Fótbolti

Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi og Cristiano Ronaldo sjást hér hlið við hlið á verðlaunahátið UEFA fyrir nokkrum árum.
Lionel Messi og Cristiano Ronaldo sjást hér hlið við hlið á verðlaunahátið UEFA fyrir nokkrum árum. Getty/Harold Cunningham

Lionel Messi skoraði tvö mörk fyrir Inter Miami í bandarísku deildinni í nótt og komst með því upp fyrir góðvin sinn Cristiano Ronaldo.

Eftir þessi tvö mörk í síðasta leik Inter Miami þá er Messi kominn með 764 mörk á ferlinum þegar vítamörk eru ekki tekin með. Enginn leikmaður hefur þar með skorað fleiri mörk utan án víta.

Ronaldo er nú með einu marki minna en Messi án víta eða 763 mörk. Messi skoraði líka þessi 764 mörk sín utan af velli í 167 færri leikjum.

Ronaldo er samt áfram markahæsti leikmaður allra tíma í mörkum í opinberum leikjum en hann hefur skorað 938 mörk í 1281 leik.

Messi er samtals með 874 mörk í 1114 leikjum. Messi hefur líka gefið 386 stoðsendingar en Ronaldo er með 257 stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×