Strandveiðum er lokið í sumar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. júlí 2025 17:07 Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra. Sigurjón Ólason Málefni strandveiða eru nú komin á borð innviðaráðherra sem segir, líkt og atvinnuvegaráðherra sagði, að engar lausnir séu fyrir hendi til að auka strandveiðikvótann. Strandveiðum er því lokið í sumar. Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, fékk í gær formlega á sitt borð málefni byggðakerfisins, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta. Strandveiðum lauk í dag þar sem frumvarp um bráðabirgðaákvæði til að lengja strandveiðar í 48 daga náði ekki í gegnum þingið fyrir þinglok. Fyrr í dag sagði Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra, sem var með málið á sínu borði þar til í gær, að hún hefði leitað allra lausna til að bæta við kvótann en engin lausn hafi staðið til boða. „Það er mín upplifun eftir að hafa mjög vel yfir málið og ég hef gert nokkrum sinnum. Ég gerði það enn einu sinni eftir að ljóst var að bráðabirgðafrumvarpið mitt komst ekki í gegnum þingið, en ég fann ekki neina leið,“ sagði Hanna Katrín. Aðspurður vísar Eyjólfur í orð atvinnuvegaráðherra og því verður tímabil strandveiða þetta sumarið ekki lengt. „Með þessari breytingu mun ég ekki hafa heimildir til að gefa út nýjar aflaheimildir,“ segir hann. Nýtt frumvarp í haust Breytingin varðar málefni byggðakerfisins og segir Eyjólfur hana muni einfalda störf Byggðastofnunar til muna. Byggðastofnun fer núna með umsjón 5,3 prósent kerfisins, það er að segja 5,3 prósent kvótans sem árlega hefur verið tekinn frá fyrir útgerðaflokkanna strandveiðar, almennur byggðakvóti, skel- og rækjubætur og línuívilnun. Að sögn Eyjólfs er hluti strandveiðanna af þessum 5,3 prósentum 47 prósent. Flutningsmálið sé í fullu samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um að styrkja byggðamál. Eyjólfur segist sjálfur hafa barist fyrir breytingu á byggðakvótanum í kosningabaráttunni. Hann ætlar nú að leggja fram frumvarp núna í haust til að tryggja dagana 48, en sú sátt er í ríkisstjórnarsáttmálanum. „Ég mun leggja fram frumvarp til Alþingis með það að markmiði að tryggja 48 daga til strandveiða með tilliti til aflaheimilda 5,3 prósentanna,“ segir hann. „Við vorum með lagafrumvarp til Alþingi sem átti að tryggja 48 daga og það tókst því miður ekki að afgreiða frumvarp atvinnuvegaráðherra um strandveiðarnar á þingi núna vegna málþófs stjórnarandstöðunnar. Við þetta situr og ég verð að horfa til framtíðar hvað það varðar.“ Sérfræðingar ráðuneytisins hafa þegar hafið störf til að búa til frumvarpið. „Það er mál alls samfélagsins að tryggja það að sjávarbyggðir hafi aðgang að miðunum fyrir utan eldhúsgluggann hjá sér,“ segir Eyjólfur. Strandveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Flokkur fólksins Sjávarútvegur Byggðamál Tengdar fréttir Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands þannig að byggðakerfið, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta, verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins. 17. júlí 2025 13:35 Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um strandveiðar sem ætlað er að tryggja 48 daga veiðitímabil í sumar. Í greinargerð frumvarpsins segir að mögulega þurfi að gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri veiðiferð, til að unnt sé að tryggja 48 daga tímabil. 29. maí 2025 11:22 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Sjá meira
Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, fékk í gær formlega á sitt borð málefni byggðakerfisins, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta. Strandveiðum lauk í dag þar sem frumvarp um bráðabirgðaákvæði til að lengja strandveiðar í 48 daga náði ekki í gegnum þingið fyrir þinglok. Fyrr í dag sagði Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra, sem var með málið á sínu borði þar til í gær, að hún hefði leitað allra lausna til að bæta við kvótann en engin lausn hafi staðið til boða. „Það er mín upplifun eftir að hafa mjög vel yfir málið og ég hef gert nokkrum sinnum. Ég gerði það enn einu sinni eftir að ljóst var að bráðabirgðafrumvarpið mitt komst ekki í gegnum þingið, en ég fann ekki neina leið,“ sagði Hanna Katrín. Aðspurður vísar Eyjólfur í orð atvinnuvegaráðherra og því verður tímabil strandveiða þetta sumarið ekki lengt. „Með þessari breytingu mun ég ekki hafa heimildir til að gefa út nýjar aflaheimildir,“ segir hann. Nýtt frumvarp í haust Breytingin varðar málefni byggðakerfisins og segir Eyjólfur hana muni einfalda störf Byggðastofnunar til muna. Byggðastofnun fer núna með umsjón 5,3 prósent kerfisins, það er að segja 5,3 prósent kvótans sem árlega hefur verið tekinn frá fyrir útgerðaflokkanna strandveiðar, almennur byggðakvóti, skel- og rækjubætur og línuívilnun. Að sögn Eyjólfs er hluti strandveiðanna af þessum 5,3 prósentum 47 prósent. Flutningsmálið sé í fullu samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um að styrkja byggðamál. Eyjólfur segist sjálfur hafa barist fyrir breytingu á byggðakvótanum í kosningabaráttunni. Hann ætlar nú að leggja fram frumvarp núna í haust til að tryggja dagana 48, en sú sátt er í ríkisstjórnarsáttmálanum. „Ég mun leggja fram frumvarp til Alþingis með það að markmiði að tryggja 48 daga til strandveiða með tilliti til aflaheimilda 5,3 prósentanna,“ segir hann. „Við vorum með lagafrumvarp til Alþingi sem átti að tryggja 48 daga og það tókst því miður ekki að afgreiða frumvarp atvinnuvegaráðherra um strandveiðarnar á þingi núna vegna málþófs stjórnarandstöðunnar. Við þetta situr og ég verð að horfa til framtíðar hvað það varðar.“ Sérfræðingar ráðuneytisins hafa þegar hafið störf til að búa til frumvarpið. „Það er mál alls samfélagsins að tryggja það að sjávarbyggðir hafi aðgang að miðunum fyrir utan eldhúsgluggann hjá sér,“ segir Eyjólfur.
Strandveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Flokkur fólksins Sjávarútvegur Byggðamál Tengdar fréttir Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands þannig að byggðakerfið, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta, verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins. 17. júlí 2025 13:35 Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um strandveiðar sem ætlað er að tryggja 48 daga veiðitímabil í sumar. Í greinargerð frumvarpsins segir að mögulega þurfi að gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri veiðiferð, til að unnt sé að tryggja 48 daga tímabil. 29. maí 2025 11:22 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Sjá meira
Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands þannig að byggðakerfið, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta, verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins. 17. júlí 2025 13:35
Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um strandveiðar sem ætlað er að tryggja 48 daga veiðitímabil í sumar. Í greinargerð frumvarpsins segir að mögulega þurfi að gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri veiðiferð, til að unnt sé að tryggja 48 daga tímabil. 29. maí 2025 11:22