Innlent

Nýtt banka­ráð Seðla­bankans skipað

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Nýtt bankaráð Seðlabanka Íslands.
Nýtt bankaráð Seðlabanka Íslands. Seðlabankinn

Alþingi kaus nýtt bankaráð Seðlabanka Íslands 18. júní síðastliðinn. Á fyrsta fundi ráðsins 25. júní var Bolli Héðinsson kosinn formaður ráðsins og Gylfi Zoëga kosinn varaformaður.

Frá þessu er greint í tilkynningu Seðlanbankans en aðalfulltrúar í bankaráði eru:

  • Bolli Héðinsson
  • Gylfi Zoëga
  • Guðrún Johnsen
  • Oddný Árnadóttir
  • Birgir Ármannsson
  • Ólafur Ísleifsson
  • Arnar Bjarnason

Varafulltrúar í bankaráði eru:

  • Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
  • Katrín Ólafsdóttir
  • Katrín Viktoría Leiva
  • Teitur Björn Einarsson
  • Bessí Þóra Jónsdóttir
  • Aðalheiður Sigursveinsdóttir

Enn á eftir að skipa einn varamann í ráðið.

Samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands skal kjósa bankaráð að loknum kosningum til Alþingis. Bankaráð skipa sjö fullt´ruar kjörnir hlutbundinni kosningu af Alþingi ásamt jafnmörgum til vara. Bankaráð velur formann og varaformann úr eigin röðum.

Bankaráð hefur eftirlit með því að Seðlabanki Íslands starfi í samræmi við lög sem um starfsemina gilda.

Meira um starfsemi bankaráðs hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×