Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Agnar Már Másson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 18. júlí 2025 13:39 Margrét Kristín Pálsdóttir, settur lögreglustjóri á Suðurnesjum. Stjr Settur lögreglustjóri á Suðurnesjum segist ekki hafa látið undan þrýstingi þegar hún ákvað að opna Grindavík almenningi á ný heldur hafi ákvörðunin alfarið byggt á áhættumati af svæðinu. Margrét Kristín Pálsdóttir, settur lögreglustjórinn á Suðurnesjum, tilkynnti í gær um ákvörðun um að opna fyrir umferð almennings um Grindavík. Í fyrrakvöld hafði hún aðeins veitt heimamönnum aðgang að bænum og voru atvinnurekendur í bænum og ferðaþjónar ósáttir, ekki síst vegna þess að Bláa lónið hafi fengið að opna. Það bætti svo gráu ofan á svart að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem var á Íslandi í opinberri heimsókn, hafi fengið að aka inn í bæinn í gær. Til rökstuðnings fyrri ákvörðuninni um að hleypa aðeins heimamönnum inn í bæinn vísaði Margrét til draga að áhættumati eftir framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur. „Þá var óvissan talin svo mikil að þetta væri matið,“ segir Margrét í samtali við blaðamann. Nú hafi áhættumatið verið fullunnið en þar er niðurstaðan önnur. „Þá er matið þannig að við gátum treyst okkur til að fá þá ákvörðun inn í bæinn.“ Í matinu er „meðaláhætta“ metin fyrir Grindavík og Svartsengi en ástandið við gossvæðið og sprengjusvæðið við Sundhnúk „óásættanlegt“. Í því mati er meðal annars vísað til mats Veðurstofunnar sem telur „nokkra hættu“ vera á Grindavíkursvæðinu þar sem séu „litlar eða mjög litlar líkur á jarðskjálfta, sprunguhreyfingum, gosopnun, hraunflæði, gjósku og gasmengun og miklar eða mjög miklar líkur á jarðfalli ofan í sprungu“. Hún segir að hættumat taki „heildstætt utan um tiltekinn atburð og metur þar inn í líka mótvægisaðgerðir sem hefur verið farið í,“ segir hún og sem dæmi um „mótvægisaðgerðir“ nefnir hún meðal annars byggingu varnargarða. „Það er líka þannig að þrýstingur eða afstaða manna til slíkra ákvarðana hefur ekki áhrif á svona ákvarðanatöku,“ bætir hún við. Það er að segja að lögreglan hafi ekki látið undan þrýstingi heimamanna, sem mótmæltu takmarkaða aðgenginu harðlega í gær. „Við erum meðvituð líka að vinna eins vel og við getum,“ segir hún. „Það tekur tíma að safna saman upplýsingum. Stundum er það þannig á vissum tímum að það liggja bara vissar upplýsingar fyrir.“ Eldgos og jarðhræringar Lögreglan Grindavík Bláa lónið Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Fleiri fréttir Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Sjá meira
Margrét Kristín Pálsdóttir, settur lögreglustjórinn á Suðurnesjum, tilkynnti í gær um ákvörðun um að opna fyrir umferð almennings um Grindavík. Í fyrrakvöld hafði hún aðeins veitt heimamönnum aðgang að bænum og voru atvinnurekendur í bænum og ferðaþjónar ósáttir, ekki síst vegna þess að Bláa lónið hafi fengið að opna. Það bætti svo gráu ofan á svart að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem var á Íslandi í opinberri heimsókn, hafi fengið að aka inn í bæinn í gær. Til rökstuðnings fyrri ákvörðuninni um að hleypa aðeins heimamönnum inn í bæinn vísaði Margrét til draga að áhættumati eftir framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur. „Þá var óvissan talin svo mikil að þetta væri matið,“ segir Margrét í samtali við blaðamann. Nú hafi áhættumatið verið fullunnið en þar er niðurstaðan önnur. „Þá er matið þannig að við gátum treyst okkur til að fá þá ákvörðun inn í bæinn.“ Í matinu er „meðaláhætta“ metin fyrir Grindavík og Svartsengi en ástandið við gossvæðið og sprengjusvæðið við Sundhnúk „óásættanlegt“. Í því mati er meðal annars vísað til mats Veðurstofunnar sem telur „nokkra hættu“ vera á Grindavíkursvæðinu þar sem séu „litlar eða mjög litlar líkur á jarðskjálfta, sprunguhreyfingum, gosopnun, hraunflæði, gjósku og gasmengun og miklar eða mjög miklar líkur á jarðfalli ofan í sprungu“. Hún segir að hættumat taki „heildstætt utan um tiltekinn atburð og metur þar inn í líka mótvægisaðgerðir sem hefur verið farið í,“ segir hún og sem dæmi um „mótvægisaðgerðir“ nefnir hún meðal annars byggingu varnargarða. „Það er líka þannig að þrýstingur eða afstaða manna til slíkra ákvarðana hefur ekki áhrif á svona ákvarðanatöku,“ bætir hún við. Það er að segja að lögreglan hafi ekki látið undan þrýstingi heimamanna, sem mótmæltu takmarkaða aðgenginu harðlega í gær. „Við erum meðvituð líka að vinna eins vel og við getum,“ segir hún. „Það tekur tíma að safna saman upplýsingum. Stundum er það þannig á vissum tímum að það liggja bara vissar upplýsingar fyrir.“
Eldgos og jarðhræringar Lögreglan Grindavík Bláa lónið Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Fleiri fréttir Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Sjá meira