Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Íþróttadeild Sýnar skrifar 6. júlí 2025 21:06 Sandra María Jessen var öflug í kvöld en fékk litla aðstoð. Leiting Gao/BSR Agency/Getty Images Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins voru misgóðir í slæmu 2-0 tapi fyrir Sviss í öðrum leik liðsins á EM kvenna í fótbolta. Ísland er úr leik á mótinu. Úrslitin eru augljóslega mikil vonbrigði fyrir íslenska liðið sem fellur úr leik á mótinu. Tvö mörk Svisslendinga seint í síðari hálfleik innsigluðu örlög liðsins sem bíður enn sigurs á Evrópumóti frá árinu 2013. Glódís Perla var best íslensku leikmannana í kvöld og Sandra María Jessen var einnig öflug en einmana fremst á vellinum. Einkunnir liðsins má sjá að neðan. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður [6] Öryggið uppmálað í sínum aðgerðum. Reyndi ekkert gríðarlega mikið á hana en sinnti sínu vel þegar á þurfti að halda. Gat lítið gert í góðri afgreiðslu af stuttu færi. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður [5] Fer meidd af velli eftir rúmlega hálftímaleik og tókst ekki að setja mark sitt á leikinn. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [6] Búin að ná sér af veikindunum og leiddi íslenska liðið í dag. Munar mikið um að hafa einn besta varnarmann heims í liðinu, bæði gæðanna og leiðtogahæfileikanna vegna. En það dugði skammt. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður [5] Fékk gult snemma leiks og maður óttaðist aðeins stöðuna. Komst nokkuð vel frá sínu og vörn íslenska liðsins hélt vel. Átti skot í slá snemma leiks en leikurinn hefði farið á annan veg væri boltinn örlítið neðar. Létur spila sig út í marki Svisslendinga. Guðrún Arnardóttir, vinstri bakvörður [6] Færist yfir í hægri bakvörð eftir meiðsli Guðnýjar. Sinnti sínu varnarlega en uppspilið ekkert stórkostlegt. Erfitt þó að setja út á varnarmenn Íslands hvað uppspilið varðar þegar uppleggið er greinilega að þeir sparki langt. Átti stórkostlega tæklingu og bjargaði marki undir lokin. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður [5] Komst ekki nægilega mikið í boltann en gerði sitt vel þegar reyndi á. Fulllangir kaflar þar sem miðjumenn Íslands komast ekki í boltann vegna uppleggsins. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður [4] Svipað og með Alexöndru. Var dugleg og gerði sitt, en þurfti oft að fylgjast með löngum boltum fara yfir sig eða framhjá sér beint upp í efstu línu. Missir boltann klaufalega í marki Svisslendinga og gefur þeim aftur skyndisókn seinna í leiknum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður [5] Fékk dauðafæri á 73. mínútu eftir langt innkast Sveindísar Jane en hitti boltann ekki. Skapaði ekki mikið og var mismikið í boltanum líkt og aðrir miðjumenn Íslands. Agla María Albertsdóttir, hægri vængmaður [4] Kom inn í byrjunarliðið fyrir Hlín en komst ekki í mikinn takt við leikinn. Var lítið í boltanum og skapaði ekki mikið fram á við. Sandra María Jessen, framherji [6] - Maður leiksins Dugleg í pressunni og sinnti sínu vel í fremstu línu. Dugleg að elta langa bolta sem fóru hist og her. Fítonskraftur í Söndru sem smitaði út frá sér, lagði meira í þennan leik en flestir í íslenska liðinu. Ein og yfirgefin stóran hluta leiksins en hélt alltaf áfram og skilaði heldur betur sínu í kvöld en vantaði upp á aðstoðina við hana. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri vængmaður [4] Þurfti að sinna mikilli varnarvinnu við að elta Iman Beney í hvert einasta sinn sem hún fór upp. Virtist þá vanta upp á kraftinn sóknarlega á móti. Kom ekki nægilega mikið út úr henni í kvöld. Varamenn: Sædís Rún Heiðarsdóttir kom inn á fyrir Guðnýju Árnadóttur á 33. mínútu. [5] Gerði sitt í bakverðinum en engin stjörnuframmistaða. Stóð fyrir sínu stærstan part. Hafrún Rakel Halldórsdóttir kom inn á fyrir Öglu Maríu Albertsdóttur á 67 . mínútu. [5] Kom inn af krafti og ógnaði meira en Agla María hafði gert á 67 mínútum þar á undan. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Sjá meira
Úrslitin eru augljóslega mikil vonbrigði fyrir íslenska liðið sem fellur úr leik á mótinu. Tvö mörk Svisslendinga seint í síðari hálfleik innsigluðu örlög liðsins sem bíður enn sigurs á Evrópumóti frá árinu 2013. Glódís Perla var best íslensku leikmannana í kvöld og Sandra María Jessen var einnig öflug en einmana fremst á vellinum. Einkunnir liðsins má sjá að neðan. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður [6] Öryggið uppmálað í sínum aðgerðum. Reyndi ekkert gríðarlega mikið á hana en sinnti sínu vel þegar á þurfti að halda. Gat lítið gert í góðri afgreiðslu af stuttu færi. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður [5] Fer meidd af velli eftir rúmlega hálftímaleik og tókst ekki að setja mark sitt á leikinn. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [6] Búin að ná sér af veikindunum og leiddi íslenska liðið í dag. Munar mikið um að hafa einn besta varnarmann heims í liðinu, bæði gæðanna og leiðtogahæfileikanna vegna. En það dugði skammt. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður [5] Fékk gult snemma leiks og maður óttaðist aðeins stöðuna. Komst nokkuð vel frá sínu og vörn íslenska liðsins hélt vel. Átti skot í slá snemma leiks en leikurinn hefði farið á annan veg væri boltinn örlítið neðar. Létur spila sig út í marki Svisslendinga. Guðrún Arnardóttir, vinstri bakvörður [6] Færist yfir í hægri bakvörð eftir meiðsli Guðnýjar. Sinnti sínu varnarlega en uppspilið ekkert stórkostlegt. Erfitt þó að setja út á varnarmenn Íslands hvað uppspilið varðar þegar uppleggið er greinilega að þeir sparki langt. Átti stórkostlega tæklingu og bjargaði marki undir lokin. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður [5] Komst ekki nægilega mikið í boltann en gerði sitt vel þegar reyndi á. Fulllangir kaflar þar sem miðjumenn Íslands komast ekki í boltann vegna uppleggsins. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður [4] Svipað og með Alexöndru. Var dugleg og gerði sitt, en þurfti oft að fylgjast með löngum boltum fara yfir sig eða framhjá sér beint upp í efstu línu. Missir boltann klaufalega í marki Svisslendinga og gefur þeim aftur skyndisókn seinna í leiknum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður [5] Fékk dauðafæri á 73. mínútu eftir langt innkast Sveindísar Jane en hitti boltann ekki. Skapaði ekki mikið og var mismikið í boltanum líkt og aðrir miðjumenn Íslands. Agla María Albertsdóttir, hægri vængmaður [4] Kom inn í byrjunarliðið fyrir Hlín en komst ekki í mikinn takt við leikinn. Var lítið í boltanum og skapaði ekki mikið fram á við. Sandra María Jessen, framherji [6] - Maður leiksins Dugleg í pressunni og sinnti sínu vel í fremstu línu. Dugleg að elta langa bolta sem fóru hist og her. Fítonskraftur í Söndru sem smitaði út frá sér, lagði meira í þennan leik en flestir í íslenska liðinu. Ein og yfirgefin stóran hluta leiksins en hélt alltaf áfram og skilaði heldur betur sínu í kvöld en vantaði upp á aðstoðina við hana. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri vængmaður [4] Þurfti að sinna mikilli varnarvinnu við að elta Iman Beney í hvert einasta sinn sem hún fór upp. Virtist þá vanta upp á kraftinn sóknarlega á móti. Kom ekki nægilega mikið út úr henni í kvöld. Varamenn: Sædís Rún Heiðarsdóttir kom inn á fyrir Guðnýju Árnadóttur á 33. mínútu. [5] Gerði sitt í bakverðinum en engin stjörnuframmistaða. Stóð fyrir sínu stærstan part. Hafrún Rakel Halldórsdóttir kom inn á fyrir Öglu Maríu Albertsdóttur á 67 . mínútu. [5] Kom inn af krafti og ógnaði meira en Agla María hafði gert á 67 mínútum þar á undan.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Sjá meira