Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Aron Guðmundsson skrifar 5. júlí 2025 12:30 Þjarmað var að Andries Jonker, landsliðsþjálfara Hollands, á blaðamannafundi í gær Vísir/Getty Það má með sanni segja að vegferð hollenska landsliðsins á Evrópumótinu í Sviss fari ekki rólega af stað. Hollenskur blaðamaður sakaði í gær þjálfara liðsins um að trufla þátttöku Hollands á mótinu eftir ummæli í hlaðvarpsþætti ytra. Hollenska knattspyrnusambandið hafði gefið það út í janúar fyrr á þessu ári að samningur landsliðsþjálfarans Andries Jonker yrði ekki framlengdur eftir Evrópumótið í Sviss og að leikir Hollands á mótinu yrðu þá síðustu leikir þess undir stjórn Jonker. Í hlaðvarpsþætti sem að Jonker fór í á dögunum sagðist hann hafa íhugað að hætta sem landsliðsþjálfari Hollands fyrir EM en Holland mætir Wales í fyrstu umferð D-riðils í dag. Enn fremur sagðist Jonker þar efast um áhrif sín innan liðsins sem og stuðninginn í sinn garð. Óhætt er að segja að hollenska pressan hafi þjarmað að Jonker á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Wales í gær og ásakaði blaðamaður De Telegraaf, Jonker um að búa til brúðuleikhús (e.puppet show) þar sem að allt snerist um hann en ekki leikmenn hollenska landsliðsins. Jonker lét blaðamanninn heyra það á móti. „Þessar konur hafa lagt allt í sölurnar til þess að vera hér á EM í Sviss. Allt. Það höfum við gert saman. Þið eruð hér í dag vegna okkar. Þessara kvenna. Konungsfjölskyldan verður á fyrsta leiknum og þú dirfist til að kalla þetta brúðuleikhús. Ef þú telur þetta vera brúðuleikhús þá verður það bara að vera þín skoðun. Þú ert að móðga leikmennina. Ég hef aldrei séð þig á æfingum okkar og þú ert síðan að spyrja mína leikmenn hvort þeir haldi að þetta verði brúðuleikhús.“ Jonker hefur verið landsliðsþjálfari hollenska landsliðsins frá árinu 2022. Undir hans stjórn komst hollenska landsliðið í átta liða úrslit HM árið 2023. Nú er liðið í dauðariðli EM með Englandi, Frakklandi og Wales en aðeins tvö þessara liða komast áfram í átta liða úrslit mótsins. Jonker mun mæta eftirmanni sínum í starfi á EM því Arjan Veurink, aðstoðarþjálfari enska landsliðsins, tekur við starfi landsliðsþjálfara Hollands eftir EM. EM 2025 í Sviss Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Sjá meira
Hollenska knattspyrnusambandið hafði gefið það út í janúar fyrr á þessu ári að samningur landsliðsþjálfarans Andries Jonker yrði ekki framlengdur eftir Evrópumótið í Sviss og að leikir Hollands á mótinu yrðu þá síðustu leikir þess undir stjórn Jonker. Í hlaðvarpsþætti sem að Jonker fór í á dögunum sagðist hann hafa íhugað að hætta sem landsliðsþjálfari Hollands fyrir EM en Holland mætir Wales í fyrstu umferð D-riðils í dag. Enn fremur sagðist Jonker þar efast um áhrif sín innan liðsins sem og stuðninginn í sinn garð. Óhætt er að segja að hollenska pressan hafi þjarmað að Jonker á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Wales í gær og ásakaði blaðamaður De Telegraaf, Jonker um að búa til brúðuleikhús (e.puppet show) þar sem að allt snerist um hann en ekki leikmenn hollenska landsliðsins. Jonker lét blaðamanninn heyra það á móti. „Þessar konur hafa lagt allt í sölurnar til þess að vera hér á EM í Sviss. Allt. Það höfum við gert saman. Þið eruð hér í dag vegna okkar. Þessara kvenna. Konungsfjölskyldan verður á fyrsta leiknum og þú dirfist til að kalla þetta brúðuleikhús. Ef þú telur þetta vera brúðuleikhús þá verður það bara að vera þín skoðun. Þú ert að móðga leikmennina. Ég hef aldrei séð þig á æfingum okkar og þú ert síðan að spyrja mína leikmenn hvort þeir haldi að þetta verði brúðuleikhús.“ Jonker hefur verið landsliðsþjálfari hollenska landsliðsins frá árinu 2022. Undir hans stjórn komst hollenska landsliðið í átta liða úrslit HM árið 2023. Nú er liðið í dauðariðli EM með Englandi, Frakklandi og Wales en aðeins tvö þessara liða komast áfram í átta liða úrslit mótsins. Jonker mun mæta eftirmanni sínum í starfi á EM því Arjan Veurink, aðstoðarþjálfari enska landsliðsins, tekur við starfi landsliðsþjálfara Hollands eftir EM.
EM 2025 í Sviss Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Sjá meira