Sport

HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ sam­kvæmt Infantino

Haraldur Örn Haraldsson skrifar
Infantino sparar ekki stóru orðin þegar hann talar um HM félagsliða.
Infantino sparar ekki stóru orðin þegar hann talar um HM félagsliða. John Todd/ISI/Getty

Forseti FIFA Gianni Infantino segir að HM félagsliða sé þegar orðið „farsælasta félagsliða keppni í heimi.“

Infantino hefur sagt að mótið hafi gefið af sér meira en tvo milljarða dollara, sem er um 33 milljónir dollara á hvern leik.

Þar af leiðandi telur hann mótið vera afar vel heppnað.

Mótið hefur fengið mikla gagnrýni meðal annars frá fyrrum þjálfara Liverpool, Jurgen Klopp, sem sagði að mótið væri „versta hugmynd sem hefur verið framkvæmd í fótbolta.“

Það hefur verið illa mætt á marga leiki og veðrið hefur sett strik í reikninginn. Lið hafa átt erfitt með að æfa vegna hita og leikir hafa verið stöðvaðir og leikmenn látnir bíða klukkutímum saman áður en leikurinn fær að biðja aftur.

Úrslitaleikur mótsins verður spilaður í kvöld þar sem Chelsea og PSG eigast við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×