Fótbolti

Pedro skaut Chelsea í úr­slitin

Siggeir Ævarsson skrifar
Joao Pedro skorar sitt annað mark í leiknum í kvöld
Joao Pedro skorar sitt annað mark í leiknum í kvöld Vísir/Getty

Chelsea er komið í úrslit heimsmeistaramóts félagsliða eftir 2-0 sigur á Fluminense.

Joao Pedro, sem lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði Chelsea eftir að hann kom til liðsins frá Brighton á dögunum, skoraði bæði mörk Chelsea í kvöld á 18. og 56. mínútu.

Chelsea er því komið í úrslit mótsins þar sem liðið mætir annað hvort PSG eða Real Madrid en þau mætast á morgun. Þetta verður í þriðja sinn sem Chelsea leikur til úrslita á heimsmeistaramóti félagsliða en aðeins Real Madrid og Barcelona hafa náð oftar í úrslitaleikinn, sex og fjórum sinnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×