Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. júlí 2025 13:02 Bergþór Másson stýrir hlaðvarpinu Skoðanabræður, er umboðsmaður rapparans Birnis, og er auk þess einn eiganda fatafyrirtækisins Takktakk. Instagram Bergþór Másson, athafnamaður, hlaðvarpsstjórnandi, lífskúnster og umboðsmaður hefur selt íbúð sína og tekið ákvörðun um að leigja í staðinn. Hann telur að peningum sínum sé betur borgið í öðrum fjárfestingarkostum en fasteignum, og hefur hann meðal annars verið ötull talsmaður rafmynta. Fyrr í sumar setti Bergþór íbúð sína við Hverfisgötu á sölu. Um er að ræða 33 fermetra stúdíóíbúð á fjórðu hæð í hjarta miðborgarinnar, og var ásett verð 44.900.000 krónur. Um það leyti sem hann var að selja íbúðina birti Bergþór vangaveltur sínar um fasteignir sem fjárfestingarkost á samfélagsmiðlinum X, og sagði frá viðskiptum sínum varðandi íbúðina við Hverfisgötu. Sagði hann meðal annars að þrátt fyrir að hann væri að selja íbúðina 10 milljónum dýrari en hann keypti hana árið 2020, hefði verðbólga verið 45 prósent undanfarin fimm ár og hann væri því að selja undir raunvirði. Auk þess hefði hann borgað um tíu milljónir í vexti á þessum fimm árum. „Hefði ég tekið ákvörðun um að setja þessar 9.000.000 í Bitcoin og leigja íbúð væri sá peningur í dag orðinn 145.000.000.“ Árið 2020 keypti ég íbúð á 32.400.000 - og er núna að selja hana á 44.900.000.Í fljótu bragði virðist þetta vera sigur, þangað til maður reiknar út að 32.400.000 árið 2020 eru 47.000.000 árið 2025 (45% verðbólga). Ég er því að selja undir raunvirði.Útborgunin mín árið 2020…— bergþór másson (@bm1995amorfati) May 29, 2025 Bergþór virðist hafa selt íbúðina og leitar nú að íbúð til leigu á samfélagsmiðlum. Hann staðfestir í samtali við fréttastofu að planið sé að leigja og fjárfesta peningum annars staðar en í steypu. Hann hafi talað um það opinberlega og hafi auk þess lengi talað um ágæti Bitcoin á samfélagsmiðlum. Annars vill Bergþór ekki gefa það upp nákvæmlega hvernig hann háttar þessu. „Bitcoin er leiðin, það er bara þannig,“ sagði Bergþór í færslu á X 20. maí síðastliðinn. bitcoin er leiðin, það er bara þannig— bergþór másson (@bm1995amorfati) May 20, 2025 Rafmyntir Fasteignamarkaður Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Fyrr í sumar setti Bergþór íbúð sína við Hverfisgötu á sölu. Um er að ræða 33 fermetra stúdíóíbúð á fjórðu hæð í hjarta miðborgarinnar, og var ásett verð 44.900.000 krónur. Um það leyti sem hann var að selja íbúðina birti Bergþór vangaveltur sínar um fasteignir sem fjárfestingarkost á samfélagsmiðlinum X, og sagði frá viðskiptum sínum varðandi íbúðina við Hverfisgötu. Sagði hann meðal annars að þrátt fyrir að hann væri að selja íbúðina 10 milljónum dýrari en hann keypti hana árið 2020, hefði verðbólga verið 45 prósent undanfarin fimm ár og hann væri því að selja undir raunvirði. Auk þess hefði hann borgað um tíu milljónir í vexti á þessum fimm árum. „Hefði ég tekið ákvörðun um að setja þessar 9.000.000 í Bitcoin og leigja íbúð væri sá peningur í dag orðinn 145.000.000.“ Árið 2020 keypti ég íbúð á 32.400.000 - og er núna að selja hana á 44.900.000.Í fljótu bragði virðist þetta vera sigur, þangað til maður reiknar út að 32.400.000 árið 2020 eru 47.000.000 árið 2025 (45% verðbólga). Ég er því að selja undir raunvirði.Útborgunin mín árið 2020…— bergþór másson (@bm1995amorfati) May 29, 2025 Bergþór virðist hafa selt íbúðina og leitar nú að íbúð til leigu á samfélagsmiðlum. Hann staðfestir í samtali við fréttastofu að planið sé að leigja og fjárfesta peningum annars staðar en í steypu. Hann hafi talað um það opinberlega og hafi auk þess lengi talað um ágæti Bitcoin á samfélagsmiðlum. Annars vill Bergþór ekki gefa það upp nákvæmlega hvernig hann háttar þessu. „Bitcoin er leiðin, það er bara þannig,“ sagði Bergþór í færslu á X 20. maí síðastliðinn. bitcoin er leiðin, það er bara þannig— bergþór másson (@bm1995amorfati) May 20, 2025
Rafmyntir Fasteignamarkaður Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira