Fótbolti

Real Madrid af­greiddi Dort­mund að mestu í fyrri hálf­leik

Siggeir Ævarsson skrifar
Fran Garcia fagnar marki sínu í kvöld
Fran Garcia fagnar marki sínu í kvöld Vísir/Getty

Real Madrid er komið í undanúrslit heimsmeistaramóts félagsliða eftir 3-2 sigur á Dortmund í kvöld.

Þeir Gonzalo Garcia og Fran Garcia komu Real í 2-0 með mörkum á 10. og 20. mínútu og lengi vel leit út fyrir að það yrði einu mörk leiksins.

Dortmund komst lítt áleiðis gegn þéttri miðju Madrídinga en í uppbótartíma seinni hálfleiks dró heldur betur til tíðinda. Fimm mínútum var bætt við og varamaðurinn Maximilian Beier minnkaði muninn í 2-1 á 93. mínútu. Annar varmaður, Kylian Mbappe, svaraði þó fljótt með glæsilegu marki og staðan orðin 3-1 með 94 mínútur á klukkunni og öruggur sigur Real Madrid virtist í höfn.

Dramatíkinni lauk þó ekki þar heldur fékk Dortmund vítaspyrnu og Dean Huijsen rautt spjald. Serhou Guirassy skoraði af öryggi úr spyrnunni en þá voru komnar 98 mínútur á klukkuna og tíminn hlaupinn frá Þjóðverjum.

Lokatölur 3-2 en sigur Real engu að síður nokkuð þægilegur og þannig séð öruggur þrátt fyrir smá hasar í uppbótartíma. 

Real Madrid mætir PSG í undanúrslitum þann 9. júlí næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×