Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Jón Þór Stefánsson skrifar 18. júlí 2025 15:09 Hrefna Hrund Eronsdóttir vill svör á því hvernig stendur því að henni og sytskinunum hennar hafi ekki verið tilkynnt um andlát föður hennar. Hrefna Hrund Eronsdóttir frétti af andláti föður síns þegar hún las um það í dánartilkynningum Morgunblaðsins í gær. Þá hafði faðir hennar þegar verið jarðsunginn. Hvorki hún né fimm systkini Hrefnu fengu því tækifæri til að kveðja hann. „Þetta er auðvitað bara áfall fyrir okkur öll systkinin. Þetta er bara alveg svakalegt áfall að hafa ekki verið látin vita og fengið að kveðja hann. Alveg sama hvað gengur á, þá er hann alltaf pabbi okkar,“ segir Hrefna í samtali við fréttastofu. „Við áttum erfiða æsku hjá foreldrum okkar, en við eigum líka alveg fullt af fallegum minningum af föður okkar.“ Fyrir nokkrum árum fékk faðir hennar, Karl Eron Sigurðsson, hjartaáfall. Að sögn Hrefnu hafði hann verið erfiður við þau börnin eftir það. „Eftir það hafði hann verið bitur, reiður og með ranghugmyndir. Hann einhvern veginn réðst svolítið á okkur,“ segir Hrefna, Reyndu að eiga í sambandi Í dánartilkynningunni kom fram að útförin hefði farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Einungis eitt nafn var skrifað við tilkynninguna, nafn ekkju hans. Hrefna segir að ekkjan, sem var ekki barnsmóðir hans, hafi haldið honum frá börnunum hans. Þau hafi til að mynda ekki verið látin vita af hjartaáfallinu þegar það átti sér stað, heldur frétt af því af Facebook-síðu vinar föður síns. Hrefna segir að hún hafi enn átt í ágætissambandi við föður sinn. Hún hafi hringt í hann fyrir um mánuði síðar og átt gott samtal við hann. Þá hafi konan hans ekki verið heima. Örfáum dögum seinna hafi Hrefna hringt aftur með það í huga að koma í heimsókn og þá hafi hann sagst ekkert viljað með þau hafa. DV fjallaði um málið fyrr í dag. Hún minnist á að í athugasemdakerfinu hafi einhverjir talað um að hún og fjölskyldan hafi líklega ekki viljað eða reynt að vera í sambandi við föðurinn. Hún segir að það sé alrangt. „Það hefur aldrei verið þannig.“ Sérstaklega erfitt að segja bróðurnum Eitt systkinanna er fatlaður maður sem var mjög náinn föður sínum að sögn Hrefnu. „Þetta er náttúrulega erfitt fyrir okkur öll, en það er sérstaklega erfitt að þurfa að segja honum að það sé búið að jarðsetja föður hans og að hann fái ekki að kveðja hann.“ Vilja svör Hrefna segir þau nú vilja fá upplýsingar um heilsufar föðurins. Þau vilji til að mynda vita hvort hann hafi verið orðinn heilabilaður. Þá furðar hún sig á því að þau hafi ekki fengið tilkynningu inn á Island.is. „Þar er engin tilkynning um að hann sé látinn. Við erum lögerfingjar. Ég get ekki trúað því að það sé löglegt.“ Þau stefna því líka að því að funda með sýslumanni um málið. Þau vilja vita hvernig stendur á því að þau hafi ekki verið látin vita af andlátinu. Fjölskyldumál Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
„Þetta er auðvitað bara áfall fyrir okkur öll systkinin. Þetta er bara alveg svakalegt áfall að hafa ekki verið látin vita og fengið að kveðja hann. Alveg sama hvað gengur á, þá er hann alltaf pabbi okkar,“ segir Hrefna í samtali við fréttastofu. „Við áttum erfiða æsku hjá foreldrum okkar, en við eigum líka alveg fullt af fallegum minningum af föður okkar.“ Fyrir nokkrum árum fékk faðir hennar, Karl Eron Sigurðsson, hjartaáfall. Að sögn Hrefnu hafði hann verið erfiður við þau börnin eftir það. „Eftir það hafði hann verið bitur, reiður og með ranghugmyndir. Hann einhvern veginn réðst svolítið á okkur,“ segir Hrefna, Reyndu að eiga í sambandi Í dánartilkynningunni kom fram að útförin hefði farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Einungis eitt nafn var skrifað við tilkynninguna, nafn ekkju hans. Hrefna segir að ekkjan, sem var ekki barnsmóðir hans, hafi haldið honum frá börnunum hans. Þau hafi til að mynda ekki verið látin vita af hjartaáfallinu þegar það átti sér stað, heldur frétt af því af Facebook-síðu vinar föður síns. Hrefna segir að hún hafi enn átt í ágætissambandi við föður sinn. Hún hafi hringt í hann fyrir um mánuði síðar og átt gott samtal við hann. Þá hafi konan hans ekki verið heima. Örfáum dögum seinna hafi Hrefna hringt aftur með það í huga að koma í heimsókn og þá hafi hann sagst ekkert viljað með þau hafa. DV fjallaði um málið fyrr í dag. Hún minnist á að í athugasemdakerfinu hafi einhverjir talað um að hún og fjölskyldan hafi líklega ekki viljað eða reynt að vera í sambandi við föðurinn. Hún segir að það sé alrangt. „Það hefur aldrei verið þannig.“ Sérstaklega erfitt að segja bróðurnum Eitt systkinanna er fatlaður maður sem var mjög náinn föður sínum að sögn Hrefnu. „Þetta er náttúrulega erfitt fyrir okkur öll, en það er sérstaklega erfitt að þurfa að segja honum að það sé búið að jarðsetja föður hans og að hann fái ekki að kveðja hann.“ Vilja svör Hrefna segir þau nú vilja fá upplýsingar um heilsufar föðurins. Þau vilji til að mynda vita hvort hann hafi verið orðinn heilabilaður. Þá furðar hún sig á því að þau hafi ekki fengið tilkynningu inn á Island.is. „Þar er engin tilkynning um að hann sé látinn. Við erum lögerfingjar. Ég get ekki trúað því að það sé löglegt.“ Þau stefna því líka að því að funda með sýslumanni um málið. Þau vilja vita hvernig stendur á því að þau hafi ekki verið látin vita af andlátinu.
Fjölskyldumál Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira