Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2025 08:30 Alisha Lehmann fagnar sætinu í átta liða úrslitum Evrópumótsins. Getty/Alexander Hassenstein Svissneska kvennalandsliðið í fótbolta er í fyrsta sinn komið í átta liða úrslit á Evrópumótinu og fótboltaæði hefur gripið svissnesku þjóðina. Það er því svolítið undarlegt að vinsælasti leikmaður liðsins fái lítið sem ekkert að spila á þessu Evrópumóti. Hér erum við að tala um hina 26 ára gömlu Alishu Lehmann sem fær ávalt mestu athyglina í liðinu hvort sem hún spilar eða ekki. Lehmann hefur aðeins komið við sögu í einum leik á EM í Sviss og spilaði þá bara í níu mínútur. Hún kom inn á völlinn á 81. mínútu í lokaleiknum í riðlakeppninni á móti Finnum þegar Sviss var einu marki undir og leið úr keppninni. Riola Xhemaili tryggði Sviss jafntefli og sæti í átta liða úrslitum með jöfnunarmarki á annarri mínútu í uppbótatíma. Alisha Lehmann með stuðningsfólki svissneska landsliðsins eftir leik.Getty/James Gill Lehmann er með milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum og er stærsta stjarna liðsins þó að það sjáist ekki inn á fótboltavellinum. Öryggisvörðurinn fylgir henni eftir Vinsældir hennar eru slíkar að öryggisvörður svissneska liðsins þarf að passa mest upp á hana eftir leiki þegar leikmenn hitta svissnesku stuðningsmennina. Ein af þeim sem eyðir líka mestum tíma með stuðningsfólkinu er einmitt umrædd Alisha Lehmann. @Sportbladet Bæði í leikjum liðsins í Basel og Genf hefur jakkaklæddur maður fylgt henni eftir um völlinn. Þegar Lehmann tekur myndir af sér með stuðningsfólkinu og gefur eiginhandaráritanir þá er hann aldrei langt undan. Við og við þarf hann að skipta sér af of æstum eða ágengum stuðningsmönnum. Blaðamaður Aftonbladet tók eftir þessu og spurði fjölmiðlafulltrúa svissneska liðsins út í þetta. „Við pössum alltaf upp á það að öryggi allra leikmanna á leikvanginum sé tryggt. Þetta eru kröfur frá UEFA um það og yfirmaður öryggismála okkar er líka alltaf á svæðinu. Hann er alltaf til staðar þegar leikmenn fara til stuðningsmanna og vegna þess hversu Alisha Lehmann er vinsæl þá þarf hann stundum að fylgja henni meira eftir en öðrum,“ sagði fjölmiðlafulltrúinn Sven Micossé. Í sérflokki í vinsældum Lehmann spilar með Juventus á Ítalíu. Hún er með tólf milljón fylgjendur á TikTok og sautján milljón fylgjendur á Instagram. Hún er sérflokki þegar kemur að vinsældum knattspyrnukvenna á samfélagsmiðlum. Pia Sundhage, þjálfari svissneska liðsins, hefur ekki notað hana mikið í leikjum en mótshaldarar og svissneska knattspyrnusambandið nýta aftur á móti frægð Lehman til kynna Evrópumótið og svissneska landsliðið. View this post on Instagram A post shared by Alisha Lehmann (@alishalehmann7) Sundhage hrósar Lehman fyrir að vera góða fyrirmynd og segir að hún eigi þátt í að stækka kvennafótboltann í Sviss. Allir mega segja það sem þeir vilja Lehmann hefur sjálf ekki miklar áhyggjur af því sem er sagt um hana á samfélagsmiðlum en það er nú ýmislegt. „Allir mega segja það sem þeir vilja. Á samfélagsmiðlum sýnum við aðeins lítið brot af okkar lífi. Fólk sér ekki hvað ég er að gera restina af deginum,“ sagði Lehmann í viðtali við Blick fyrir mótið. Móður hennar var einu sinni misboðið og kom dóttur sinni til varnar. „Ég hringdi í mömmu og sagði henni að hafa ekki áhyggjur af þessu. Hún fékk bara nóg. Mér er sama þótt að fólk sé að skrifa eitthvað neikvætt um mig. Móðir mín verður leið af því að hún vill mér bara það besta. Það er gott að vita af því að hún stendur þétt við bakið á mér,“ sagði Lehmann. View this post on Instagram A post shared by Alisha Lehmann (@alishalehmann7) EM 2025 í Sviss Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
Hér erum við að tala um hina 26 ára gömlu Alishu Lehmann sem fær ávalt mestu athyglina í liðinu hvort sem hún spilar eða ekki. Lehmann hefur aðeins komið við sögu í einum leik á EM í Sviss og spilaði þá bara í níu mínútur. Hún kom inn á völlinn á 81. mínútu í lokaleiknum í riðlakeppninni á móti Finnum þegar Sviss var einu marki undir og leið úr keppninni. Riola Xhemaili tryggði Sviss jafntefli og sæti í átta liða úrslitum með jöfnunarmarki á annarri mínútu í uppbótatíma. Alisha Lehmann með stuðningsfólki svissneska landsliðsins eftir leik.Getty/James Gill Lehmann er með milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum og er stærsta stjarna liðsins þó að það sjáist ekki inn á fótboltavellinum. Öryggisvörðurinn fylgir henni eftir Vinsældir hennar eru slíkar að öryggisvörður svissneska liðsins þarf að passa mest upp á hana eftir leiki þegar leikmenn hitta svissnesku stuðningsmennina. Ein af þeim sem eyðir líka mestum tíma með stuðningsfólkinu er einmitt umrædd Alisha Lehmann. @Sportbladet Bæði í leikjum liðsins í Basel og Genf hefur jakkaklæddur maður fylgt henni eftir um völlinn. Þegar Lehmann tekur myndir af sér með stuðningsfólkinu og gefur eiginhandaráritanir þá er hann aldrei langt undan. Við og við þarf hann að skipta sér af of æstum eða ágengum stuðningsmönnum. Blaðamaður Aftonbladet tók eftir þessu og spurði fjölmiðlafulltrúa svissneska liðsins út í þetta. „Við pössum alltaf upp á það að öryggi allra leikmanna á leikvanginum sé tryggt. Þetta eru kröfur frá UEFA um það og yfirmaður öryggismála okkar er líka alltaf á svæðinu. Hann er alltaf til staðar þegar leikmenn fara til stuðningsmanna og vegna þess hversu Alisha Lehmann er vinsæl þá þarf hann stundum að fylgja henni meira eftir en öðrum,“ sagði fjölmiðlafulltrúinn Sven Micossé. Í sérflokki í vinsældum Lehmann spilar með Juventus á Ítalíu. Hún er með tólf milljón fylgjendur á TikTok og sautján milljón fylgjendur á Instagram. Hún er sérflokki þegar kemur að vinsældum knattspyrnukvenna á samfélagsmiðlum. Pia Sundhage, þjálfari svissneska liðsins, hefur ekki notað hana mikið í leikjum en mótshaldarar og svissneska knattspyrnusambandið nýta aftur á móti frægð Lehman til kynna Evrópumótið og svissneska landsliðið. View this post on Instagram A post shared by Alisha Lehmann (@alishalehmann7) Sundhage hrósar Lehman fyrir að vera góða fyrirmynd og segir að hún eigi þátt í að stækka kvennafótboltann í Sviss. Allir mega segja það sem þeir vilja Lehmann hefur sjálf ekki miklar áhyggjur af því sem er sagt um hana á samfélagsmiðlum en það er nú ýmislegt. „Allir mega segja það sem þeir vilja. Á samfélagsmiðlum sýnum við aðeins lítið brot af okkar lífi. Fólk sér ekki hvað ég er að gera restina af deginum,“ sagði Lehmann í viðtali við Blick fyrir mótið. Móður hennar var einu sinni misboðið og kom dóttur sinni til varnar. „Ég hringdi í mömmu og sagði henni að hafa ekki áhyggjur af þessu. Hún fékk bara nóg. Mér er sama þótt að fólk sé að skrifa eitthvað neikvætt um mig. Móðir mín verður leið af því að hún vill mér bara það besta. Það er gott að vita af því að hún stendur þétt við bakið á mér,“ sagði Lehmann. View this post on Instagram A post shared by Alisha Lehmann (@alishalehmann7)
EM 2025 í Sviss Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira