Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 7. júlí 2025 20:40 Glæsilegur gangamunni nýju jarðganganna í Þórshöfn. Articon Færeyingar fögnuðu í gær enn einum jarðgöngunum, aðeins ellefu dögum eftir síðustu jarðgangavígslu. Nýjustu göngin eru jafnframt fyrstu innanbæjargöngin í Þórshöfn. Í fréttum Sýnar mátti sjá myndir Kringvarps Færeyja frá opnun nýrra jarðganga á Suðurey, Fámjinsganga, í lok júnímánaðar. Þeim var fagnað með lúðrablæstri, ræðuhöldum ráðamanna og kaffisamsæti. Rétt eins og á Íslandi er vígsla nýrra ganga í Færeyjum mikill gleðidagur fyrir viðkomandi samfélög. Við opnun Fámjinsganga notaði samgönguráðherrann ekki skæri heldur grindhvalahníf til skera á borðann að færeyskum hætti. Frá vígslu Fámjinsganga þann 26. júní síðastliðinn. Elsti íbúinn ekur fyrsta bílnum í gegn.Landsverk Þarna var verið að opna 1.200 metra löng göng sem leysa af 400 metra háan fjallveg til þorpsins Fámjins en þar búa um áttatíu manns. Elsti íbúi Fámjin, Svend Joensen, fékk svo fyrstur að aka í gegn. Og þarna verður enginn rukkaður um veggjöld. Frá vígsluathöfn nýju jarðganganna í Þórshöfn í gær.Articon En ekki voru liðnir nema ellefu dagar frá því Fámjinsgöngin voru opnuð að færeyskir ráðamenn voru aftur mættir með grindhvalahníf að skera á næsta borða. Í gær var nefnilega verið að opna Húsareynsgöngin, sem liggja í útjaðri Þórshafnar. Kollfirðingurin Bergur Robert Dam Jensen, formaður framkvæmdaráðs Þórshafnar, skar á borðann í Húsareynsgöngunum í gær. Elsa Berg, borgarstjóri Þórshafnar, til vinstri, og Jóhan Christiansen, samgönguráðherra Færeyja, til hægri.Articon Þau eru 1.800 metra löng, teljast vera fyrstu innanbæjargöng í Færeyjum og eru hluti af nýrri sex kílómetra langri aðkomuleið inn í höfuðstaðinn úr norðri. Norðanmegin opnast nýju göngin skammt frá munna Austureyjarganganna, sem tekin voru í notkun fyrir jólin 2020, en þau hafa reynst bylting fyrir samgöngukerfi eyjanna. Kátir Færeyingar ganga inn í nýju göngin.Articon Að vígsluathöfn lokinni var viðstöddum boðið til veislu í nýju Þjóðarhöll Færeyinga, Við Tjarnir, sem er skammt frá öðrum gangamunnanum. Nýju jarðgöngin eru hluti af nýrri sex kílómetra langri aðkomuleið inn í Þórshöfn úr norðri.Articon Færeyski verktakinn Articon annaðist verkið. Kostnaður var áætlaður um 6,6 milljarðar íslenskra króna. Þórshafnarbær greiðir tvo þriðju en landsjóður Færeyja þriðjung. Mannfjöldi hlýðir á ræðu borgarstjóra Þórshafnar, Elsu Berg.Articon Enginn vegtollur verður heldur innheimtur í þessum göngum, frekar en öðrum jarðgöngum Færeyinga á landi. Þar er eingöngu rukkað í neðansjávargöng milli eyja. Gamla-Ford ekið í gegnum þessi 1,8 kílómetra löngu göng.Articon Færeyjar Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Færeyingar fagna enn einum jarðgöngunum Færeyingar fögnuðu í gær opnun nýrra jarðganga, Fámjinsganga á Suðurey. Jóhan Christiansen, sjávarútvegs- og samgönguráðherra, opnaði göngin formlega með því að skera á borða. Elsti íbúi Fámjin, Svend Joensen, fékk svo fyrstur að aka í gegn. 26. júní 2025 14:50 Annasamt verkefni að flytja jarðgangafréttir í Færeyjum Sá sem skrifar fréttir af gangi jarðgangaverkefna í Færeyjum í vef Landsverks, vegagerðar þeirra Færeyinga, hefur sannarlega frá nógu að segja þessa dagana. Svo mikil er atorkan hjá frændþjóð Íslendinga í að bæta samgöngukerfi sitt með fleiri jarðgöngum. 19. nóvember 2022 14:20 Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44 Jarðgöngin koma í röðum, þau næstu fyrir áttatíu íbúa Ekkert lát ætlar að verða á jarðgangaborunum Færeyinga. Fyrir tveimur vikum fögnuðu þeir fyrstu sprengingu nýrra Árnafjarðarganga. Samtímis er hafið útboðsferli á göngum til Fámjins, áttatíu manna byggðar á Suðurey. 17. október 2021 06:27 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Í fréttum Sýnar mátti sjá myndir Kringvarps Færeyja frá opnun nýrra jarðganga á Suðurey, Fámjinsganga, í lok júnímánaðar. Þeim var fagnað með lúðrablæstri, ræðuhöldum ráðamanna og kaffisamsæti. Rétt eins og á Íslandi er vígsla nýrra ganga í Færeyjum mikill gleðidagur fyrir viðkomandi samfélög. Við opnun Fámjinsganga notaði samgönguráðherrann ekki skæri heldur grindhvalahníf til skera á borðann að færeyskum hætti. Frá vígslu Fámjinsganga þann 26. júní síðastliðinn. Elsti íbúinn ekur fyrsta bílnum í gegn.Landsverk Þarna var verið að opna 1.200 metra löng göng sem leysa af 400 metra háan fjallveg til þorpsins Fámjins en þar búa um áttatíu manns. Elsti íbúi Fámjin, Svend Joensen, fékk svo fyrstur að aka í gegn. Og þarna verður enginn rukkaður um veggjöld. Frá vígsluathöfn nýju jarðganganna í Þórshöfn í gær.Articon En ekki voru liðnir nema ellefu dagar frá því Fámjinsgöngin voru opnuð að færeyskir ráðamenn voru aftur mættir með grindhvalahníf að skera á næsta borða. Í gær var nefnilega verið að opna Húsareynsgöngin, sem liggja í útjaðri Þórshafnar. Kollfirðingurin Bergur Robert Dam Jensen, formaður framkvæmdaráðs Þórshafnar, skar á borðann í Húsareynsgöngunum í gær. Elsa Berg, borgarstjóri Þórshafnar, til vinstri, og Jóhan Christiansen, samgönguráðherra Færeyja, til hægri.Articon Þau eru 1.800 metra löng, teljast vera fyrstu innanbæjargöng í Færeyjum og eru hluti af nýrri sex kílómetra langri aðkomuleið inn í höfuðstaðinn úr norðri. Norðanmegin opnast nýju göngin skammt frá munna Austureyjarganganna, sem tekin voru í notkun fyrir jólin 2020, en þau hafa reynst bylting fyrir samgöngukerfi eyjanna. Kátir Færeyingar ganga inn í nýju göngin.Articon Að vígsluathöfn lokinni var viðstöddum boðið til veislu í nýju Þjóðarhöll Færeyinga, Við Tjarnir, sem er skammt frá öðrum gangamunnanum. Nýju jarðgöngin eru hluti af nýrri sex kílómetra langri aðkomuleið inn í Þórshöfn úr norðri.Articon Færeyski verktakinn Articon annaðist verkið. Kostnaður var áætlaður um 6,6 milljarðar íslenskra króna. Þórshafnarbær greiðir tvo þriðju en landsjóður Færeyja þriðjung. Mannfjöldi hlýðir á ræðu borgarstjóra Þórshafnar, Elsu Berg.Articon Enginn vegtollur verður heldur innheimtur í þessum göngum, frekar en öðrum jarðgöngum Færeyinga á landi. Þar er eingöngu rukkað í neðansjávargöng milli eyja. Gamla-Ford ekið í gegnum þessi 1,8 kílómetra löngu göng.Articon
Færeyjar Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Færeyingar fagna enn einum jarðgöngunum Færeyingar fögnuðu í gær opnun nýrra jarðganga, Fámjinsganga á Suðurey. Jóhan Christiansen, sjávarútvegs- og samgönguráðherra, opnaði göngin formlega með því að skera á borða. Elsti íbúi Fámjin, Svend Joensen, fékk svo fyrstur að aka í gegn. 26. júní 2025 14:50 Annasamt verkefni að flytja jarðgangafréttir í Færeyjum Sá sem skrifar fréttir af gangi jarðgangaverkefna í Færeyjum í vef Landsverks, vegagerðar þeirra Færeyinga, hefur sannarlega frá nógu að segja þessa dagana. Svo mikil er atorkan hjá frændþjóð Íslendinga í að bæta samgöngukerfi sitt með fleiri jarðgöngum. 19. nóvember 2022 14:20 Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44 Jarðgöngin koma í röðum, þau næstu fyrir áttatíu íbúa Ekkert lát ætlar að verða á jarðgangaborunum Færeyinga. Fyrir tveimur vikum fögnuðu þeir fyrstu sprengingu nýrra Árnafjarðarganga. Samtímis er hafið útboðsferli á göngum til Fámjins, áttatíu manna byggðar á Suðurey. 17. október 2021 06:27 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Færeyingar fagna enn einum jarðgöngunum Færeyingar fögnuðu í gær opnun nýrra jarðganga, Fámjinsganga á Suðurey. Jóhan Christiansen, sjávarútvegs- og samgönguráðherra, opnaði göngin formlega með því að skera á borða. Elsti íbúi Fámjin, Svend Joensen, fékk svo fyrstur að aka í gegn. 26. júní 2025 14:50
Annasamt verkefni að flytja jarðgangafréttir í Færeyjum Sá sem skrifar fréttir af gangi jarðgangaverkefna í Færeyjum í vef Landsverks, vegagerðar þeirra Færeyinga, hefur sannarlega frá nógu að segja þessa dagana. Svo mikil er atorkan hjá frændþjóð Íslendinga í að bæta samgöngukerfi sitt með fleiri jarðgöngum. 19. nóvember 2022 14:20
Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44
Jarðgöngin koma í röðum, þau næstu fyrir áttatíu íbúa Ekkert lát ætlar að verða á jarðgangaborunum Færeyinga. Fyrir tveimur vikum fögnuðu þeir fyrstu sprengingu nýrra Árnafjarðarganga. Samtímis er hafið útboðsferli á göngum til Fámjins, áttatíu manna byggðar á Suðurey. 17. október 2021 06:27