Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Lovísa Arnardóttir skrifar 10. júlí 2025 09:11 Linda var áður hjá Marel. Aðsend Alvotech hefur ráðið Lindu Jónsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra fjármálasviðs. Linda tekur við starfinu af Joel Morales sem verið hefur framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech. Linda gegndi ábyrgðarstöðum fyrir Marel í 15 ár, þar á meðal sem forstöðumaður fjárstýringar og fjárfestatengsla, framkvæmdastjóri fjármálasviðs og framkvæmdastjóri rekstrarsviðs áður en hún gekk til liðs við Alvotech í fyrra. „Það er mér mikil ánægja að ganga til liðs við Alvotech sem er einstakt fyrirtæki á Íslandi og leiðandi í sínum geira alþjóðlega. Það hefur verið gaman að fylgjast með magnaðri uppbyggingu undanfarin ár og fram undan eru ekki síður spennandi tímar. Ég er full tilhlökkunar að kynnast nýju samstarfsfólki og vinna með þessu einvala liði að vexti og viðgangi félagsins,“ sagði Linda Jónsdóttir. Linda er einnig stjórnarformaður Íslandsbanka, sat áður í stjórn Viðskiptaráðs, Framtakssjóðsins og starfaði hjá Sidekick Health, Eimskip, Burðarási og Straumi fjárfestingabanka. „Ég vil bjóða Lindu hjartanlega velkomna í framkvæmdastjórn Alvotech. Hún er með mikla leiðtogareynslu og hefur þegar stýrt fjármálum og rekstri félags með tvískráningu á hlutabréfamörkuðum. Við fögnum því að fá Lindu til liðs við okkur til að taka þátt í þeim mikla vexti sem fram undan er hjá Alvotech,“ segir Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri, í tilkynningu. Vill geta varið meiri tíma með fjölskyldu Í tilkynningu segir að Joel hafi ákveðið að láta af störfum til þess að geta varið meiri tíma með fjölskyldunni og á heimaslóðum í Bandaríkjunum. Hann verði félaginu áfram til ráðgjafar við yfirfærslu verkefna á komandi vikum. „Ég vil þakka öllum samstarfsfélögum mínum og ekki síst Róberti fyrir að hafa fengið að taka þátt í þessu mikla ævintýri. Við höfum náð frábærum árangri og Alvotech er vel í stakk búið fyrir framtíðarvöxt. Ég hlakka til þess að halda áfram að aðstoða félagið, færa verkefnin á nýjar hendur og undirbúa uppgjörsfundinn í næsta mánuði. Að sjálfsögðu verð ég áfram einarður stuðningsmaður og stoltur hluthafi í Alvotech,“ sagði Joel Morales. Í tilkynningu segir um fyrirtækið: Alvotech er líftæknifyrirtæki stofnað af Róberti Wessman sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech vinnur meðal annars að þróun líftæknilyfjahliðstæða sem nýst geta sjúklingum með sjálfsofnæmis-, augn- og öndunarfærasjúkdóma, beinþynningu og krabbamein. Alvotech hefur gert samninga um sölu, markaðssetningu og dreifingu við samstarfsaðila á öllum helstu mörkuðum, í Bandaríkjunum, Evrópu, Japan, Kína, öðrum hlutum Asíu, Rómönsku Ameríku, Afríku og Mið-Austurlöndum. Alvotech Vistaskipti Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Linda gegndi ábyrgðarstöðum fyrir Marel í 15 ár, þar á meðal sem forstöðumaður fjárstýringar og fjárfestatengsla, framkvæmdastjóri fjármálasviðs og framkvæmdastjóri rekstrarsviðs áður en hún gekk til liðs við Alvotech í fyrra. „Það er mér mikil ánægja að ganga til liðs við Alvotech sem er einstakt fyrirtæki á Íslandi og leiðandi í sínum geira alþjóðlega. Það hefur verið gaman að fylgjast með magnaðri uppbyggingu undanfarin ár og fram undan eru ekki síður spennandi tímar. Ég er full tilhlökkunar að kynnast nýju samstarfsfólki og vinna með þessu einvala liði að vexti og viðgangi félagsins,“ sagði Linda Jónsdóttir. Linda er einnig stjórnarformaður Íslandsbanka, sat áður í stjórn Viðskiptaráðs, Framtakssjóðsins og starfaði hjá Sidekick Health, Eimskip, Burðarási og Straumi fjárfestingabanka. „Ég vil bjóða Lindu hjartanlega velkomna í framkvæmdastjórn Alvotech. Hún er með mikla leiðtogareynslu og hefur þegar stýrt fjármálum og rekstri félags með tvískráningu á hlutabréfamörkuðum. Við fögnum því að fá Lindu til liðs við okkur til að taka þátt í þeim mikla vexti sem fram undan er hjá Alvotech,“ segir Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri, í tilkynningu. Vill geta varið meiri tíma með fjölskyldu Í tilkynningu segir að Joel hafi ákveðið að láta af störfum til þess að geta varið meiri tíma með fjölskyldunni og á heimaslóðum í Bandaríkjunum. Hann verði félaginu áfram til ráðgjafar við yfirfærslu verkefna á komandi vikum. „Ég vil þakka öllum samstarfsfélögum mínum og ekki síst Róberti fyrir að hafa fengið að taka þátt í þessu mikla ævintýri. Við höfum náð frábærum árangri og Alvotech er vel í stakk búið fyrir framtíðarvöxt. Ég hlakka til þess að halda áfram að aðstoða félagið, færa verkefnin á nýjar hendur og undirbúa uppgjörsfundinn í næsta mánuði. Að sjálfsögðu verð ég áfram einarður stuðningsmaður og stoltur hluthafi í Alvotech,“ sagði Joel Morales. Í tilkynningu segir um fyrirtækið: Alvotech er líftæknifyrirtæki stofnað af Róberti Wessman sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech vinnur meðal annars að þróun líftæknilyfjahliðstæða sem nýst geta sjúklingum með sjálfsofnæmis-, augn- og öndunarfærasjúkdóma, beinþynningu og krabbamein. Alvotech hefur gert samninga um sölu, markaðssetningu og dreifingu við samstarfsaðila á öllum helstu mörkuðum, í Bandaríkjunum, Evrópu, Japan, Kína, öðrum hlutum Asíu, Rómönsku Ameríku, Afríku og Mið-Austurlöndum.
Alvotech Vistaskipti Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira