Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 11. júlí 2025 21:46 Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum. vísir/arnar Langalgengast er að vændisstarfsemi hér á landi fari fram í Airbnb-íbúðum sem eru leigðar undir fölsku flaggi að sögn yfirlögfræðings hjá lögreglunni. Vændi sé stundað um allt land og dæmi um að konur í viðkvæmum stöðum séu seldar út í símaverum í Evrópu. Greint var frá því í dag að lögreglan hafi fundið 36 hugsanlega þolendur mansals í umfangsmikilli og alþjóðlegri lögregluaðgerð sem fór fram fyrstu vikuna í júní. Lögreglan fór á þriðja tug staða og var einn karlmaður handtekinn vegna vændiskaupa. Nær allir þolendur eru konur og mikill meirihluti seldur í vændi, flestar frá Rúmeníu. Fæstar þáðu aðstoð yfirvalda. Langmest vændi fer fram miðsvæðis í Reykjavík og samkvæmt heimildum fréttastofu eru dæmi um að götuvændi fari fram á Bankastræti. Airbnb-íbúðir nýttar í auknum mæli Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir mansal og vændi færast í aukana á milli ára. Algengast sé að það fari fram í Airbnb-íbúðum. „Það eru nýjar síður, auglýsingasíður sem eru að poppa upp alltaf. Þetta er meira á bak við luktar dyr í Airbnb-íbúðum þar sem er verið að leigja íbúðir undir fölsku flaggi en líka kannski á stöðum þar sem einhverjir sem eru fjársterkir eru eigendur húsnæðanna.“ Vændi sé einnig stundað um allt land. Þolendur séu gjarnan í viðkvæmri stöðu og beittir hótunum og ofbeldi. Það hafi færst mjög í aukanna að transkonur verði fórnarlömb mansals. „Við erum með mörg þjóðerni. Þetta er mikið suður-Ameríka en líka innan Evrópu en oftast frá fátækari stöðum þar sem reglurnar eru kannski aðrar.“ Þolendur fluttir á milli landa Starfsemin sé oft hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. „Þetta höfum við verið að sjá að þau eru að fara á milli Evrópuríkja og Norðurlandanna líka. Þau eru að selja vændi í Reykjavík í tvær vikur og í Kaupmannahöfn í tvær og svo framvegis og látin fara víða.“ Það sé gert svo þolendur hafi ekki samband við lögreglu og dragi ekki athygli að sér. „Þetta er umfangsmeira og betur skipulagt en við áður héldum. Það er að segja að stundum erum við að sjá sömu númerin frá mörgum þjóðernum og í raun og veru svona símaver sem eru staðsett í Evrópu jafnvel sem eru þá að selja út fólk sem er hér á Íslandi.“ Hún hvetur fólk til að hafa opin augu fyrir mansali. Það sé leitt hve fáar tilkynningar berist til lögreglu. „Kannski bara bein skilaboð til þeirra sem kaup vændi að það er hreinlega ólöglegt og mjög líklegt að þeir séu þá að kaupa kynmök af fólki sem er í mjög viðkvæmri stöðu og í raun neytt til þess.“ Lögreglumál Mansal Vændi Airbnb Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Greint var frá því í dag að lögreglan hafi fundið 36 hugsanlega þolendur mansals í umfangsmikilli og alþjóðlegri lögregluaðgerð sem fór fram fyrstu vikuna í júní. Lögreglan fór á þriðja tug staða og var einn karlmaður handtekinn vegna vændiskaupa. Nær allir þolendur eru konur og mikill meirihluti seldur í vændi, flestar frá Rúmeníu. Fæstar þáðu aðstoð yfirvalda. Langmest vændi fer fram miðsvæðis í Reykjavík og samkvæmt heimildum fréttastofu eru dæmi um að götuvændi fari fram á Bankastræti. Airbnb-íbúðir nýttar í auknum mæli Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir mansal og vændi færast í aukana á milli ára. Algengast sé að það fari fram í Airbnb-íbúðum. „Það eru nýjar síður, auglýsingasíður sem eru að poppa upp alltaf. Þetta er meira á bak við luktar dyr í Airbnb-íbúðum þar sem er verið að leigja íbúðir undir fölsku flaggi en líka kannski á stöðum þar sem einhverjir sem eru fjársterkir eru eigendur húsnæðanna.“ Vændi sé einnig stundað um allt land. Þolendur séu gjarnan í viðkvæmri stöðu og beittir hótunum og ofbeldi. Það hafi færst mjög í aukanna að transkonur verði fórnarlömb mansals. „Við erum með mörg þjóðerni. Þetta er mikið suður-Ameríka en líka innan Evrópu en oftast frá fátækari stöðum þar sem reglurnar eru kannski aðrar.“ Þolendur fluttir á milli landa Starfsemin sé oft hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. „Þetta höfum við verið að sjá að þau eru að fara á milli Evrópuríkja og Norðurlandanna líka. Þau eru að selja vændi í Reykjavík í tvær vikur og í Kaupmannahöfn í tvær og svo framvegis og látin fara víða.“ Það sé gert svo þolendur hafi ekki samband við lögreglu og dragi ekki athygli að sér. „Þetta er umfangsmeira og betur skipulagt en við áður héldum. Það er að segja að stundum erum við að sjá sömu númerin frá mörgum þjóðernum og í raun og veru svona símaver sem eru staðsett í Evrópu jafnvel sem eru þá að selja út fólk sem er hér á Íslandi.“ Hún hvetur fólk til að hafa opin augu fyrir mansali. Það sé leitt hve fáar tilkynningar berist til lögreglu. „Kannski bara bein skilaboð til þeirra sem kaup vændi að það er hreinlega ólöglegt og mjög líklegt að þeir séu þá að kaupa kynmök af fólki sem er í mjög viðkvæmri stöðu og í raun neytt til þess.“
Lögreglumál Mansal Vændi Airbnb Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira