Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2025 07:31 Íslenska landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir spilar með liði Vålerenga. Getty/Marius Simensen/STR Margir hafa mikla áhyggjur af slæmum áhrifum dekkjarkurls á börn og fullorðna sem æfa og keppa á gervigrasvöllum. Nýjustu fréttir frá Noregi gera ekkert annað en að ýta undir slíkar áhyggjur. Athygli vakti þegar fjölmargir leikmenn féllu á lyfjaprófi á dögunum sem var tekið eftir leik Lilleström og Íslendingaliðsins Vålerenga í norsku kvennadeildinni í fótbolta. Nú er málið að skýrast betur og hefur farið í óvænta átt. Átta leikmenn féllu á lyfjaprófi sem var tekið eftir leikinn og nú hefur norska knattspyrnusambandið staðfest það að ástæðan sé gúmmíkurlið í gervigrasinu. Íslenska landsliðkonan Sædís Rún Heiðarsdóttir spilar með Vålerenga en það var aldrei gefið upp hvaða leikmenn liðsins hafi fallið á þessu lyfjaprófi. Þær eru nú allar komnar með skýringu á af hverju ólöglega efnið fannst í þeirra sýni. Norska ríkisútvarpið segir frá því að gervigrasvellinun í Lilleström hafi verið lokað ótímabundið á meðan ítarlegri rannsókn fer fram. „Við tókum sýni, bæði úr búningsklefanum sem og af vellinum sjálfum Þau voru síðan send til rannsóknar. Meðal þessa sem var rannsakað var þetta gúmmíkurl. Í því sýni fannst efnið DMBA sem hafði greinst í sýnum viðkomandi leikmanna, sagði Åse Kjustad Eriksson, yfirmaður Lyfjaeftirlits Noregs. Lyfjaeftirlitið hafði notað útilokunaraðferðina til að komast að réttri niðurstöðu. Þeir skoðuðu náið mataræði leikmanna og hvaða fæðubótarefni þær neyttu í aðdraganda leiksins. Þeir skoruðu síðan alla staðina þar sem leikmennirnir eyddu tíma í kringum leikinn. „Það var þá sem, fyrir slysni, að við áttuðum okkur á því að sýnið sem innihélt gúmmíkurlið, geymdi svarið,“ sagði Eriksson. Ákvörðun var tekin um að loka Lilleström höllinni um óákveðin tíma. Höllin er með glænýtt gervigras sem var sett á völlinn í janúar síðastliðnum. „Þetta er fyrirbyggjandi ráðstöfun til að tryggja það að engir íþróttamenn eigi hættu á því að falla á lyfjaprófi vegna þessa,“ sagði í yfirlýsingu frá Lilleström. Norski boltinn Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Fótbolti Fleiri fréttir Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Í beinni: Pólland - Svíþjóð | Sænsku stelpurnar eygja átta liða úrslitin Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Sjá meira
Athygli vakti þegar fjölmargir leikmenn féllu á lyfjaprófi á dögunum sem var tekið eftir leik Lilleström og Íslendingaliðsins Vålerenga í norsku kvennadeildinni í fótbolta. Nú er málið að skýrast betur og hefur farið í óvænta átt. Átta leikmenn féllu á lyfjaprófi sem var tekið eftir leikinn og nú hefur norska knattspyrnusambandið staðfest það að ástæðan sé gúmmíkurlið í gervigrasinu. Íslenska landsliðkonan Sædís Rún Heiðarsdóttir spilar með Vålerenga en það var aldrei gefið upp hvaða leikmenn liðsins hafi fallið á þessu lyfjaprófi. Þær eru nú allar komnar með skýringu á af hverju ólöglega efnið fannst í þeirra sýni. Norska ríkisútvarpið segir frá því að gervigrasvellinun í Lilleström hafi verið lokað ótímabundið á meðan ítarlegri rannsókn fer fram. „Við tókum sýni, bæði úr búningsklefanum sem og af vellinum sjálfum Þau voru síðan send til rannsóknar. Meðal þessa sem var rannsakað var þetta gúmmíkurl. Í því sýni fannst efnið DMBA sem hafði greinst í sýnum viðkomandi leikmanna, sagði Åse Kjustad Eriksson, yfirmaður Lyfjaeftirlits Noregs. Lyfjaeftirlitið hafði notað útilokunaraðferðina til að komast að réttri niðurstöðu. Þeir skoðuðu náið mataræði leikmanna og hvaða fæðubótarefni þær neyttu í aðdraganda leiksins. Þeir skoruðu síðan alla staðina þar sem leikmennirnir eyddu tíma í kringum leikinn. „Það var þá sem, fyrir slysni, að við áttuðum okkur á því að sýnið sem innihélt gúmmíkurlið, geymdi svarið,“ sagði Eriksson. Ákvörðun var tekin um að loka Lilleström höllinni um óákveðin tíma. Höllin er með glænýtt gervigras sem var sett á völlinn í janúar síðastliðnum. „Þetta er fyrirbyggjandi ráðstöfun til að tryggja það að engir íþróttamenn eigi hættu á því að falla á lyfjaprófi vegna þessa,“ sagði í yfirlýsingu frá Lilleström.
Norski boltinn Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Fótbolti Fleiri fréttir Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Í beinni: Pólland - Svíþjóð | Sænsku stelpurnar eygja átta liða úrslitin Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Sjá meira