Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Árni Sæberg skrifar 7. júlí 2025 14:03 Jóhann Páll Jóhannsson er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Vísir/Anton Brink Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur lagt til að virkjunarkosturinn Garpsdalur í Reykhólahreppi verði settur í orkunýtingarflokk rammaáætlunar. Með því breytir hann tillögu verkefnisstjórnar verndar- og orkunýtingaáætlunar og þetta er í fyrsta skipti sem ráðherra leggur til þá breytingu á tillögu verkefnisstjórnar að virkjunarkostur fari í nýtingarflokk. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að tillaga Jóhanns Páls hafi verið birt í samráðsgátt stjórnvalda en með henni sé lögð til breyting á tillögu verkefnisstjórnar verndar- og orkunýtingaáætlunar, sem hafi lagt til við ráðherra í maí síðastliðnum að allir tíu vindorkukostirnir í fimmta áfanga rammaáætlunar færu í biðflokk. Jákvæðari umsagnir en um aðra kosti Í rökstuðningi ráðherra sé bent á að virkjunarkosturinn hafi fengið jákvæðari umsagnir frá faghópum rammaáætlunar en aðrir kostir sem voru til umfjöllunar, bæði hvað varðar áhrif á náttúru og samfélag, og að meiri sátt virðist ríkja um kostinn í nærsamfélaginu en um aðra vindorkukosti. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins sé lögð áhersla á aukna orkuöflun í þágu orkuöryggis, orkuskipta og verðmætasköpunar um allt land. Að mati ráðherra eigi þeir virkjunarkostir að ganga fyrir sem eru í senn hagkvæmir og fela í sér minnstu umhverfisáhrifin. „Við tökum eitt skref í einu í vindorkunni og gefum ekki grænt ljós á frekari framkvæmdir fyrr en skýr rammi og lagaumgjörð liggur fyrir. Þar verður lögð áhersla á að verja náttúruverðmætin sem við eigum hérna saman og tryggja sátt og samstöðu í nærsamfélaginu,“ er haft eftir ráðherra í tilkynningu. Kynnir vindorkustefnu Þá er haft eftir honum að Garpsdalur í Reykhólahreppi sé sá vindorkukostur sem hafi fengið jákvæðustu umsögnina frá faghópum rammaáætlunar, bæði hvað varðar áhrif á náttúru og samfélag. „Ég hef ákveðið að setja af stað samráðsferli um að Garpsdalur fari í orkunýtingarflokk rammaáætlunar og stefni að því að leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis samhliða kynningu á vindorkustefnu og breyttri lagaumgjörð um vindorkunýtingu á næsta löggjafarþingi. Aðrir vindorkukostir í tillögum verkefnisstjórnarinnar munu fá áframhaldandi umfjöllun hjá nýrri verkefnisstjórn rammaáætlunar sem skipuð var 12. júní 2025, en í skipunarbréfi hennar kemur fram að við tillögugerð skuli tekið mið af markmiðum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur um aukna raforkuöflun í þágu orkuöryggis, orkuskipta og verðmætasköpunar um allt land.“ Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykhólahreppur Vindorka Samfylkingin Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að tillaga Jóhanns Páls hafi verið birt í samráðsgátt stjórnvalda en með henni sé lögð til breyting á tillögu verkefnisstjórnar verndar- og orkunýtingaáætlunar, sem hafi lagt til við ráðherra í maí síðastliðnum að allir tíu vindorkukostirnir í fimmta áfanga rammaáætlunar færu í biðflokk. Jákvæðari umsagnir en um aðra kosti Í rökstuðningi ráðherra sé bent á að virkjunarkosturinn hafi fengið jákvæðari umsagnir frá faghópum rammaáætlunar en aðrir kostir sem voru til umfjöllunar, bæði hvað varðar áhrif á náttúru og samfélag, og að meiri sátt virðist ríkja um kostinn í nærsamfélaginu en um aðra vindorkukosti. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins sé lögð áhersla á aukna orkuöflun í þágu orkuöryggis, orkuskipta og verðmætasköpunar um allt land. Að mati ráðherra eigi þeir virkjunarkostir að ganga fyrir sem eru í senn hagkvæmir og fela í sér minnstu umhverfisáhrifin. „Við tökum eitt skref í einu í vindorkunni og gefum ekki grænt ljós á frekari framkvæmdir fyrr en skýr rammi og lagaumgjörð liggur fyrir. Þar verður lögð áhersla á að verja náttúruverðmætin sem við eigum hérna saman og tryggja sátt og samstöðu í nærsamfélaginu,“ er haft eftir ráðherra í tilkynningu. Kynnir vindorkustefnu Þá er haft eftir honum að Garpsdalur í Reykhólahreppi sé sá vindorkukostur sem hafi fengið jákvæðustu umsögnina frá faghópum rammaáætlunar, bæði hvað varðar áhrif á náttúru og samfélag. „Ég hef ákveðið að setja af stað samráðsferli um að Garpsdalur fari í orkunýtingarflokk rammaáætlunar og stefni að því að leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis samhliða kynningu á vindorkustefnu og breyttri lagaumgjörð um vindorkunýtingu á næsta löggjafarþingi. Aðrir vindorkukostir í tillögum verkefnisstjórnarinnar munu fá áframhaldandi umfjöllun hjá nýrri verkefnisstjórn rammaáætlunar sem skipuð var 12. júní 2025, en í skipunarbréfi hennar kemur fram að við tillögugerð skuli tekið mið af markmiðum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur um aukna raforkuöflun í þágu orkuöryggis, orkuskipta og verðmætasköpunar um allt land.“
Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykhólahreppur Vindorka Samfylkingin Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira