þurfa að vera smeykt. „Við erum alltaf að segja við fólk því við verðum var við áhyggjur, þetta er ekki eiturgas. Það er enginn að verða fyrir áhrifum alvarlegum á nokkrum andardráttum en þetta er sannarlega nokkur mengun á íslenskan mælikvarða,“ sagði Þorsteinn Jóhannsson í kvöldfréttum Sýnar. Fólk lokar sig af með loftræstitæki Jóhann segir ekki um að ræða sama efni og kemur upp við gígana við Sundhnúka. Gosmóðan séu agnir en ekki gastegund og jafnvel heldur meira ertandi. Fólk geti því fundið meira fyrir þeim. „Hraust fólk á öllum aldri þarf ekki hafa mikil áhrif á það. Þú getur farið út og jafnvel í létt garðverk en ég myndi ekki fara út að hlaupa og ekki fara upp á Esju. Það er hvort sem er ekkert útsýni uppi á Esju núna. Takmarka alla óþarfa áreynslu utandyra.“ Hraust fólk gæti fundið fyrir óþægindum í hálsi og viðkvæmir hópar með undirliggjandi sjúkdóma og astma enn frekar. Þá sé ekki mælt með að börn séu látin sofa úti í vögnum á meðan ástandið varir. „Svo er reyndar mjög lítill hópur fólks sem er mjög viðkvæmur, fólk með alvarlega undirliggjandi lugnasjúkdóma, lungnaþembu og mjög slæman astma. Það getur fundið alveg rækilega fyrir þessu. Við heyrum alveg af fólki sem bara lokar sig af í einu herbergi með loftræstitæki.“ Líkur eru á að mengunin minnki strax á morgun þegar bætir í vind. Jóhann segir að íþróttafólk gæti fundið fyrir óþægindum eftir áreynslu en í kvöld fer meðal annars fram leikur Víkings og Vals í Bestu deild karla. Hann vill þó að fólk fari varlega hvað varðar íþróttaæfingar barna. „Kannski ekki endilega aflýsa æfingum, kannski vera í einhverjum öðruvísi æfingum. Meira tækniæfingum en ekki taka langa hlaupaæfingu.“
Loftgæði Eldgos á Reykjanesskaga Heilbrigðismál Umhverfismál Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira