Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2025 09:33 Þorsteinn Halldórsson gefur sínum konum fyrirmæli í tapleiknum á móti Sviss í Bern í gær. Getty/Marcio Machado Framtíð Þorsteins Halldórssonar, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var til umræðu eftir svekkjandi tap á móti Sviss á Evrópumótinu í gær. Eftir tvo leiki á móti slakari liðum riðilsins þá standa íslensku stelpurnar uppi stigalausar og eru úr leik fyrir lokaleikinn. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Ásta Eir Árnadóttir mættu í Besta sætið, hlaðvarpsþátt Íþróttadeildar Sýnar, og ræddu svekkjandi tap Íslands gegn Sviss á Evrópumótinu í fótbolta með Ágústi Orra Arnarsyni. Umræðan barst meðal annars að Þorsteini Halldórssyni landsliðsþjálfara. Íslenska liðið hefur nú leikið fimm leiki undir hans stjórn á stórmóti án þess að fagna sigri og hefur ekki unnið alvöru landsleik á árinu 2025. „Það eru margir að gagnrýna þjálfarann. Árangurinn er undir væntingum þjóðarinnar. Var þetta örlagaleikur fyrir Þorstein Halldórsson,“ spurði Ágúst Orri. „Já, ég get alveg ímyndaði mér að sætið hans sé heitt. Þetta eru enn ein vonbrigðin núna,“ sagði Ásta. Sætið hans á að vera heitt „Sætið hans á að vera heitt og það á að vera sett spurningarmerki við starfið hans,“ greip Bára inn í. „Ég velti því samt fyrir mér hvort hann verði bara látinn klára sinn samning. Það er ár eftir af honum. Tekur næstu undankeppni og hættir svo. Er KSÍ búið að tala um það að þetta séu vonbrigði fyrir þeim? Ég er ekkert viss um það. Við erum að fara á stórmót og það lítur rosalega vel út á blaði,“ sagði Bára. „Steini er alltaf búinn að vera að tala um væntingarstjórnun í viðtölum. Ég skil alveg að þú þarft að væntingastýra inn í leikmannahópinn þinn. Af hverju erum við hrædd við að vera með kassann úti og setja pressu á okkur sjálf. Þá er ég að tala um sambandið. Ég á erfitt með að átta mig á því hvar þeir standa gagnvart þessu,“ sagði Bára. Eðlilega var fólk að hafa áhyggjur „Við sáum myndir af leikmönnum eftir leikinn. Þetta eru mjög mikil vonbrigði. Við erum ekki búnar að skora mark. Eðlilega var fólk að hafa áhyggjur af því fyrir mótið að liðið var ekki búið að vinna í tíu leikjum í röð. Þær virtust ekki hafa neinar áhyggjur af því sem ég set alveg spurningarmerki við,“ sagði Ásta. „Þær koma inn í mótið með sigur á bakinu gegn Serbíu sem er ekki gott lið. Maður vonaðist til þess að það myndi gefa þeim aðeins meira en það gerði. Við sem erum búin að vera að fylgjast með höfðum áhyggjur fyrir þetta mót því þetta var ekki búið að vera sannfærandi svolítið lengi,“ sagði Ásta. „Mikið um jafntefli. Gott að vera ekki alltaf að tapa en jafntefli gefur ekkert rosalega mikið,“ sagði Ásta. „Ef við förum í þessa leiki sem voru spilaðir, þessa jafnteflisleiki og þessa tapleiki, þá vorum við ekki að tengja saman tvo góða hálfleika. Við vorum að spila frábærlega og fá svo draslhálfleik í andlitið eftir það,“ sagði Bára. Óstöðugleikinn „Það voru leikir sem maður horfi á og hugsaði eftir hálfleikinn: Vá hvað við erum miklu betri. Svo var liggur við eins og það hefði verið skipt út ellefu leikmönnum eftir hálfleikinn og þetta væri eitthvað nýtt lið,“ sagði Bára. „Óstöðugleikinn í spilamennsku liðsins. Mér finnst það ekki bara vera það að þær hafi ekki unnið eða að það hafi verið mikið af jafnteflum eða töpum. Mér finnst það verra að þetta hafi verið svona ósannfærandi,“ sagði Bára. Það má hlusta á alla umræðuna í Besta sætinu hér fyrir neðan. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Besta sætið Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Ásta Eir Árnadóttir mættu í Besta sætið, hlaðvarpsþátt Íþróttadeildar Sýnar, og ræddu svekkjandi tap Íslands gegn Sviss á Evrópumótinu í fótbolta með Ágústi Orra Arnarsyni. Umræðan barst meðal annars að Þorsteini Halldórssyni landsliðsþjálfara. Íslenska liðið hefur nú leikið fimm leiki undir hans stjórn á stórmóti án þess að fagna sigri og hefur ekki unnið alvöru landsleik á árinu 2025. „Það eru margir að gagnrýna þjálfarann. Árangurinn er undir væntingum þjóðarinnar. Var þetta örlagaleikur fyrir Þorstein Halldórsson,“ spurði Ágúst Orri. „Já, ég get alveg ímyndaði mér að sætið hans sé heitt. Þetta eru enn ein vonbrigðin núna,“ sagði Ásta. Sætið hans á að vera heitt „Sætið hans á að vera heitt og það á að vera sett spurningarmerki við starfið hans,“ greip Bára inn í. „Ég velti því samt fyrir mér hvort hann verði bara látinn klára sinn samning. Það er ár eftir af honum. Tekur næstu undankeppni og hættir svo. Er KSÍ búið að tala um það að þetta séu vonbrigði fyrir þeim? Ég er ekkert viss um það. Við erum að fara á stórmót og það lítur rosalega vel út á blaði,“ sagði Bára. „Steini er alltaf búinn að vera að tala um væntingarstjórnun í viðtölum. Ég skil alveg að þú þarft að væntingastýra inn í leikmannahópinn þinn. Af hverju erum við hrædd við að vera með kassann úti og setja pressu á okkur sjálf. Þá er ég að tala um sambandið. Ég á erfitt með að átta mig á því hvar þeir standa gagnvart þessu,“ sagði Bára. Eðlilega var fólk að hafa áhyggjur „Við sáum myndir af leikmönnum eftir leikinn. Þetta eru mjög mikil vonbrigði. Við erum ekki búnar að skora mark. Eðlilega var fólk að hafa áhyggjur af því fyrir mótið að liðið var ekki búið að vinna í tíu leikjum í röð. Þær virtust ekki hafa neinar áhyggjur af því sem ég set alveg spurningarmerki við,“ sagði Ásta. „Þær koma inn í mótið með sigur á bakinu gegn Serbíu sem er ekki gott lið. Maður vonaðist til þess að það myndi gefa þeim aðeins meira en það gerði. Við sem erum búin að vera að fylgjast með höfðum áhyggjur fyrir þetta mót því þetta var ekki búið að vera sannfærandi svolítið lengi,“ sagði Ásta. „Mikið um jafntefli. Gott að vera ekki alltaf að tapa en jafntefli gefur ekkert rosalega mikið,“ sagði Ásta. „Ef við förum í þessa leiki sem voru spilaðir, þessa jafnteflisleiki og þessa tapleiki, þá vorum við ekki að tengja saman tvo góða hálfleika. Við vorum að spila frábærlega og fá svo draslhálfleik í andlitið eftir það,“ sagði Bára. Óstöðugleikinn „Það voru leikir sem maður horfi á og hugsaði eftir hálfleikinn: Vá hvað við erum miklu betri. Svo var liggur við eins og það hefði verið skipt út ellefu leikmönnum eftir hálfleikinn og þetta væri eitthvað nýtt lið,“ sagði Bára. „Óstöðugleikinn í spilamennsku liðsins. Mér finnst það ekki bara vera það að þær hafi ekki unnið eða að það hafi verið mikið af jafnteflum eða töpum. Mér finnst það verra að þetta hafi verið svona ósannfærandi,“ sagði Bára. Það má hlusta á alla umræðuna í Besta sætinu hér fyrir neðan.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Besta sætið Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira