Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. júlí 2025 12:55 Mótmælendurnir hafa komið sér fyrir á miðjum veginum. Vísir/Oddur Íbúar frá Grindavík lokuðu veginum sem liggur að Bláa lónin í mótmælaskyni. Þau eru óánægð með að Bláa lónið sé opið en Grindavíkurbær lokaður. Erlendir ferðamenn óttuðust að missa af flugferðum sínum. Flautað var á forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem kom í heimsókn til Grindavíkur í lögreglufylgd. Dagmar Valsdóttir, gistihúsaeigandi í Grindavík efndi til mótmælanna þar sem að bæði Bláa lónið og gistiheimilið Northern Light Inn, sem er staðsett nálægt Svartsengi, eru opin og í fullum rekstri. Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákváðu hins vegar að einungis íbúar í Grindavík gætu snúið aftur til bæjarins. Atvinnurekendur þar geta því ekki tekið á móti ferðamönnum. Sjá einnig: Segir ferðaþjónustunni mismunaði og efnir til mótmæla Mótmælendur telja um mismunun að ræða. „Við viljum að ríkisstjórnin, Almannavarnir, lögreglustjórinn hlusti á okkur. Við skiljum vel að það er náttúruvá og það þurfi að taka mið af því. En það að það sé engin hætta inni í Grindavík og hafi reyndar verið, það hefur aldrei gosið inni í Grindavík þótt að hraun hafi komið, þá eigum við ekki að þurfa berjast fyrir því að bjóða gestum okkur inn í Grindavík,“ segir Dagmar. „Mér er illa brugðið. Bærinn er lokaður en það er búið að opna hér allt í kring,“ segir Örn Sigurðsson, íbúi í Grindavík. Er lögreglu bar að garði sögðust mótmælendurnir ekki ætla að færa sig af veginum fyrr en Grindavíkurbær yrði opnaður almenningi. Um klukkustundarlöngum mótmælunum lauk rétt fyrir klukkan eitt. Ferðamenn á staðnum höfðu beðist vægðar, bæði við mótmælendur og lögreglu, og vísað til þess að þeir ættu á hættu að missa af flugferðum sínum frá landinu. „Þessi valdboðun sem gengur yfir okkur í hvert einasta skipti sem eitthvað gerist hérna hjá okkur. Það er engin ástæða af þessu gosi til að loka Grindavík, engin,“ segir Guðbjörg Eyjólfsdóttir, formaður Járngerðar, hagsmunasamtaka um uppbyggingu í Grindavík, og einn mótmælenda. Hún er afar ósátt með orð forsætisráðherra sem flaug yfir gossvæðið nú fyrr í morgun með Ursula von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem er í opinberri heimsókn hér á landi. „Hún hefur ekki sinnt skilaboðum varðandi áheyrn. Það er allt í lagi að sýna Grindavík og tala um áfallaþol samfélagsins þegar hér koma virtir gestir. En hún getur ekki til okkar og virt okkur maður að mann. “ Að sögn Odds Ævars Gunnarssonar, fréttamanns Sýnar á vettvangi, flautuðu mótmælendurnir bílflautum sínum þegar bifreið von der Leyen keyrði fram hjá í lögreglufylgd á leiðinni í heimsókn til Grindavíkur ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. Ursual von der Leyen á leið til Grindavíkur í lögreglufylgd.Vísir/Oddur Gylfi Arnar Ísleifsson, eigandi pítsastaðarins Papas í Grindavík, var meðal mótmælenda auk tveggja starfsmanna hans. Hann kallar eftir svörum frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. „Hann verður að koma með einhver rök fyrir þessu,“ segir Gylfi. „Það er ekki hægt að vera reyna drepa okkur.“ Grindavík Bláa lónið Fréttir af flugi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sjá meira
Dagmar Valsdóttir, gistihúsaeigandi í Grindavík efndi til mótmælanna þar sem að bæði Bláa lónið og gistiheimilið Northern Light Inn, sem er staðsett nálægt Svartsengi, eru opin og í fullum rekstri. Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákváðu hins vegar að einungis íbúar í Grindavík gætu snúið aftur til bæjarins. Atvinnurekendur þar geta því ekki tekið á móti ferðamönnum. Sjá einnig: Segir ferðaþjónustunni mismunaði og efnir til mótmæla Mótmælendur telja um mismunun að ræða. „Við viljum að ríkisstjórnin, Almannavarnir, lögreglustjórinn hlusti á okkur. Við skiljum vel að það er náttúruvá og það þurfi að taka mið af því. En það að það sé engin hætta inni í Grindavík og hafi reyndar verið, það hefur aldrei gosið inni í Grindavík þótt að hraun hafi komið, þá eigum við ekki að þurfa berjast fyrir því að bjóða gestum okkur inn í Grindavík,“ segir Dagmar. „Mér er illa brugðið. Bærinn er lokaður en það er búið að opna hér allt í kring,“ segir Örn Sigurðsson, íbúi í Grindavík. Er lögreglu bar að garði sögðust mótmælendurnir ekki ætla að færa sig af veginum fyrr en Grindavíkurbær yrði opnaður almenningi. Um klukkustundarlöngum mótmælunum lauk rétt fyrir klukkan eitt. Ferðamenn á staðnum höfðu beðist vægðar, bæði við mótmælendur og lögreglu, og vísað til þess að þeir ættu á hættu að missa af flugferðum sínum frá landinu. „Þessi valdboðun sem gengur yfir okkur í hvert einasta skipti sem eitthvað gerist hérna hjá okkur. Það er engin ástæða af þessu gosi til að loka Grindavík, engin,“ segir Guðbjörg Eyjólfsdóttir, formaður Járngerðar, hagsmunasamtaka um uppbyggingu í Grindavík, og einn mótmælenda. Hún er afar ósátt með orð forsætisráðherra sem flaug yfir gossvæðið nú fyrr í morgun með Ursula von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem er í opinberri heimsókn hér á landi. „Hún hefur ekki sinnt skilaboðum varðandi áheyrn. Það er allt í lagi að sýna Grindavík og tala um áfallaþol samfélagsins þegar hér koma virtir gestir. En hún getur ekki til okkar og virt okkur maður að mann. “ Að sögn Odds Ævars Gunnarssonar, fréttamanns Sýnar á vettvangi, flautuðu mótmælendurnir bílflautum sínum þegar bifreið von der Leyen keyrði fram hjá í lögreglufylgd á leiðinni í heimsókn til Grindavíkur ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. Ursual von der Leyen á leið til Grindavíkur í lögreglufylgd.Vísir/Oddur Gylfi Arnar Ísleifsson, eigandi pítsastaðarins Papas í Grindavík, var meðal mótmælenda auk tveggja starfsmanna hans. Hann kallar eftir svörum frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. „Hann verður að koma með einhver rök fyrir þessu,“ segir Gylfi. „Það er ekki hægt að vera reyna drepa okkur.“
Grindavík Bláa lónið Fréttir af flugi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sjá meira