Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. júlí 2025 23:01 Macron er staddur í þriggja daga langri opinberri heimsókn í Lundúnum. EPA Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands bindur vonir við að Emmanuel Macron Frakklandsforseti samþykki tillögu hans að aðgerðaráætlun milli ríkjanna í innflytjendamálum. Áætlunin snýr einkum að innflytjendum sem sigla milli landanna á litlum bátum. Macron og Starmer sátu fund í dag á síðasta degi opinberrar heimsóknar þess fyrrnefnda til Bretlands, þar sem innflytjendamál og öryggis- og varnarmál voru efst á baugi. Ólöglegar fólksflutningar hælisleitenda frá Frakklandi til Bretlands um Ermarsundið hafa færst í aukana undanfarin ár og tugir hafa drukknað í slíkum siglingum. Í frétt Reuters um heimsóknina segir að dvínandi vinsældir Starmer frá því að hann sigraði þingkosningar í Bretlandi í fyrra megi meðal annars rekja til aðgerðaleysis í innflytjendamálum. Á fundinum lagði Starmer fram tillögu að svokallaðri „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum. Í henni felst að hver sem siglir ólöglega frá Frakklandi til Bretlands í leit að hæli verði brottvísað aftur til Frakklands. Á móti kemur yrðu jafnmargir hælisleitendur sem komu löglega til Frakklands sendir þaðan til Bretlands, þar sem tekið yrði á móti þeim. Ekki liggur fyrir hvort tillaga Starmer verði samþykkt en Macron kallaði eftir frekari aðgerðum Breta í tengslum við að gera ólöglegum innflytjendum erfiðara fyrir að fá vinnu, og þar af leiðandi geta búið í landinu. Sér til varnar sagði Starmer bresk stjórnvöld hafa í auknum mæli handtekið ólöglega innflytjendur sem hafi reynst án atvinnuréttinda að undanförnu. Það hafi virkað sem fælingarmáttur fyrir aðra á leið til Bretlands í leit að atvinnu án réttinda. Frakkland Bretland Flóttamenn Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Sjá meira
Macron og Starmer sátu fund í dag á síðasta degi opinberrar heimsóknar þess fyrrnefnda til Bretlands, þar sem innflytjendamál og öryggis- og varnarmál voru efst á baugi. Ólöglegar fólksflutningar hælisleitenda frá Frakklandi til Bretlands um Ermarsundið hafa færst í aukana undanfarin ár og tugir hafa drukknað í slíkum siglingum. Í frétt Reuters um heimsóknina segir að dvínandi vinsældir Starmer frá því að hann sigraði þingkosningar í Bretlandi í fyrra megi meðal annars rekja til aðgerðaleysis í innflytjendamálum. Á fundinum lagði Starmer fram tillögu að svokallaðri „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum. Í henni felst að hver sem siglir ólöglega frá Frakklandi til Bretlands í leit að hæli verði brottvísað aftur til Frakklands. Á móti kemur yrðu jafnmargir hælisleitendur sem komu löglega til Frakklands sendir þaðan til Bretlands, þar sem tekið yrði á móti þeim. Ekki liggur fyrir hvort tillaga Starmer verði samþykkt en Macron kallaði eftir frekari aðgerðum Breta í tengslum við að gera ólöglegum innflytjendum erfiðara fyrir að fá vinnu, og þar af leiðandi geta búið í landinu. Sér til varnar sagði Starmer bresk stjórnvöld hafa í auknum mæli handtekið ólöglega innflytjendur sem hafi reynst án atvinnuréttinda að undanförnu. Það hafi virkað sem fælingarmáttur fyrir aðra á leið til Bretlands í leit að atvinnu án réttinda.
Frakkland Bretland Flóttamenn Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Sjá meira