Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2025 08:30 Alisha Lehmann fagnar sætinu í átta liða úrslitum Evrópumótsins. Getty/Alexander Hassenstein Svissneska kvennalandsliðið í fótbolta er í fyrsta sinn komið í átta liða úrslit á Evrópumótinu og fótboltaæði hefur gripið svissnesku þjóðina. Það er því svolítið undarlegt að vinsælasti leikmaður liðsins fái lítið sem ekkert að spila á þessu Evrópumóti. Hér erum við að tala um hina 26 ára gömlu Alishu Lehmann sem fær ávalt mestu athyglina í liðinu hvort sem hún spilar eða ekki. Lehmann hefur aðeins komið við sögu í einum leik á EM í Sviss og spilaði þá bara í níu mínútur. Hún kom inn á völlinn á 81. mínútu í lokaleiknum í riðlakeppninni á móti Finnum þegar Sviss var einu marki undir og leið úr keppninni. Riola Xhemaili tryggði Sviss jafntefli og sæti í átta liða úrslitum með jöfnunarmarki á annarri mínútu í uppbótatíma. Alisha Lehmann með stuðningsfólki svissneska landsliðsins eftir leik.Getty/James Gill Lehmann er með milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum og er stærsta stjarna liðsins þó að það sjáist ekki inn á fótboltavellinum. Öryggisvörðurinn fylgir henni eftir Vinsældir hennar eru slíkar að öryggisvörður svissneska liðsins þarf að passa mest upp á hana eftir leiki þegar leikmenn hitta svissnesku stuðningsmennina. Ein af þeim sem eyðir líka mestum tíma með stuðningsfólkinu er einmitt umrædd Alisha Lehmann. @Sportbladet Bæði í leikjum liðsins í Basel og Genf hefur jakkaklæddur maður fylgt henni eftir um völlinn. Þegar Lehmann tekur myndir af sér með stuðningsfólkinu og gefur eiginhandaráritanir þá er hann aldrei langt undan. Við og við þarf hann að skipta sér af of æstum eða ágengum stuðningsmönnum. Blaðamaður Aftonbladet tók eftir þessu og spurði fjölmiðlafulltrúa svissneska liðsins út í þetta. „Við pössum alltaf upp á það að öryggi allra leikmanna á leikvanginum sé tryggt. Þetta eru kröfur frá UEFA um það og yfirmaður öryggismála okkar er líka alltaf á svæðinu. Hann er alltaf til staðar þegar leikmenn fara til stuðningsmanna og vegna þess hversu Alisha Lehmann er vinsæl þá þarf hann stundum að fylgja henni meira eftir en öðrum,“ sagði fjölmiðlafulltrúinn Sven Micossé. Í sérflokki í vinsældum Lehmann spilar með Juventus á Ítalíu. Hún er með tólf milljón fylgjendur á TikTok og sautján milljón fylgjendur á Instagram. Hún er sérflokki þegar kemur að vinsældum knattspyrnukvenna á samfélagsmiðlum. Pia Sundhage, þjálfari svissneska liðsins, hefur ekki notað hana mikið í leikjum en mótshaldarar og svissneska knattspyrnusambandið nýta aftur á móti frægð Lehman til kynna Evrópumótið og svissneska landsliðið. View this post on Instagram A post shared by Alisha Lehmann (@alishalehmann7) Sundhage hrósar Lehman fyrir að vera góða fyrirmynd og segir að hún eigi þátt í að stækka kvennafótboltann í Sviss. Allir mega segja það sem þeir vilja Lehmann hefur sjálf ekki miklar áhyggjur af því sem er sagt um hana á samfélagsmiðlum en það er nú ýmislegt. „Allir mega segja það sem þeir vilja. Á samfélagsmiðlum sýnum við aðeins lítið brot af okkar lífi. Fólk sér ekki hvað ég er að gera restina af deginum,“ sagði Lehmann í viðtali við Blick fyrir mótið. Móður hennar var einu sinni misboðið og kom dóttur sinni til varnar. „Ég hringdi í mömmu og sagði henni að hafa ekki áhyggjur af þessu. Hún fékk bara nóg. Mér er sama þótt að fólk sé að skrifa eitthvað neikvætt um mig. Móðir mín verður leið af því að hún vill mér bara það besta. Það er gott að vita af því að hún stendur þétt við bakið á mér,“ sagði Lehmann. View this post on Instagram A post shared by Alisha Lehmann (@alishalehmann7) EM 2025 í Sviss Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Sjá meira
Hér erum við að tala um hina 26 ára gömlu Alishu Lehmann sem fær ávalt mestu athyglina í liðinu hvort sem hún spilar eða ekki. Lehmann hefur aðeins komið við sögu í einum leik á EM í Sviss og spilaði þá bara í níu mínútur. Hún kom inn á völlinn á 81. mínútu í lokaleiknum í riðlakeppninni á móti Finnum þegar Sviss var einu marki undir og leið úr keppninni. Riola Xhemaili tryggði Sviss jafntefli og sæti í átta liða úrslitum með jöfnunarmarki á annarri mínútu í uppbótatíma. Alisha Lehmann með stuðningsfólki svissneska landsliðsins eftir leik.Getty/James Gill Lehmann er með milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum og er stærsta stjarna liðsins þó að það sjáist ekki inn á fótboltavellinum. Öryggisvörðurinn fylgir henni eftir Vinsældir hennar eru slíkar að öryggisvörður svissneska liðsins þarf að passa mest upp á hana eftir leiki þegar leikmenn hitta svissnesku stuðningsmennina. Ein af þeim sem eyðir líka mestum tíma með stuðningsfólkinu er einmitt umrædd Alisha Lehmann. @Sportbladet Bæði í leikjum liðsins í Basel og Genf hefur jakkaklæddur maður fylgt henni eftir um völlinn. Þegar Lehmann tekur myndir af sér með stuðningsfólkinu og gefur eiginhandaráritanir þá er hann aldrei langt undan. Við og við þarf hann að skipta sér af of æstum eða ágengum stuðningsmönnum. Blaðamaður Aftonbladet tók eftir þessu og spurði fjölmiðlafulltrúa svissneska liðsins út í þetta. „Við pössum alltaf upp á það að öryggi allra leikmanna á leikvanginum sé tryggt. Þetta eru kröfur frá UEFA um það og yfirmaður öryggismála okkar er líka alltaf á svæðinu. Hann er alltaf til staðar þegar leikmenn fara til stuðningsmanna og vegna þess hversu Alisha Lehmann er vinsæl þá þarf hann stundum að fylgja henni meira eftir en öðrum,“ sagði fjölmiðlafulltrúinn Sven Micossé. Í sérflokki í vinsældum Lehmann spilar með Juventus á Ítalíu. Hún er með tólf milljón fylgjendur á TikTok og sautján milljón fylgjendur á Instagram. Hún er sérflokki þegar kemur að vinsældum knattspyrnukvenna á samfélagsmiðlum. Pia Sundhage, þjálfari svissneska liðsins, hefur ekki notað hana mikið í leikjum en mótshaldarar og svissneska knattspyrnusambandið nýta aftur á móti frægð Lehman til kynna Evrópumótið og svissneska landsliðið. View this post on Instagram A post shared by Alisha Lehmann (@alishalehmann7) Sundhage hrósar Lehman fyrir að vera góða fyrirmynd og segir að hún eigi þátt í að stækka kvennafótboltann í Sviss. Allir mega segja það sem þeir vilja Lehmann hefur sjálf ekki miklar áhyggjur af því sem er sagt um hana á samfélagsmiðlum en það er nú ýmislegt. „Allir mega segja það sem þeir vilja. Á samfélagsmiðlum sýnum við aðeins lítið brot af okkar lífi. Fólk sér ekki hvað ég er að gera restina af deginum,“ sagði Lehmann í viðtali við Blick fyrir mótið. Móður hennar var einu sinni misboðið og kom dóttur sinni til varnar. „Ég hringdi í mömmu og sagði henni að hafa ekki áhyggjur af þessu. Hún fékk bara nóg. Mér er sama þótt að fólk sé að skrifa eitthvað neikvætt um mig. Móðir mín verður leið af því að hún vill mér bara það besta. Það er gott að vita af því að hún stendur þétt við bakið á mér,“ sagði Lehmann. View this post on Instagram A post shared by Alisha Lehmann (@alishalehmann7)
EM 2025 í Sviss Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Sjá meira