Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Agnar Már Másson skrifar 16. júlí 2025 21:00 Frá Grindavík. Mynd úr safnið. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur ákveðið að færa almannavarnastig af neyðarstigi á hættustig vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Opnað hefur verið fyrir aðgang íbúa Grindavíkur að bænum. Gróðureldar eru nú mesta hættan í byggð. Unnið er að hækkun varnargarða. Þetta kemur fram í tilkynningu ríkislögreglustjóra. Opnað hefur verið fyrir aðgang íbúa Grindavíkur að bænum, segir í tilkynningunni. Íbúar og starfsmenn fyrirtækja dvelji inn á hættusvæði á eigin ábyrgð. Hver og einn verði að bera ábyrgð á eigin athöfnum eða athafnaleysi. Grindvíkingar mótmæltu lokun bæjarins í dag, eins og kom fram í kvöldfréttum Sýnar. Lögreglustjóri mælir með því að fólk skoði hættumatskort Veðurstofu Íslands. Þá mælir hann með því að fólk kynni sér efni fréttatilkynningar ríkislögreglustjóra dags. 16. júlí. Unnið hafi verið að mótvægisaðgerðum innan hættusvæða sem felist m.a. í hækkun varnargarða, í kortlagningu, jarðkönnun, jarðsjármælingum og sjónskoðun. Þá hafa sprungur verið girtar af. Opið er í Bláa lónið og Northern Light Inn, segir enn fremur í tilkynningunni. Flóttaleiðir eru um Bláalónsveg og Grindavíkurveg. Samkvæmt mælum á gosóróa hefur dregið úr krafti gossins síðan í morgun, að sögn Veðurstofu Íslands. Gróðureldarnir í nágreninu eru nú metnir mesta hættan í byggð, skrifa almannavarnir, en mengun frá þeim mælist ekki á brennisteinsdíoxíðmælum og endurspeglast ekki í núverandi mengunarspá. Samhæfingarstöð almannavarna var virkjuð upp úr miðnætti og neyðarstigi síðar lýst yfir. Gosið er norðan við upptök skjálftahrinunnar á milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells. Búið er að rýma tjaldsvæðið í Grindavík og Bláa Lónið og samkvæmt almannavörnum hefur rýming gengið vel í Grindavíkurbæ. Tólfta eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni hófst klukkan 03:55 fyrr í morgun þann 16. júlí. Eldgosið átti upptök suðaustan við Litla-Skógfell. Athuganir í dag sýna að gosið er ekki lengur bundið við eina sprungu. Stærri sprungan við Sundhnúkagígaröðina er metin um 2,4 km löng. Þá hefur einnig opnast minni sprunga vestar við Fagradalsfjall. Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni heldur áfram en samkvæmt mælingum á gosóróa hefur dregið úr krafti þess síðan í morgun. Veðurstofan uppfærði fyrirliggjandi hættumat fyrir svæðið fyrr í dag. Hættumatið gildir til klukkan 15.00 á morgun, 18. júlí, að öllu óbreyttu. Hætta í Grindavík og Svartsengi er metin nokkur. Hættan fyrir Voga er metin lítil eða mjög lítil. Hættan fyrir Reykjanesbæ, Keflavíkurflugvöll og Reykjanesvirkjun er einnig metin nokkur. Hættumatskortið lýsir hættum sem eru nú þegar til staðar á svæðinu, sem og þeim sem gætu skapast við áframhaldandi virkni í Svartsengiskerfinu. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu ríkislögreglustjóra. Opnað hefur verið fyrir aðgang íbúa Grindavíkur að bænum, segir í tilkynningunni. Íbúar og starfsmenn fyrirtækja dvelji inn á hættusvæði á eigin ábyrgð. Hver og einn verði að bera ábyrgð á eigin athöfnum eða athafnaleysi. Grindvíkingar mótmæltu lokun bæjarins í dag, eins og kom fram í kvöldfréttum Sýnar. Lögreglustjóri mælir með því að fólk skoði hættumatskort Veðurstofu Íslands. Þá mælir hann með því að fólk kynni sér efni fréttatilkynningar ríkislögreglustjóra dags. 16. júlí. Unnið hafi verið að mótvægisaðgerðum innan hættusvæða sem felist m.a. í hækkun varnargarða, í kortlagningu, jarðkönnun, jarðsjármælingum og sjónskoðun. Þá hafa sprungur verið girtar af. Opið er í Bláa lónið og Northern Light Inn, segir enn fremur í tilkynningunni. Flóttaleiðir eru um Bláalónsveg og Grindavíkurveg. Samkvæmt mælum á gosóróa hefur dregið úr krafti gossins síðan í morgun, að sögn Veðurstofu Íslands. Gróðureldarnir í nágreninu eru nú metnir mesta hættan í byggð, skrifa almannavarnir, en mengun frá þeim mælist ekki á brennisteinsdíoxíðmælum og endurspeglast ekki í núverandi mengunarspá. Samhæfingarstöð almannavarna var virkjuð upp úr miðnætti og neyðarstigi síðar lýst yfir. Gosið er norðan við upptök skjálftahrinunnar á milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells. Búið er að rýma tjaldsvæðið í Grindavík og Bláa Lónið og samkvæmt almannavörnum hefur rýming gengið vel í Grindavíkurbæ. Tólfta eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni hófst klukkan 03:55 fyrr í morgun þann 16. júlí. Eldgosið átti upptök suðaustan við Litla-Skógfell. Athuganir í dag sýna að gosið er ekki lengur bundið við eina sprungu. Stærri sprungan við Sundhnúkagígaröðina er metin um 2,4 km löng. Þá hefur einnig opnast minni sprunga vestar við Fagradalsfjall. Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni heldur áfram en samkvæmt mælingum á gosóróa hefur dregið úr krafti þess síðan í morgun. Veðurstofan uppfærði fyrirliggjandi hættumat fyrir svæðið fyrr í dag. Hættumatið gildir til klukkan 15.00 á morgun, 18. júlí, að öllu óbreyttu. Hætta í Grindavík og Svartsengi er metin nokkur. Hættan fyrir Voga er metin lítil eða mjög lítil. Hættan fyrir Reykjanesbæ, Keflavíkurflugvöll og Reykjanesvirkjun er einnig metin nokkur. Hættumatskortið lýsir hættum sem eru nú þegar til staðar á svæðinu, sem og þeim sem gætu skapast við áframhaldandi virkni í Svartsengiskerfinu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira