Sport

Dag­skráin í dag: Ís­lenskir Evrópu­leikir

Siggeir Ævarsson skrifar
Víkingur lék gegn Panathinaikos FC í Sambandsdeild Evrópu snemma á þessu ári
Víkingur lék gegn Panathinaikos FC í Sambandsdeild Evrópu snemma á þessu ári Vísir/Getty

Það er eitt og annað á dagskrá á sportrásum Sýnar í dag en bæði Valur og Víkingur eiga leiki í Sambandsdeild Evrópu í dag og verða þeir að sjálfsögðu í beinni hjá okkur.

Sýn Sport

Áður en Evrópuboltinn byrjar verður við á heimaslóðum með útsendingu frá N1 mótinu sem hefst klukkan 19:10.

Klukkan 19:50 hefst svo útsending frá fyrri leik Vals og Flora Tallin í Sambandsdeildinni.

Sýn Sport 3

Amundi Evian Championship LPGA mótið er á dagskrá klukkan 10:00.

Sýn Sport 4

Það vantar ekki golfið í dag. Genesis Scottish Open DP World Tour er á dagskrá klukkan 12:00

Sýn Sport 5

Fyrri leikur Malisheva og Víkings í Sambandsdeildinni er á dagskrá klukkan 18:10.

Sýn Sport Viaplay

Meistaradeildin í snóker, Champions League Snooker, heldur áfram í dag og hefst útsending klukkan 11:00 og heldur svo áfram klukkan 16:00.

Síðasta útsending dagsins er svo viðureigns Reds og Marlins í MLB deildinni í hafnabolta sem hefst klukkan 21:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×