Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Agnar Már Másson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 18. júlí 2025 13:39 Margrét Kristín Pálsdóttir, settur lögreglustjóri á Suðurnesjum. Stjr Settur lögreglustjóri á Suðurnesjum segist ekki hafa látið undan þrýstingi þegar hún ákvað að opna Grindavík almenningi á ný heldur hafi ákvörðunin alfarið byggt á áhættumati af svæðinu. Margrét Kristín Pálsdóttir, settur lögreglustjórinn á Suðurnesjum, tilkynnti í gær um ákvörðun um að opna fyrir umferð almennings um Grindavík. Í fyrrakvöld hafði hún aðeins veitt heimamönnum aðgang að bænum og voru atvinnurekendur í bænum og ferðaþjónar ósáttir, ekki síst vegna þess að Bláa lónið hafi fengið að opna. Það bætti svo gráu ofan á svart að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem var á Íslandi í opinberri heimsókn, hafi fengið að aka inn í bæinn í gær. Til rökstuðnings fyrri ákvörðuninni um að hleypa aðeins heimamönnum inn í bæinn vísaði Margrét til draga að áhættumati eftir framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur. „Þá var óvissan talin svo mikil að þetta væri matið,“ segir Margrét í samtali við blaðamann. Nú hafi áhættumatið verið fullunnið en þar er niðurstaðan önnur. „Þá er matið þannig að við gátum treyst okkur til að fá þá ákvörðun inn í bæinn.“ Í matinu er „meðaláhætta“ metin fyrir Grindavík og Svartsengi en ástandið við gossvæðið og sprengjusvæðið við Sundhnúk „óásættanlegt“. Í því mati er meðal annars vísað til mats Veðurstofunnar sem telur „nokkra hættu“ vera á Grindavíkursvæðinu þar sem séu „litlar eða mjög litlar líkur á jarðskjálfta, sprunguhreyfingum, gosopnun, hraunflæði, gjósku og gasmengun og miklar eða mjög miklar líkur á jarðfalli ofan í sprungu“. Hún segir að hættumat taki „heildstætt utan um tiltekinn atburð og metur þar inn í líka mótvægisaðgerðir sem hefur verið farið í,“ segir hún og sem dæmi um „mótvægisaðgerðir“ nefnir hún meðal annars byggingu varnargarða. „Það er líka þannig að þrýstingur eða afstaða manna til slíkra ákvarðana hefur ekki áhrif á svona ákvarðanatöku,“ bætir hún við. Það er að segja að lögreglan hafi ekki látið undan þrýstingi heimamanna, sem mótmæltu takmarkaða aðgenginu harðlega í gær. „Við erum meðvituð líka að vinna eins vel og við getum,“ segir hún. „Það tekur tíma að safna saman upplýsingum. Stundum er það þannig á vissum tímum að það liggja bara vissar upplýsingar fyrir.“ Eldgos og jarðhræringar Lögreglan Grindavík Bláa lónið Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Sjá meira
Margrét Kristín Pálsdóttir, settur lögreglustjórinn á Suðurnesjum, tilkynnti í gær um ákvörðun um að opna fyrir umferð almennings um Grindavík. Í fyrrakvöld hafði hún aðeins veitt heimamönnum aðgang að bænum og voru atvinnurekendur í bænum og ferðaþjónar ósáttir, ekki síst vegna þess að Bláa lónið hafi fengið að opna. Það bætti svo gráu ofan á svart að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem var á Íslandi í opinberri heimsókn, hafi fengið að aka inn í bæinn í gær. Til rökstuðnings fyrri ákvörðuninni um að hleypa aðeins heimamönnum inn í bæinn vísaði Margrét til draga að áhættumati eftir framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur. „Þá var óvissan talin svo mikil að þetta væri matið,“ segir Margrét í samtali við blaðamann. Nú hafi áhættumatið verið fullunnið en þar er niðurstaðan önnur. „Þá er matið þannig að við gátum treyst okkur til að fá þá ákvörðun inn í bæinn.“ Í matinu er „meðaláhætta“ metin fyrir Grindavík og Svartsengi en ástandið við gossvæðið og sprengjusvæðið við Sundhnúk „óásættanlegt“. Í því mati er meðal annars vísað til mats Veðurstofunnar sem telur „nokkra hættu“ vera á Grindavíkursvæðinu þar sem séu „litlar eða mjög litlar líkur á jarðskjálfta, sprunguhreyfingum, gosopnun, hraunflæði, gjósku og gasmengun og miklar eða mjög miklar líkur á jarðfalli ofan í sprungu“. Hún segir að hættumat taki „heildstætt utan um tiltekinn atburð og metur þar inn í líka mótvægisaðgerðir sem hefur verið farið í,“ segir hún og sem dæmi um „mótvægisaðgerðir“ nefnir hún meðal annars byggingu varnargarða. „Það er líka þannig að þrýstingur eða afstaða manna til slíkra ákvarðana hefur ekki áhrif á svona ákvarðanatöku,“ bætir hún við. Það er að segja að lögreglan hafi ekki látið undan þrýstingi heimamanna, sem mótmæltu takmarkaða aðgenginu harðlega í gær. „Við erum meðvituð líka að vinna eins vel og við getum,“ segir hún. „Það tekur tíma að safna saman upplýsingum. Stundum er það þannig á vissum tímum að það liggja bara vissar upplýsingar fyrir.“
Eldgos og jarðhræringar Lögreglan Grindavík Bláa lónið Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Sjá meira