„Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2025 07:32 Elísabet Gunnarsdóttir varð fyrir miklu áhrifum þegar hún hlustaði á íslenska þjóðsönginn fyrir leikinn á móti Sviss. Getty/Isosport/ Elísabet Gunnarsdóttir varð fyrsta íslenska konan til að stýra knattspyrnulandsliði á stórmóti þegar hún stýrði belgíska landsliðinu á Evrópumótinu í Sviss. En hvað með það íslenska? Aron Guðmundsson ræddi við Elísabetu og spurði hana meðal annars út í draum hennar um að þjálfa íslenska landsliðið. „Þú hefur í gegnum tíðina verið orðuð við íslenska kvennalandsliðið. Myndi það heilla þig til lengri tíma litið, að á einhverjum tímapunkti snúa aftur heim og taka við íslenska landsliðinu,” spurði Aron. Klippa: Elísabet um að þjálfa íslenska landsliðið einhvern daginn „Ég ætla ekki að neita því að þegar ég horfði á leikinn á móti Sviss, þá var þjóðsöngurinn spilaður og ég stóð á vellinum með bullandi gæsahúð. Ég fann það og hugsaði um það á þessari stundu að á einhverjum tímapunkti, áður en ég yfirgef þennan heim þá vil ég stjórna Íslandi, hundrað prósent,” sagði Elísabet. „Það þarf bara að vera réttur tími og rétt stund til að það gerist einhvern tímann,” sagði Elísabet. Aukaspyrna Karólínu Leu sem endar í slánni En hvað með íslenska landsliðið á þessu móti? „Ég sá ekki fyrsta leikinn, veit ekki hvernig hann leit út en ég sá seinni leikinn. Sá til að mynda mörg móment í þeim leik sem að hafa áhrif. Þú ert að spila fyrir framan um þrjátíu þúsund áhorfendur frá heimaþjóðinni og mér fannst það gefa þeim ótrúlega mikinn og aukinn kraft í seinni hálfleik á meðan að leikurinn var mjög 50/50,” sagði Elísabet. „Það eru alls konar móment í leiknum sem hefðu geta dottið Íslandi í vil. Til að mynda aukaspyrna Karólínu Leu sem endar í slánni. Hefði það verið mark þá værum við kannski að tala um eitthvað allt annað. Ísland hefur alltaf verið þjóð sem þarf svolítið mómentum með sért,” sagði Elísabet. Það kemur nýtt stórmót eftir þetta stórmót Elísabet var ánægð með varnarleik íslenska liðsins og sá að leikmenn voru að vinna vel fyrir liðið. „Um leið og markið kemur og þú færð forystu, þá eykst orkan og hlutirnir fara að snúast við. Mér finnst liðið í leiknum á móti Sviss verjast vel, var mjög þétt og leikmenn voru að vinna fyrir hverja aðra. Mér finnst ekkert vanta í hugarfar eða neitt svoleiðis. Þetta eru bara svona móment sem geta dottið hér og þar,” sagði Elísabet en vill að íslensku stelpurnar horfi fram á veginn. „Það er alveg augljóst að vonbrigðin eru mikil og ég skil það mjög vel. En það kemur nýtt stórmót eftir þetta stórmót,” sagði Elísabet. „Stundum eru sentímetrar þarna á milli en svo eru líka bara parametrar sem leikmennirnir og þjálfara þurfa að skoða hjá sjálfum sér sem gætu líka verið betri. Bara alveg eins og við erum að gera. Ég myndi aldrei labba frá svona mómenti, hvorki sem leikmaður né þjálfari, án þess að líta í eigin barm. Það er alltaf hægt að gera betur. Það er bara svo margt sem hefur áhrif,” sagði Elísabet. Viðtalið við Elísabetu í heild sinni má sjá hér fyrir ofan. Þar fer hún yfir áskoranirnar með Belgíu, yfirstandandi Evrópumót, íslenska landsliðið og margt fleira. Viðtalið má einnig nálgast í hlaðvarpsformi hér fyrir neðan. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
Aron Guðmundsson ræddi við Elísabetu og spurði hana meðal annars út í draum hennar um að þjálfa íslenska landsliðið. „Þú hefur í gegnum tíðina verið orðuð við íslenska kvennalandsliðið. Myndi það heilla þig til lengri tíma litið, að á einhverjum tímapunkti snúa aftur heim og taka við íslenska landsliðinu,” spurði Aron. Klippa: Elísabet um að þjálfa íslenska landsliðið einhvern daginn „Ég ætla ekki að neita því að þegar ég horfði á leikinn á móti Sviss, þá var þjóðsöngurinn spilaður og ég stóð á vellinum með bullandi gæsahúð. Ég fann það og hugsaði um það á þessari stundu að á einhverjum tímapunkti, áður en ég yfirgef þennan heim þá vil ég stjórna Íslandi, hundrað prósent,” sagði Elísabet. „Það þarf bara að vera réttur tími og rétt stund til að það gerist einhvern tímann,” sagði Elísabet. Aukaspyrna Karólínu Leu sem endar í slánni En hvað með íslenska landsliðið á þessu móti? „Ég sá ekki fyrsta leikinn, veit ekki hvernig hann leit út en ég sá seinni leikinn. Sá til að mynda mörg móment í þeim leik sem að hafa áhrif. Þú ert að spila fyrir framan um þrjátíu þúsund áhorfendur frá heimaþjóðinni og mér fannst það gefa þeim ótrúlega mikinn og aukinn kraft í seinni hálfleik á meðan að leikurinn var mjög 50/50,” sagði Elísabet. „Það eru alls konar móment í leiknum sem hefðu geta dottið Íslandi í vil. Til að mynda aukaspyrna Karólínu Leu sem endar í slánni. Hefði það verið mark þá værum við kannski að tala um eitthvað allt annað. Ísland hefur alltaf verið þjóð sem þarf svolítið mómentum með sért,” sagði Elísabet. Það kemur nýtt stórmót eftir þetta stórmót Elísabet var ánægð með varnarleik íslenska liðsins og sá að leikmenn voru að vinna vel fyrir liðið. „Um leið og markið kemur og þú færð forystu, þá eykst orkan og hlutirnir fara að snúast við. Mér finnst liðið í leiknum á móti Sviss verjast vel, var mjög þétt og leikmenn voru að vinna fyrir hverja aðra. Mér finnst ekkert vanta í hugarfar eða neitt svoleiðis. Þetta eru bara svona móment sem geta dottið hér og þar,” sagði Elísabet en vill að íslensku stelpurnar horfi fram á veginn. „Það er alveg augljóst að vonbrigðin eru mikil og ég skil það mjög vel. En það kemur nýtt stórmót eftir þetta stórmót,” sagði Elísabet. „Stundum eru sentímetrar þarna á milli en svo eru líka bara parametrar sem leikmennirnir og þjálfara þurfa að skoða hjá sjálfum sér sem gætu líka verið betri. Bara alveg eins og við erum að gera. Ég myndi aldrei labba frá svona mómenti, hvorki sem leikmaður né þjálfari, án þess að líta í eigin barm. Það er alltaf hægt að gera betur. Það er bara svo margt sem hefur áhrif,” sagði Elísabet. Viðtalið við Elísabetu í heild sinni má sjá hér fyrir ofan. Þar fer hún yfir áskoranirnar með Belgíu, yfirstandandi Evrópumót, íslenska landsliðið og margt fleira. Viðtalið má einnig nálgast í hlaðvarpsformi hér fyrir neðan.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira