Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. júlí 2025 18:41 Össur Skarphéðinsson sparar gjarnan ekki stóru orðin. Vísir/Vilhelm Össur Skarphéðinsson segir að framámenn í sögu Sjálfstæðisflokksins á borð við Ólaf Thors og Bjarna Benediktsson eldri myndu líklega snúa sér við í kaldri gröf mættu eyru þeirra og augu nema hvernig arftakar þeirra fara höndum um lýðræðið. Össur, sem stingur iðulega niður penna á samfélagsmiðlum til að fjalla um íslensk stjórnmál — ekki síður ef þau varða Sjálfstæðisflokkinn — skrifar nú í færslu að sjálfstæðismenn séu í „sorgarferli eftir að hafa ekki lengur nein völd og skipta ekki lengur máli, hvorki við stjórn landsins né Reykjavíkurborgar.“ Flumbrugangur formanns Bendir hann þar á dræmar niðurstöður sem flokkurinn horfir upp á í skoðanakönnunum, nú síðast í könnun Gallúp þar sem flokkurinn mælist með 20,6 prósenta fylgi. Össur segir Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann Sjálfstæðismanna, ekki vita sitt rjúkandi ráð og virðast engu ráða. Guðrún hefur verið formaður flokksins frá því á landsfundi í febrúar þegar hún bar sigur úr býtum gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdótur. „Hún hefur ekki einu sinni styrk til að skipta út Hildi [Sverrisdóttur] þingflokksformanni sem sýnir engin merki þess að styðja nýkjörinn formann nema með hangandi hendi - enda úr liði Áslaugar Örnu.“ Í hinni bröttu brekku sorgarinnar virðist alger upplausn ríkja í þingflokknum. „Örvinglaðir þingmenn, sem endranær virtust með réttu ráði, hvæsa froðufellandi að málþófi í veiðigjaldsmálinu muni aldrei linna. Hótanir fljúga þar sem bókstaflega er sagt að þrasað verði út í hið óendanlega í málþófi þangað til sægreifarnir ná sínu fram! Sögulegir risar flokksins, Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson eldri, myndu líklega snúa sér við í kaldri gröf mættu eyru þeirra og augu nema hvernig arftakar þeirra fara höndum um lýðræðið, sem þeim var svo dýrmætt,“ segir Össur. Rantandi konan í kasmírkápunni Hann segir Sjálfstæðisflokkinn standa í dýrkeyptri vörn í þágu sægreifanna. Hún hafi kostað flokkinn tiltrú og fylgi og einangrað hann frá þjóðinni. Samhliða segir Össur varðgæsluna fyrrnefndu hafa einangrað formanninn frá þingflokknum sem hafi enga trú á þeirri stjórnlist sem hann segir þröngvaða upp á flokkinn af Hildi Sverrisdóttur og Jóni Gunnarssyni, í nánu samstarfi við Heðrúnu Lind Marteinsdóttur framkvæmdastjóra „sægreifasamtakanna,“ betur þekktra sem SFS. „Um leið eru málflutningur og skrípalæti þingmanna Sjálfstæðisflokksins á Alþingi á góðri leið með að eyðileggja vígstöðu hans fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta ár. Flokkur sem í heilan vetur og þúsund ræðum gerir ekkert nema verja þrönga sérhagsmuni stórútgerðarinnar missir traust jafnt og þétt,“ skrifar hann og bregður svo upp mynd af Heiðrúnu Lind sem konunni í kasmírkápunni sem ranti í fokdýrum auglýsingum. „Hitt er degi ljósara, að ætli Sjálfstæðisflokkurinn áfram að sækja kasmírlínuna hráa inn á skrifstofur sægreifasamtakanna er líklegt að sprungan, sem hún hefur þegar skapað milli flokks og fylgis, breytist í óyfirstíganlega gjá.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Össur, sem stingur iðulega niður penna á samfélagsmiðlum til að fjalla um íslensk stjórnmál — ekki síður ef þau varða Sjálfstæðisflokkinn — skrifar nú í færslu að sjálfstæðismenn séu í „sorgarferli eftir að hafa ekki lengur nein völd og skipta ekki lengur máli, hvorki við stjórn landsins né Reykjavíkurborgar.“ Flumbrugangur formanns Bendir hann þar á dræmar niðurstöður sem flokkurinn horfir upp á í skoðanakönnunum, nú síðast í könnun Gallúp þar sem flokkurinn mælist með 20,6 prósenta fylgi. Össur segir Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann Sjálfstæðismanna, ekki vita sitt rjúkandi ráð og virðast engu ráða. Guðrún hefur verið formaður flokksins frá því á landsfundi í febrúar þegar hún bar sigur úr býtum gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdótur. „Hún hefur ekki einu sinni styrk til að skipta út Hildi [Sverrisdóttur] þingflokksformanni sem sýnir engin merki þess að styðja nýkjörinn formann nema með hangandi hendi - enda úr liði Áslaugar Örnu.“ Í hinni bröttu brekku sorgarinnar virðist alger upplausn ríkja í þingflokknum. „Örvinglaðir þingmenn, sem endranær virtust með réttu ráði, hvæsa froðufellandi að málþófi í veiðigjaldsmálinu muni aldrei linna. Hótanir fljúga þar sem bókstaflega er sagt að þrasað verði út í hið óendanlega í málþófi þangað til sægreifarnir ná sínu fram! Sögulegir risar flokksins, Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson eldri, myndu líklega snúa sér við í kaldri gröf mættu eyru þeirra og augu nema hvernig arftakar þeirra fara höndum um lýðræðið, sem þeim var svo dýrmætt,“ segir Össur. Rantandi konan í kasmírkápunni Hann segir Sjálfstæðisflokkinn standa í dýrkeyptri vörn í þágu sægreifanna. Hún hafi kostað flokkinn tiltrú og fylgi og einangrað hann frá þjóðinni. Samhliða segir Össur varðgæsluna fyrrnefndu hafa einangrað formanninn frá þingflokknum sem hafi enga trú á þeirri stjórnlist sem hann segir þröngvaða upp á flokkinn af Hildi Sverrisdóttur og Jóni Gunnarssyni, í nánu samstarfi við Heðrúnu Lind Marteinsdóttur framkvæmdastjóra „sægreifasamtakanna,“ betur þekktra sem SFS. „Um leið eru málflutningur og skrípalæti þingmanna Sjálfstæðisflokksins á Alþingi á góðri leið með að eyðileggja vígstöðu hans fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta ár. Flokkur sem í heilan vetur og þúsund ræðum gerir ekkert nema verja þrönga sérhagsmuni stórútgerðarinnar missir traust jafnt og þétt,“ skrifar hann og bregður svo upp mynd af Heiðrúnu Lind sem konunni í kasmírkápunni sem ranti í fokdýrum auglýsingum. „Hitt er degi ljósara, að ætli Sjálfstæðisflokkurinn áfram að sækja kasmírlínuna hráa inn á skrifstofur sægreifasamtakanna er líklegt að sprungan, sem hún hefur þegar skapað milli flokks og fylgis, breytist í óyfirstíganlega gjá.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira