Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. júlí 2025 12:20 Birgir Jónasson segir að brotum gegn fangavörðum hafi fjölgað, bæta þurfi skráningu þeirra. Vísir Bæta þarf skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum í ljósi aukins ofbeldis fanga gegn þeim. Þetta segir fangelsismálastjóri sem segir aðstöðu á Litla-Hrauni helst gera fangavörðum erfitt fyrir að bregðast við ofbeldi fanga. Kalla þurfti til sérsveit ríkislögreglustjóra í síðustu viku þegar þrír fangar réðust á fimm fangaverði á Litla-Hrauni. Í kvöldfréttum okkar í gær sagði Heiðar Smith formaður Félags fangavarða að svo alvarlegar árásir væru sjaldgæfar en að ofbeldi í garð fangavarða hefði aukist mjög undanfarin ár. Birgir Jónasson settur fangelsismálastjóri segir um að ræða þróun sem hafi átt sér stað á síðustu árum. „Það sem við erum að reyna að gera og höfum verið að gera síðustu mánuði, kannski eilítið lengur er að við erum að reyna að vinna í því að þjálfa starfsfólk okkar betur með skipulagðari og markvissari hætti og fá þjálfun til að takast á við ofbeldi. Það er gert með ýmsum aðferðum, bæði valdbeitingaþjálfun en ekki síður svona þjálfun sem gengur út á spennulækkun.“ Þá sé unnið að því að bæta skráningu á brotum gegn fangavörðum. „Við þurfum aðeins að taka okkur saman í andlitinu þar, hvernig við skráum þessi tilvik og rýnum þau eftir á.“ Nokkrir þættir valdi auknu ofbeldi fanga í garð fangavarða. „Það er breyttur fangahópur sem er stór orsakavaldur í þessu. Það eru þyngri dómar að koma til fullnustu og einstaklingar sem eru með þyngri dóma að baki.“ Þá sé illa hægt að aðskilja fanga vegna aðstöðuleysis á Litla-Hrauni. Eins og hefur komið fram hafa stjórnvöld kynnt fyrirhugaða byggingu Stóra-Hrauns, nýs öryggisfangelsis sem stefnt hefur verið að opna árið 2028. „Við getum frekar illa stjórnað aðskilnaði fanga sem er stór áhættuþáttur í rekstri fangelsis og þarna auðvitað bindum við vonir við það að fangelsið á Litla-Hrauni verði aðeins í örfá ár til viðbótar á rekstri en á meðan verðum við að grípa til skyndilausna en þetta er mikil áskorun fyrir okkur.“ Fangelsismál Tengdar fréttir Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sérsveit og lögregla var kölluð til þegar þrír fangar réðust á fangaverði á Litla-Hrauni. Fangaverðirnir voru fluttir á slysadeild en eru ekki alvarlega slasaðir. Málið er litið alvarlegum augum. 10. júlí 2025 11:01 Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Ríkisstjórnin samþykkti í síðustu viku tillögu dómsmálaráðherra um að ráðast í byggingu öryggisfangelsis að Stóra Hrauni. Gert er ráð fyrir að í fyrsta áfanga verði byggð rými fyrir 92 fanga og er áætlaður kostnaður við hann 17,8 milljarðar króna. 9. maí 2025 15:15 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Kalla þurfti til sérsveit ríkislögreglustjóra í síðustu viku þegar þrír fangar réðust á fimm fangaverði á Litla-Hrauni. Í kvöldfréttum okkar í gær sagði Heiðar Smith formaður Félags fangavarða að svo alvarlegar árásir væru sjaldgæfar en að ofbeldi í garð fangavarða hefði aukist mjög undanfarin ár. Birgir Jónasson settur fangelsismálastjóri segir um að ræða þróun sem hafi átt sér stað á síðustu árum. „Það sem við erum að reyna að gera og höfum verið að gera síðustu mánuði, kannski eilítið lengur er að við erum að reyna að vinna í því að þjálfa starfsfólk okkar betur með skipulagðari og markvissari hætti og fá þjálfun til að takast á við ofbeldi. Það er gert með ýmsum aðferðum, bæði valdbeitingaþjálfun en ekki síður svona þjálfun sem gengur út á spennulækkun.“ Þá sé unnið að því að bæta skráningu á brotum gegn fangavörðum. „Við þurfum aðeins að taka okkur saman í andlitinu þar, hvernig við skráum þessi tilvik og rýnum þau eftir á.“ Nokkrir þættir valdi auknu ofbeldi fanga í garð fangavarða. „Það er breyttur fangahópur sem er stór orsakavaldur í þessu. Það eru þyngri dómar að koma til fullnustu og einstaklingar sem eru með þyngri dóma að baki.“ Þá sé illa hægt að aðskilja fanga vegna aðstöðuleysis á Litla-Hrauni. Eins og hefur komið fram hafa stjórnvöld kynnt fyrirhugaða byggingu Stóra-Hrauns, nýs öryggisfangelsis sem stefnt hefur verið að opna árið 2028. „Við getum frekar illa stjórnað aðskilnaði fanga sem er stór áhættuþáttur í rekstri fangelsis og þarna auðvitað bindum við vonir við það að fangelsið á Litla-Hrauni verði aðeins í örfá ár til viðbótar á rekstri en á meðan verðum við að grípa til skyndilausna en þetta er mikil áskorun fyrir okkur.“
Fangelsismál Tengdar fréttir Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sérsveit og lögregla var kölluð til þegar þrír fangar réðust á fangaverði á Litla-Hrauni. Fangaverðirnir voru fluttir á slysadeild en eru ekki alvarlega slasaðir. Málið er litið alvarlegum augum. 10. júlí 2025 11:01 Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Ríkisstjórnin samþykkti í síðustu viku tillögu dómsmálaráðherra um að ráðast í byggingu öryggisfangelsis að Stóra Hrauni. Gert er ráð fyrir að í fyrsta áfanga verði byggð rými fyrir 92 fanga og er áætlaður kostnaður við hann 17,8 milljarðar króna. 9. maí 2025 15:15 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sérsveit og lögregla var kölluð til þegar þrír fangar réðust á fangaverði á Litla-Hrauni. Fangaverðirnir voru fluttir á slysadeild en eru ekki alvarlega slasaðir. Málið er litið alvarlegum augum. 10. júlí 2025 11:01
Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Ríkisstjórnin samþykkti í síðustu viku tillögu dómsmálaráðherra um að ráðast í byggingu öryggisfangelsis að Stóra Hrauni. Gert er ráð fyrir að í fyrsta áfanga verði byggð rými fyrir 92 fanga og er áætlaður kostnaður við hann 17,8 milljarðar króna. 9. maí 2025 15:15