Lífið

Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni

Lovísa Arnardóttir skrifar
Hanna Katrín ætlar að grilla kótilettur til styrktar krabbameinssjúkra barna.
Hanna Katrín ætlar að grilla kótilettur til styrktar krabbameinssjúkra barna. Vísir/Ívar Fannar

Heiðursgrillarar á árlegri kótelettusölu Kótelettunnar til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra verða Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, Sveinn Ægir Birgisson, forseti bæjarstjórnar í Árborg, Þórir Erlingasson, forseti klúbbs matreiðslumeistara og Einar Bárðarsonm-, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði.

„Þetta er eitthvað sem okkur þykir afar vænt um og hefur fest sig í sessi sem órjúfanlegur hluti af Kótelettunni, og það gleður okkur að sjá hve gestir hátíðarinnar eru viljugir að styðja við þessa mikilvægu styrktarsölu, á jafn einfaldan og ljúffengan máta,“segir Einar Björnsson, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar.

Í tilkynningu segir að gestum gefist tækifæri til að versla kótilettur og um leið styðja við starf Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna en hátíðin hefur undafarinn ár stutt við Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (SKB) með sölu á kótelettum í samstarfi við Kjarnafæði, Stjörnugrís, Ali, SS, Kjötbankann, Mömmumat, Char Broil og Olís.

Kótelettan hefst annað kvöld, fimmtudag, á Selfossi og stendur alla næstu helgi. 


Tengdar fréttir

Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni

Stjórn Kítón - kvenna í tónlist, lýsir yfir vonbrigðum vegna skorts á tónlistarkonum á auglýstri dagskrá Kótelettunnar á Selfossi í ár. Tvær konur koma fram á hátíðinni, Bríet og Klara Einars, og 28 karlmenn eða hljómsveitir sem skipaðar eru karlmönnum. Skipuleggjendur segja konurnar fleiri en það og tilraunir hafi verið gerðar til að fá enn fleiri. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.