Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júlí 2025 15:15 Drake Maye smellir kossi á eiginkonu sína Ann Michael. @drake.maye Einn efnilegasti leikstjórnandinn í ameríska fótboltanum er með hjartað á réttum stað og hann og nýja konan hans voru tilbúin að sjá á eftir veglegum gjöfum til að hjálpa þeim sem minna mega sín. Drake Maye er leikstjórnandi New England Patriots í NFL deildinni og líkleg framtíðarstjarna í vinsælustu íþróttadeild Bandaríkjanna. Hann var nýliði í fyrra og átti þá góða spretti. Nú er komið að hinu mikilvæga öðru tímabili þar sem Maye mætir reynslunni ríkari. Það er enn rúmur mánuður í tímabilið en Maye nýtti sumarfríið í það að giftast unnustu sinni Ann Michael. Þau hafa verið saman síðan í menntaskóla. Brúðkaupið fór fram í Norður Karólínu þaðan sem þau eru bæði. Það var haldið 21. júní en nú hefur lekið út hvað skötuhjúin gerðu eftir giftinguna sem hefur vakið athygli í bandarískum fjölmiðlum. „Varðandi brúðkaupsgjafirnar,“ sagði Scott Zolak í útvarpsþætti sínum. „Hann sagði engum frá þessu en þau hjónin ákváðu að gefa brúðkaupsgjafirnar sínar. Gjafirnar þeirra fóru til neyðarskýla fyrir heimilislaus börn í hverfinu þar sem þau ólust upp,“ sagði Zolak. „Saman ákváðu þau að láta heldur betur gott að sér leiða. Þetta eru krakkar sem fá aldrei jólagjafir. Þau gáfu gjafirnar sínar en sögðum engum frá því,“ sagði Zolak. „Allt sem þau fengu, gáfu þau áfram,“ sagði Zolak. Maye skrifaði undir fjögurra ára samning árið 2024. Hann fékk 36,6 milljónir dollara fyrir hann þar af 23,5 milljónir dollara fyrir að skrifa undir. Í heildina fær Maye meira en fjóra og hálfan milljarð íslenskra króna fyrir árin 2024 til 2028. View this post on Instagram A post shared by NFL on ClutchPoints (@clutchpointsnfl) NFL Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Sjá meira
Drake Maye er leikstjórnandi New England Patriots í NFL deildinni og líkleg framtíðarstjarna í vinsælustu íþróttadeild Bandaríkjanna. Hann var nýliði í fyrra og átti þá góða spretti. Nú er komið að hinu mikilvæga öðru tímabili þar sem Maye mætir reynslunni ríkari. Það er enn rúmur mánuður í tímabilið en Maye nýtti sumarfríið í það að giftast unnustu sinni Ann Michael. Þau hafa verið saman síðan í menntaskóla. Brúðkaupið fór fram í Norður Karólínu þaðan sem þau eru bæði. Það var haldið 21. júní en nú hefur lekið út hvað skötuhjúin gerðu eftir giftinguna sem hefur vakið athygli í bandarískum fjölmiðlum. „Varðandi brúðkaupsgjafirnar,“ sagði Scott Zolak í útvarpsþætti sínum. „Hann sagði engum frá þessu en þau hjónin ákváðu að gefa brúðkaupsgjafirnar sínar. Gjafirnar þeirra fóru til neyðarskýla fyrir heimilislaus börn í hverfinu þar sem þau ólust upp,“ sagði Zolak. „Saman ákváðu þau að láta heldur betur gott að sér leiða. Þetta eru krakkar sem fá aldrei jólagjafir. Þau gáfu gjafirnar sínar en sögðum engum frá því,“ sagði Zolak. „Allt sem þau fengu, gáfu þau áfram,“ sagði Zolak. Maye skrifaði undir fjögurra ára samning árið 2024. Hann fékk 36,6 milljónir dollara fyrir hann þar af 23,5 milljónir dollara fyrir að skrifa undir. Í heildina fær Maye meira en fjóra og hálfan milljarð íslenskra króna fyrir árin 2024 til 2028. View this post on Instagram A post shared by NFL on ClutchPoints (@clutchpointsnfl)
NFL Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Sjá meira