Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. júlí 2025 13:02 Stemmningin var mikil á tónleikunum í Moskvu þá 12. og 13. ágúst árið 1989. Getty/Koh Hasebe Lagið Wind of Change með vesturþýsku rokkhljómsveitinni Scorpions hefur frá útgáfu þess árið 1990 verið talið óður til frelsis og táknrænn hljómur falls járntjaldsins. En sú samsæriskenning hefur sprottið fram á síðari árum að vestrænar leyniþjónustur hafi í raun samið lagið með það að markmiði að fella Sovétríkin. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Skuggavaldið rekja prófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir þessa stórmerkilegu og óvenjulegu sögu, þar sem kalda stríðið, rokkstjörnur og dularfullar leyniherferðir fléttast saman í spennandi vef. Í ágúst 1989 stigu Scorpions á svið á Lenínsleikvanginum í Moskvu ásamt rokkhetjum á borð við Bon Jovi, Mötle Crüe og Ozzy Osbourne. Tónleikarnir, Moscow Music Peace Festival, voru á sínum tíma taldir tákn um þíðu í samskiptum austurs og vesturs og voru í raun fordæmalaus menningarleg sprenging í landi þar sem þungarokk hafði fram að því verið á bannlista. Þúsundir ungra Sovétborgara klæddir leðurjökkum og gallabuxum tóku á móti óvæntum frelsisboðum með opnum örmum. Söngvari Scorpions, Klaus Meine, sagði síðar að hann hefði í lok kvölds gengið hugsi meðfram Moskvuánni og fundið fyrir „töfrum“ í loftinu, innblæstri sem varð að Wind of Change. Þegar lagið kom út ári síðar varð það nánast óopinber þjóðsöngur nýrrar Evrópu, spilað í útvarpi og á torgum þar sem múrar hrundu og nýtt tímabil hófst. Lagið náði gríðarlegum vinsældum um allan Vestrænan heim og er ein mest selda smáskífa allra tíma. En vinsældir og mikilvægi lagsins í Austur Evrópu voru slíkar að enn í dag eru góðar líkur á því að þú heyrir lagið í leigubíl í Póllandi eða á hárgreiðslustofu í Tékklandi. En í hljóði tóku sögusagnir að malla. Úr ranni CIA var því hvíslað að bandaríska rannsóknarblaðamanninum Patrick Radden Keefe að lagið væri í raun smíðað af leyniþjónustunni og það væri í raun vandlega úthugsað vopn í hugmyndabaráttu kalda stríðsins. Þegar Keefe spurði leyniþjónustuna beint út í málið, fékk hann hið dularfulla svar sem jafnan fyllir efasemdarmenn eldmóði: „We can neither confirm nor deny…“ Eins og Eiríkur og Hulda rekja í þættinum var jarðvegur grunsemdanna frjór. Hátíðin í Moskvu var á vegum Doc McGhee, umdeilds bandarísks tónleikahaldara sem hafði áður verið sakaður um umfangsmikið eiturlyfjasmygl frá Suður-Ameríku en slapp við fangelsi eftir dómssátt. Að ímynda sér að hann hafi átt í tengslum við njósnir var því ekki algjörlega fráleitt. Fjallað var um kenninguna í hlaðvarpsseríunni Wind of Change, sem kom fram árið 2020, sem naut mikilla vinsælda. En er það trúverðugt að CIA hafi pantað slagara hjá þýsku rokkbandi til að sigra heimsveldi? Eða er þetta einfaldlega enn ein goðsögnin sem verður til þegar söguleg umskipti eru svo stór og dramatísk að fólki reynist ómögulegt að trúa því að enginn leynilegur aðili hafi komið þar nærri? Skuggavaldið kryfur málið í þætti sem nú er aðgengilegur í helstu hlaðvarpsveitum. Skuggavaldið Kalda stríðið Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira
Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Skuggavaldið rekja prófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir þessa stórmerkilegu og óvenjulegu sögu, þar sem kalda stríðið, rokkstjörnur og dularfullar leyniherferðir fléttast saman í spennandi vef. Í ágúst 1989 stigu Scorpions á svið á Lenínsleikvanginum í Moskvu ásamt rokkhetjum á borð við Bon Jovi, Mötle Crüe og Ozzy Osbourne. Tónleikarnir, Moscow Music Peace Festival, voru á sínum tíma taldir tákn um þíðu í samskiptum austurs og vesturs og voru í raun fordæmalaus menningarleg sprenging í landi þar sem þungarokk hafði fram að því verið á bannlista. Þúsundir ungra Sovétborgara klæddir leðurjökkum og gallabuxum tóku á móti óvæntum frelsisboðum með opnum örmum. Söngvari Scorpions, Klaus Meine, sagði síðar að hann hefði í lok kvölds gengið hugsi meðfram Moskvuánni og fundið fyrir „töfrum“ í loftinu, innblæstri sem varð að Wind of Change. Þegar lagið kom út ári síðar varð það nánast óopinber þjóðsöngur nýrrar Evrópu, spilað í útvarpi og á torgum þar sem múrar hrundu og nýtt tímabil hófst. Lagið náði gríðarlegum vinsældum um allan Vestrænan heim og er ein mest selda smáskífa allra tíma. En vinsældir og mikilvægi lagsins í Austur Evrópu voru slíkar að enn í dag eru góðar líkur á því að þú heyrir lagið í leigubíl í Póllandi eða á hárgreiðslustofu í Tékklandi. En í hljóði tóku sögusagnir að malla. Úr ranni CIA var því hvíslað að bandaríska rannsóknarblaðamanninum Patrick Radden Keefe að lagið væri í raun smíðað af leyniþjónustunni og það væri í raun vandlega úthugsað vopn í hugmyndabaráttu kalda stríðsins. Þegar Keefe spurði leyniþjónustuna beint út í málið, fékk hann hið dularfulla svar sem jafnan fyllir efasemdarmenn eldmóði: „We can neither confirm nor deny…“ Eins og Eiríkur og Hulda rekja í þættinum var jarðvegur grunsemdanna frjór. Hátíðin í Moskvu var á vegum Doc McGhee, umdeilds bandarísks tónleikahaldara sem hafði áður verið sakaður um umfangsmikið eiturlyfjasmygl frá Suður-Ameríku en slapp við fangelsi eftir dómssátt. Að ímynda sér að hann hafi átt í tengslum við njósnir var því ekki algjörlega fráleitt. Fjallað var um kenninguna í hlaðvarpsseríunni Wind of Change, sem kom fram árið 2020, sem naut mikilla vinsælda. En er það trúverðugt að CIA hafi pantað slagara hjá þýsku rokkbandi til að sigra heimsveldi? Eða er þetta einfaldlega enn ein goðsögnin sem verður til þegar söguleg umskipti eru svo stór og dramatísk að fólki reynist ómögulegt að trúa því að enginn leynilegur aðili hafi komið þar nærri? Skuggavaldið kryfur málið í þætti sem nú er aðgengilegur í helstu hlaðvarpsveitum.
Skuggavaldið Kalda stríðið Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira