Innlent

Kort: Sprungan lengist til norðurs

Agnar Már Másson skrifar
Kortið sýnir sprungurnar við Sundhnúksgígaröðina.
Kortið sýnir sprungurnar við Sundhnúksgígaröðina. Vísir

Sprungan á gossvæðinu við Grndavík hefur lengst til norður og hefur sprugna í raun aldrei náð eins langt í eldgosahrinunni sem hófst við Sundhnúk um lok árs 2023. Aftur á móti er tekið að draga úr virkni gossins.

Veðurstofa Íslands hefur gefið út uppfært hættumatskort sem gildir til 18. júlí kl. 15 nema breyting verði á virkni. Viðvörunarstig eldstöðvakerfisins er áfram á hæsta stigi: þremur.  Hættumatið byggir á nýjustu mælingum, að því er fram kemur í tilkynningu Veðurstofunnar.

 

Stofnunin segir að gossprungan hafi lengst og nái lengra til norðurs en fyrri gossprungur síðan desember 2023. Hraunflæði heldur áfram en hefur dregist saman.

Mesta hraunið safnast austan megin og líklegt er að það fylli lægðir á svæðinu. Jarðskjálftavirkni hefur minnkað verulega og mælast nú aðeins fáeinir smáskjálftar á klukkustund. Mengun frá gasútstreymi og gróðureldum er viðvarandi.

Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni heldur áfram en samkvæmt mælingum á gosóróa hefur dregið úr krafti þess síðan í morgun, segir Veðurstofan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×