Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2025 12:02 Patrick Mahomes ætlar að leiða Kansas City Chiefs til sigurs í Super Bowl í fjórða sinn á komandi leiktíð. Hann er flottur í fullum klæðum en sumarmyndirnar af honum eru ekki að vekja lukku hjá sumum. Getty/Aaron M. Sprecher/@Sportbladet NFL súperstjarnan Patrick Mahomes er í sumarfríi og myndir af kappanum eru ekki að vekja mikla lukku hjá einni bandarískri útvarpsstjörnu. Það styttist í NFL tímabilið og Mahomes hefur verið í fríi síðan í febrúarbyrjun. Maðurinn sem fékk einu sinni gælunafnið Tengdasonur Mosfellsbæjar eftir að núverandi eiginkona hans spilaði á Íslandi er frábær leikstjórnandi og hefur margsannað sig sem sigurvegara. @Sportbladet Mahomes hefur unnið þrjá titla í NFL og er enn bara 29 ára gamall. Hann hefur burði til að ná meti Tom Brady (sjö) og verið í umræðunni sem besti leikstjórnandi allra tíma. Hörð viðbrögð Vaxtarlag hans, tveimur mánuðum fyrir fyrsta leik, vakti hins vegar upp hörð viðbrögð hjá útvarpsstjörnunni Kevin Kietzman. Kietzman hefur áhyggjur af því að Mahomes verði að fara að taka sig á ef hann ætli að endast í þessari hörðu og krefjandi íþrótt. „Hann er feitur. Ég ætla bara að segja það hreint út og ég er að segja sannleikann. Það er vandræðalegt að horfa upp á þetta,“ sagði Kietzman í hlaðvarpsþætti sínum „Uncanceled“. Mahomes hefur oft grínast með það sjálfur að hann sé með pabbalíkama en hann hefur aldrei verið skorinn eins og margir af þeim sem spila í NFL-deildinni. Kietzman segir að það sé óábyrgt af Mahomes að hugsa ekki betur um líkama sinn. Kansas City-based podcaster/radio host Kevin Kietzman had some harsh words to say today about Patrick Mahomes' offseason training regimen.-Kevin Kietzman Has Issues pic.twitter.com/dmSc2OLqLk— Starcade Media (@StarcadeMediaKC) July 7, 2025 Feitur í laug með sextugum körlum „Hann hefði verið kallaður feitur í lauginni minni þar sem væru bara sextugir karlar. Hættu að éta skyndibita og farðu að gera kviðæfingar. Ég skil þetta ekki. Þú getur ekki siglt svona í gegnum NFL feril þinn og borðað Taco Bell alla daga eða pantað grillaðan kjúkling heim“ sagði Kietzman. Orð Kietzman hafa vakið upp viðbrögð þar á meðal hjá einkaþjálfara Mahomes. Kietzman svaraði því með dæmisögu um Ben Roethlisberger sem byrjaði feril sinn frábærlega eins og Mahomes en svo varð ekkert úr honum á meðan hann glímdi við kílóin og meiðsli í kjölfar þeirra. Kietzman segist vera að hugsa um hagsmuni Mahomes og taldi það rétt að vara hann við áður en aukakílóin fara að ýta honum af leið. Here is a fair and accurate assessment of my commentary. I don’t want @PatrickMahomes to become Ben Roethlisberger who won big as young player and then just got big. I want him to lock in like @TomBrady in his 30’s and chase him down. https://t.co/Ut4leEGdpE— Kevin Kietzman (@kkhasissues) July 8, 2025 NFL Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Sjá meira
Það styttist í NFL tímabilið og Mahomes hefur verið í fríi síðan í febrúarbyrjun. Maðurinn sem fékk einu sinni gælunafnið Tengdasonur Mosfellsbæjar eftir að núverandi eiginkona hans spilaði á Íslandi er frábær leikstjórnandi og hefur margsannað sig sem sigurvegara. @Sportbladet Mahomes hefur unnið þrjá titla í NFL og er enn bara 29 ára gamall. Hann hefur burði til að ná meti Tom Brady (sjö) og verið í umræðunni sem besti leikstjórnandi allra tíma. Hörð viðbrögð Vaxtarlag hans, tveimur mánuðum fyrir fyrsta leik, vakti hins vegar upp hörð viðbrögð hjá útvarpsstjörnunni Kevin Kietzman. Kietzman hefur áhyggjur af því að Mahomes verði að fara að taka sig á ef hann ætli að endast í þessari hörðu og krefjandi íþrótt. „Hann er feitur. Ég ætla bara að segja það hreint út og ég er að segja sannleikann. Það er vandræðalegt að horfa upp á þetta,“ sagði Kietzman í hlaðvarpsþætti sínum „Uncanceled“. Mahomes hefur oft grínast með það sjálfur að hann sé með pabbalíkama en hann hefur aldrei verið skorinn eins og margir af þeim sem spila í NFL-deildinni. Kietzman segir að það sé óábyrgt af Mahomes að hugsa ekki betur um líkama sinn. Kansas City-based podcaster/radio host Kevin Kietzman had some harsh words to say today about Patrick Mahomes' offseason training regimen.-Kevin Kietzman Has Issues pic.twitter.com/dmSc2OLqLk— Starcade Media (@StarcadeMediaKC) July 7, 2025 Feitur í laug með sextugum körlum „Hann hefði verið kallaður feitur í lauginni minni þar sem væru bara sextugir karlar. Hættu að éta skyndibita og farðu að gera kviðæfingar. Ég skil þetta ekki. Þú getur ekki siglt svona í gegnum NFL feril þinn og borðað Taco Bell alla daga eða pantað grillaðan kjúkling heim“ sagði Kietzman. Orð Kietzman hafa vakið upp viðbrögð þar á meðal hjá einkaþjálfara Mahomes. Kietzman svaraði því með dæmisögu um Ben Roethlisberger sem byrjaði feril sinn frábærlega eins og Mahomes en svo varð ekkert úr honum á meðan hann glímdi við kílóin og meiðsli í kjölfar þeirra. Kietzman segist vera að hugsa um hagsmuni Mahomes og taldi það rétt að vara hann við áður en aukakílóin fara að ýta honum af leið. Here is a fair and accurate assessment of my commentary. I don’t want @PatrickMahomes to become Ben Roethlisberger who won big as young player and then just got big. I want him to lock in like @TomBrady in his 30’s and chase him down. https://t.co/Ut4leEGdpE— Kevin Kietzman (@kkhasissues) July 8, 2025
NFL Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Sjá meira