Fótbolti

Ingibjörg: Þetta er ömur­legt

Árni Jóhannsson skrifar
Ingibjörg var skiljanlega svekkt og í uppnámi eftir tap kvöldsins gegn Sviss á EM sem gerir út um möguleika Íslands á mótinu
Ingibjörg var skiljanlega svekkt og í uppnámi eftir tap kvöldsins gegn Sviss á EM sem gerir út um möguleika Íslands á mótinu Vísir

Tap íslenska kvennalandsliðsins gegn Sviss í Bern fyrr í kvöld var einstaklega sárt. Leikurinn endaði með 2-0 sigri heimakvenna og íslenska landsliðið því ekki á leiðinni upp úr riðlinum. Ingibjörg Sigurðardóttir þurfti að berjast við tárin í viðtali eftir leik.

„Ótrúlega mikil vonbrigði“, var það fyrsta sem Ingibjörg sagði við Sindra Sverrisson í viðtali eftir leik.

Um fyrra mark Sviss, sem var algjört kjaftshögg sagði Ingibjörg.

„Þetta var mjög pirrandi mark. Svo eru það bara ákvarðanatökur og gæði og hlutir sem við erum og höfum átt í erfiðleikum með. Svona gerist, við erum að reyna að og þá koma upp svona mörk og við þurfum að taka á þessu betur og verjast betur.“

Tilfinningarnar tóku síðan yfir hjá Ingibjörgu þegar spurt var út í andann í hópnum eftir leikinn. Vonbrigðin eru sár og væntingarnar miklar fyrir mót.

„Andinn er bara ekki góður. Það var ótrúlega mikil vinna sem fer í þetta, mikill vilji hjá liðinu. Þetta er ömurlegt.“

Um framhaldið sem er einn leikur í viðbót gegn Noregi þá talaði Ingibjörg um að spila upp á stoltið.

„Við ætlum ekki að fara stigalaus í gegnum þetta. við áttum að vinna Noreg í Þjóðardeildinni og ætlum að vinna þær núna. Það kemur ekkert annað til greina.“

Viðtalið má heyra í heild sinni í meðfylgjandi myndbandi.

Klippa: Ingibjörg gat ekki haldið aftur af tárunum

Tengdar fréttir

„Margt sem við hefðum getað gert betur“

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir 2-0 tap gegn Sviss í kvöld þegar hún ræddi við Aron Guðmundsson, blaðamann Vísis, skömmu eftir leik.

Einkunnir Íslands: Fátt að frétta

Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins voru misgóðir í slæmu 2-0 tapi fyrir Sviss í öðrum leik liðsins á EM kvenna í fótbolta. Ísland er úr leik á mótinu.

Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar

Svisslendingar skipuðu boltasæki á Wankdorf-vellinum í Bern að fjarlægja handklæði sem Sveindís Jane Jónsdóttir hafði notað til að þurrka boltann fyrir löng innköst sín.

„Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“

„Eðlilega er ég, leikmenn og allir í kringum liðið þungir yfir þessu,“ sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í Bern í kvöld, eftir að ljóst varð að Ísland kæmist ekki upp úr sínum riðli á EM kvenna í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×