Fótbolti

Upp­selt á leik Ís­lands á EM í kvöld

Aron Guðmundsson skrifar
Sveindís Jane Jónsdóttir og Guðný Árnadóttir á EM 2025.
Sveindís Jane Jónsdóttir og Guðný Árnadóttir á EM 2025. Getty/Florencia Tan Jun

Uppselt er á leik Íslands og Sviss á EM kvenna í fótbolta á Wankdorf leikvanginum í Bern í kvöld. Búist er við um tvö þúsund íslenskum stuðningsmönnum.

Það þýðir að um 29.800 manns munu fylla leikvanginn, þar af er búist við um tvö þúsund stuðningsmönnum Íslands.

Leikurinn er afar mikilvægur fyrir bæði lið upp á framhaldið í A-riðlinum að gera en þau töpuðu bæði fyrstu leikjum sínum á EM á dögunum.

Mínútuþögn verður fyrir leik þar sem minnst verður bræðranna Diogo Jota, leikmanns Liverpool og André sem létust í bílslysi á dögunum. 

Leikur Íslands og Sviss hefst klukkan sjö í kvöld og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan má finna alla umfjöllun íþróttadeildar Vísis og Sýnar um EM kvenna í fótbolta. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×