Fótbolti

Ís­land mætir óslípuðum demanti í kvöld

Aron Guðmundsson skrifar
Syd­n­ey Scher­t­en­lei­b er á mála hjá spænska stórveldinu Barcelona og í landsliði Sviss sem tekur á móti Íslandi í Bern í kvöld
Syd­n­ey Scher­t­en­lei­b er á mála hjá spænska stórveldinu Barcelona og í landsliði Sviss sem tekur á móti Íslandi í Bern í kvöld Vísir/Getty

Ís­land mætir Sviss í annarri um­ferð riðla­keppni EM í fót­bolta í Bern í kvöld. Þýðingar­mikill leikur fyrir bæði lið og innan raða Sviss­lendinga er einn mest spennandi leik­maður kvenna­boltans sem er á mála hjá Barcelona og átti eftir­minni­lega inn­komu í Meistara­deildinni á síðasta tíma­bili.

Syd­n­ey Scher­t­en­lei­b heitir leik­maðurinn og er hún aðeins átján ára gömul. Þeir sem þekkja til segja hana var framtíðar kandídata í að vinna gull­knöttinn svo­kallaða, verð­laun sem eru veitt besta leik­manni í heimi í karla- og kvenna­flokki ár hvert.

Scher­t­en­lei­b sló fyrst í gegn aðeins sex­tán ára gömul með undir 17 ára liði Sviss á EM þar sem að liðið fór alla leið í undanúr­slit. Með frammistöðu sinni þar komst hún á radar stór­liða í Evrópu, eitt þeirra var spænska stór­veldið Barcelona sem náði á endanum að kló­festa Syd­n­ey.

Þrátt fyrir að hafa nú þegar geta sýnt fram á snilli sína er hún enn það sem margir kalla óslípaður demantur. Syd­n­ey er fjöl­hæfur miðju­maður sem er einnig afar öflug í kant­manns stöðunni.

Þremur mínútum eftir að hafa komið inn á gegn þýska stór­liðinu Wolfs­burg í átta liða úr­slitum Meistara­deildarinnar sýndi Syd­n­ey hvers getur verið að vænta af henni reglu­lega með félags- og lands­liði er hún fór fram hjá varnar­manni Wolfs­burg og smurði boltann í fjær­hornið, í slánna og inn.

Ekki er víst hvort að Syd­n­ey springi al­menni­lega út á yfir­standandi Evrópumóti en ljóst er að þetta er leik­maður sem verður að taka al­var­lega, leik­maður sem býr yfir miklum gæðum þó ung sé að árum.

Leikur Ís­lands og Sviss á EM kvenna í fót­bolta hefst klukkan sjö á Wankdorf leik­vanginum í Bern í kvöld og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Alla um­fjöllun íþrótta­deildar Vísis og Sýnar má finna með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×