Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. júlí 2025 13:06 Það má með sanni segja að það sé allt að gerast á Blönduósi og sveitunum þar í kring um helgina en Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, viðburðastjóri vökunnar er hér við skiltið góða. Aðsend Það er mikið um að vera á Blönduósi um helgina því þar fer fram Húnavaka með fjölbreyttri afþreyingu fyrir íbúa og gesti vökunnar. Í dag verður til dæmis markaðsstemning í Íþróttamiðstöðinni með handverki, vörusölu og kaffihúsi. Auk þess verða loftboltar, hoppukastalar, nautabani og risa tafl á skólalóð Húnaskóla. Sumarið er tími bæjarhátíðanna enda alls staðar eitthvað um að vera allar helgar. Húnavaka 2025 er ein af hátíðum helgarinnar, sem hófst reyndar á fimmtudaginn með götugrilli á Blönduósi í boði Húnabyggðar og Kjarnafæðis. Og í gær var Vilko vöffluröltið þar sem vöfflur voru bakaðar í 10 húsum og bæjarbúar gátu komið í heimsókn og fengið sér vöfflu. Þá hafa allir íbúar Húnabyggðar, í þéttbýli og dreifbýli verið hvattir til að skreyta hús sín hátt og lágt á hátíðinni. Kristín Ingibjörg Lárusdóttir vinnur hjá Húnabyggð og sér m.a. um skipulagningu Húnavökunnar. En hvað er helst um að vera í dag, laugardag? „Ég myndi segja að þetta væri stóri fjölskyldudagurinn en það verður fjölskylduskemmtun aftan við íþróttahúsið núna á milli 13:00 og 15:00. Þar koma fram Lalli töframaður, Elsa úr Frozen, Lára og Lára Jónsa og svo meistararnir í Væb. Svo í kvöld verður kótelettukvöld. Svo verður brekkusöngur með þeim Sverrir Bergmann og Halldóri Gunnari og svo endum við daginn á stórdansleik í félagsheimilinu með Sveitamönnum og Sverri Bergmann,” segir Kristín. Heimamenn í Húnaþingi eru alsælir með dagskrá Húnavökunnar í ár.Aðsend En hversu mikilvægt er að mati Kristínar að halda bæjarhátíð eins og Húnavöku? „Mér finnst það bara mjög mikilvægt. Þetta bæði þjappar saman íbúum og maður er að hitta gamla félaga og þetta er bara gleði og gaman alla helgina.Ég segi bara, allir að gera sér ferð á Blönduós um helgina, ég lofa mikilli stemningu og góðu veðri,” segir Kristín Ingibjörg kát og hress að vanda. Vilko vöffluröltið gekk einstaklega vel í gærkvöldi og mikið af vöfflum bakaðar fyrir heimamenn og gesti þeirra.Aðsend Fjórar hressar stelpur, sem ætla svo sannarlega að taka þátt í hátíðarhöldum helgarinnar.Aðsend Og þessi torfærubíll stendur við eitt húsið á Blönduósi og verður til sýnis um alla helgi.Aðsend Dagskrá Húnavökunnar 2025 má sjá hér Húnabyggð Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira
Sumarið er tími bæjarhátíðanna enda alls staðar eitthvað um að vera allar helgar. Húnavaka 2025 er ein af hátíðum helgarinnar, sem hófst reyndar á fimmtudaginn með götugrilli á Blönduósi í boði Húnabyggðar og Kjarnafæðis. Og í gær var Vilko vöffluröltið þar sem vöfflur voru bakaðar í 10 húsum og bæjarbúar gátu komið í heimsókn og fengið sér vöfflu. Þá hafa allir íbúar Húnabyggðar, í þéttbýli og dreifbýli verið hvattir til að skreyta hús sín hátt og lágt á hátíðinni. Kristín Ingibjörg Lárusdóttir vinnur hjá Húnabyggð og sér m.a. um skipulagningu Húnavökunnar. En hvað er helst um að vera í dag, laugardag? „Ég myndi segja að þetta væri stóri fjölskyldudagurinn en það verður fjölskylduskemmtun aftan við íþróttahúsið núna á milli 13:00 og 15:00. Þar koma fram Lalli töframaður, Elsa úr Frozen, Lára og Lára Jónsa og svo meistararnir í Væb. Svo í kvöld verður kótelettukvöld. Svo verður brekkusöngur með þeim Sverrir Bergmann og Halldóri Gunnari og svo endum við daginn á stórdansleik í félagsheimilinu með Sveitamönnum og Sverri Bergmann,” segir Kristín. Heimamenn í Húnaþingi eru alsælir með dagskrá Húnavökunnar í ár.Aðsend En hversu mikilvægt er að mati Kristínar að halda bæjarhátíð eins og Húnavöku? „Mér finnst það bara mjög mikilvægt. Þetta bæði þjappar saman íbúum og maður er að hitta gamla félaga og þetta er bara gleði og gaman alla helgina.Ég segi bara, allir að gera sér ferð á Blönduós um helgina, ég lofa mikilli stemningu og góðu veðri,” segir Kristín Ingibjörg kát og hress að vanda. Vilko vöffluröltið gekk einstaklega vel í gærkvöldi og mikið af vöfflum bakaðar fyrir heimamenn og gesti þeirra.Aðsend Fjórar hressar stelpur, sem ætla svo sannarlega að taka þátt í hátíðarhöldum helgarinnar.Aðsend Og þessi torfærubíll stendur við eitt húsið á Blönduósi og verður til sýnis um alla helgi.Aðsend Dagskrá Húnavökunnar 2025 má sjá hér
Húnabyggð Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira