Reyndi allt til að koma kúlunni niður Valur Páll Eiríksson skrifar 18. júlí 2025 16:46 Niður vildi blessuð golfkúlan ekki. Skjáskot Áhorfendur á Opna breska meistaramótinu í golfi skelltu upp úr þegar Justin Thomas fór nýstárlegar leiðir til að koma kúlunni í holuna í dag. Púttaði fyrir fugli á þriðju braut í morgun en kúlan nam staðar á ystu nöf holunnar. Það virtist sem ein sterk vindkviða til eða frá gæti sagt til um fugl eða par. Justin Thomas trying to summon the wind on 3. pic.twitter.com/iB21QlmHOA— The Open (@TheOpen) July 18, 2025 Leikrænir tilburður Thomas í kjölfarið þar sem hann reyndi að hafa áhrif á vindinn og fá æðri máttarvöld með sér í lið vöktu mikla kátínu viðstaddra. Einhverjir hafa líkt töktunum við Harry Potter og aðrir við tilraun til að nýta máttinn líkt og í Stjörnustríðsmundunum. Því miður fyrir bandaríska kylfinginn dugði það skammt til að koma kúlunni niður. Thomas þurfti lítið annað en að pota í kúluna með kylfunni til að slá fyrir parinu en fuglinn varð að bíða. Thomas lék þó á tveimur undir pari vallar í dag eftir að hafa verið einum yfir í gær. Hann er sem stendur jafn í 25. sæti mótsins og þarf litlar áhyggjur að hafa af niðurskurðinum í lok annars hrings í kvöld. Myndskeið af atvikinu má sjá að ofan. Bein útsending frá Opna breska stendur yfir á Sýn Sport 4 og mun vara langt fram á kvöld. Opna breska Golf Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Púttaði fyrir fugli á þriðju braut í morgun en kúlan nam staðar á ystu nöf holunnar. Það virtist sem ein sterk vindkviða til eða frá gæti sagt til um fugl eða par. Justin Thomas trying to summon the wind on 3. pic.twitter.com/iB21QlmHOA— The Open (@TheOpen) July 18, 2025 Leikrænir tilburður Thomas í kjölfarið þar sem hann reyndi að hafa áhrif á vindinn og fá æðri máttarvöld með sér í lið vöktu mikla kátínu viðstaddra. Einhverjir hafa líkt töktunum við Harry Potter og aðrir við tilraun til að nýta máttinn líkt og í Stjörnustríðsmundunum. Því miður fyrir bandaríska kylfinginn dugði það skammt til að koma kúlunni niður. Thomas þurfti lítið annað en að pota í kúluna með kylfunni til að slá fyrir parinu en fuglinn varð að bíða. Thomas lék þó á tveimur undir pari vallar í dag eftir að hafa verið einum yfir í gær. Hann er sem stendur jafn í 25. sæti mótsins og þarf litlar áhyggjur að hafa af niðurskurðinum í lok annars hrings í kvöld. Myndskeið af atvikinu má sjá að ofan. Bein útsending frá Opna breska stendur yfir á Sýn Sport 4 og mun vara langt fram á kvöld.
Opna breska Golf Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira