„Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2025 07:32 Elísabet Gunnarsdóttir varð fyrir miklu áhrifum þegar hún hlustaði á íslenska þjóðsönginn fyrir leikinn á móti Sviss. Getty/Isosport/ Elísabet Gunnarsdóttir varð fyrsta íslenska konan til að stýra knattspyrnulandsliði á stórmóti þegar hún stýrði belgíska landsliðinu á Evrópumótinu í Sviss. En hvað með það íslenska? Aron Guðmundsson ræddi við Elísabetu og spurði hana meðal annars út í draum hennar um að þjálfa íslenska landsliðið. „Þú hefur í gegnum tíðina verið orðuð við íslenska kvennalandsliðið. Myndi það heilla þig til lengri tíma litið, að á einhverjum tímapunkti snúa aftur heim og taka við íslenska landsliðinu,” spurði Aron. Klippa: Elísabet um að þjálfa íslenska landsliðið einhvern daginn „Ég ætla ekki að neita því að þegar ég horfði á leikinn á móti Sviss, þá var þjóðsöngurinn spilaður og ég stóð á vellinum með bullandi gæsahúð. Ég fann það og hugsaði um það á þessari stundu að á einhverjum tímapunkti, áður en ég yfirgef þennan heim þá vil ég stjórna Íslandi, hundrað prósent,” sagði Elísabet. „Það þarf bara að vera réttur tími og rétt stund til að það gerist einhvern tímann,” sagði Elísabet. Aukaspyrna Karólínu Leu sem endar í slánni En hvað með íslenska landsliðið á þessu móti? „Ég sá ekki fyrsta leikinn, veit ekki hvernig hann leit út en ég sá seinni leikinn. Sá til að mynda mörg móment í þeim leik sem að hafa áhrif. Þú ert að spila fyrir framan um þrjátíu þúsund áhorfendur frá heimaþjóðinni og mér fannst það gefa þeim ótrúlega mikinn og aukinn kraft í seinni hálfleik á meðan að leikurinn var mjög 50/50,” sagði Elísabet. „Það eru alls konar móment í leiknum sem hefðu geta dottið Íslandi í vil. Til að mynda aukaspyrna Karólínu Leu sem endar í slánni. Hefði það verið mark þá værum við kannski að tala um eitthvað allt annað. Ísland hefur alltaf verið þjóð sem þarf svolítið mómentum með sért,” sagði Elísabet. Það kemur nýtt stórmót eftir þetta stórmót Elísabet var ánægð með varnarleik íslenska liðsins og sá að leikmenn voru að vinna vel fyrir liðið. „Um leið og markið kemur og þú færð forystu, þá eykst orkan og hlutirnir fara að snúast við. Mér finnst liðið í leiknum á móti Sviss verjast vel, var mjög þétt og leikmenn voru að vinna fyrir hverja aðra. Mér finnst ekkert vanta í hugarfar eða neitt svoleiðis. Þetta eru bara svona móment sem geta dottið hér og þar,” sagði Elísabet en vill að íslensku stelpurnar horfi fram á veginn. „Það er alveg augljóst að vonbrigðin eru mikil og ég skil það mjög vel. En það kemur nýtt stórmót eftir þetta stórmót,” sagði Elísabet. „Stundum eru sentímetrar þarna á milli en svo eru líka bara parametrar sem leikmennirnir og þjálfara þurfa að skoða hjá sjálfum sér sem gætu líka verið betri. Bara alveg eins og við erum að gera. Ég myndi aldrei labba frá svona mómenti, hvorki sem leikmaður né þjálfari, án þess að líta í eigin barm. Það er alltaf hægt að gera betur. Það er bara svo margt sem hefur áhrif,” sagði Elísabet. Viðtalið við Elísabetu í heild sinni má sjá hér fyrir ofan. Þar fer hún yfir áskoranirnar með Belgíu, yfirstandandi Evrópumót, íslenska landsliðið og margt fleira. Viðtalið má einnig nálgast í hlaðvarpsformi hér fyrir neðan. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Fleiri fréttir Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira
Aron Guðmundsson ræddi við Elísabetu og spurði hana meðal annars út í draum hennar um að þjálfa íslenska landsliðið. „Þú hefur í gegnum tíðina verið orðuð við íslenska kvennalandsliðið. Myndi það heilla þig til lengri tíma litið, að á einhverjum tímapunkti snúa aftur heim og taka við íslenska landsliðinu,” spurði Aron. Klippa: Elísabet um að þjálfa íslenska landsliðið einhvern daginn „Ég ætla ekki að neita því að þegar ég horfði á leikinn á móti Sviss, þá var þjóðsöngurinn spilaður og ég stóð á vellinum með bullandi gæsahúð. Ég fann það og hugsaði um það á þessari stundu að á einhverjum tímapunkti, áður en ég yfirgef þennan heim þá vil ég stjórna Íslandi, hundrað prósent,” sagði Elísabet. „Það þarf bara að vera réttur tími og rétt stund til að það gerist einhvern tímann,” sagði Elísabet. Aukaspyrna Karólínu Leu sem endar í slánni En hvað með íslenska landsliðið á þessu móti? „Ég sá ekki fyrsta leikinn, veit ekki hvernig hann leit út en ég sá seinni leikinn. Sá til að mynda mörg móment í þeim leik sem að hafa áhrif. Þú ert að spila fyrir framan um þrjátíu þúsund áhorfendur frá heimaþjóðinni og mér fannst það gefa þeim ótrúlega mikinn og aukinn kraft í seinni hálfleik á meðan að leikurinn var mjög 50/50,” sagði Elísabet. „Það eru alls konar móment í leiknum sem hefðu geta dottið Íslandi í vil. Til að mynda aukaspyrna Karólínu Leu sem endar í slánni. Hefði það verið mark þá værum við kannski að tala um eitthvað allt annað. Ísland hefur alltaf verið þjóð sem þarf svolítið mómentum með sért,” sagði Elísabet. Það kemur nýtt stórmót eftir þetta stórmót Elísabet var ánægð með varnarleik íslenska liðsins og sá að leikmenn voru að vinna vel fyrir liðið. „Um leið og markið kemur og þú færð forystu, þá eykst orkan og hlutirnir fara að snúast við. Mér finnst liðið í leiknum á móti Sviss verjast vel, var mjög þétt og leikmenn voru að vinna fyrir hverja aðra. Mér finnst ekkert vanta í hugarfar eða neitt svoleiðis. Þetta eru bara svona móment sem geta dottið hér og þar,” sagði Elísabet en vill að íslensku stelpurnar horfi fram á veginn. „Það er alveg augljóst að vonbrigðin eru mikil og ég skil það mjög vel. En það kemur nýtt stórmót eftir þetta stórmót,” sagði Elísabet. „Stundum eru sentímetrar þarna á milli en svo eru líka bara parametrar sem leikmennirnir og þjálfara þurfa að skoða hjá sjálfum sér sem gætu líka verið betri. Bara alveg eins og við erum að gera. Ég myndi aldrei labba frá svona mómenti, hvorki sem leikmaður né þjálfari, án þess að líta í eigin barm. Það er alltaf hægt að gera betur. Það er bara svo margt sem hefur áhrif,” sagði Elísabet. Viðtalið við Elísabetu í heild sinni má sjá hér fyrir ofan. Þar fer hún yfir áskoranirnar með Belgíu, yfirstandandi Evrópumót, íslenska landsliðið og margt fleira. Viðtalið má einnig nálgast í hlaðvarpsformi hér fyrir neðan.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Fleiri fréttir Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira