Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. júlí 2025 20:05 Ásmundur Ernir og Hlökk en Ásmundur hefur séð um að þjálfa hana síðust ár og hefur náð feiknagóðum árangri með hryssuna á þeim mótum, sem þau hafa keppt á. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hryssan Hlökk er eitt allra efnilegasta hross, sem hefur komið fram hér á landi en hún og knapi hennar, Ásmundur Ernir Snorrason unnu öll helstu verðlaun á Íslandsmóti á Selfossi um helgina. „ Dekurprinsessa“, segir Ásmundur. Keflvíkingurinn Ásmundur Ernir og Hlökk, sem er frá Strandarhöfði í Ásahreppi og er í eigu þeirra Guðmundar Más Stefánssonar og Auðar Margrétar Möller, fóru á kostum á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna á Selfossi um helgina og sópuðu til sín öllum helstu verðlaununum. Fótaburður Hlakkar þykir einstakur en það fór þó illa í töltkeppninni því þá fór skeifa undan hryssunni og þau þurftu því að yfirgefa keppnisvöllinn. Sárt, en svona er þetta stundum, það eru ekki alltaf jólin. „Við urðum Íslandsmeistarar í fjórgang og samanlögðum greinum, sem er tekið út frá forkeppninni í fjórgang og töltgreinunum. Og svo varð ég Íslandsmeistari líka í samanlögðum greinum í fimmgangi,“ segir Ásmundur Ernir stoltur. „Þetta er náttúrulega ofboðslegur gæðingur með mikill hreyfingu og með þessum miklum hreyfingum er búið að taka svolítinn tíma í að byggja upp styrkinn í að geta klárað öll þessu verkefni, sem hún er búin að leysa svo vel núna í ár,“ segir Ásmundur Ernir. En er ekki ótrúlegt hvað hún lyftir hátt þegar hún töltir eða hvað? „Jú, það eru margir, sem halda bara að lappirnar séu að fara að slitna af henni en það er eitthvað alveg ótrúlegt hvað hún getur gert,“ segir Ásmundur. Verðlaunin inn í stofu heima hjá Ásmundi Erni og fjölskyldu, sem komu eftir keppnina á Hlökk á Íslandsmótinu á Selfossi um síðustu helgi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann segir Hlökk mikinn ljúfling. „Ég er kannski búin að búa til svona of mikla „dekurprinsessu“, segir hann hlægjandi. Ekki er vitað á þessum tímapunkti hvort Hlökk keppir á heimsmeistaramót íslenska hestsins í Sviss í næsta mánuði, það mun skýrst á næstu dögum. Heimasætan á Litla Landi, Eva Hrönn, átta ára er mikil hestastelpa og fer stundum á bak á Hlökk. En hvernig hestur er Hlökk? „Hún er mjög hágeng og mjög góð hryssa,“ segir Eva. En hvor er betri á hestum, þú eða pabbi þinn? „Ég“, segir Eva og var fljót til svars. Eva Hrönn Ásmundsdóttir, 8 ára hestastelpa á Litla landi fær stundum að fara á bak á Hlökk en þær eru mjög góðar vinkonur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásahreppur Hestar Dýr Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Keflvíkingurinn Ásmundur Ernir og Hlökk, sem er frá Strandarhöfði í Ásahreppi og er í eigu þeirra Guðmundar Más Stefánssonar og Auðar Margrétar Möller, fóru á kostum á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna á Selfossi um helgina og sópuðu til sín öllum helstu verðlaununum. Fótaburður Hlakkar þykir einstakur en það fór þó illa í töltkeppninni því þá fór skeifa undan hryssunni og þau þurftu því að yfirgefa keppnisvöllinn. Sárt, en svona er þetta stundum, það eru ekki alltaf jólin. „Við urðum Íslandsmeistarar í fjórgang og samanlögðum greinum, sem er tekið út frá forkeppninni í fjórgang og töltgreinunum. Og svo varð ég Íslandsmeistari líka í samanlögðum greinum í fimmgangi,“ segir Ásmundur Ernir stoltur. „Þetta er náttúrulega ofboðslegur gæðingur með mikill hreyfingu og með þessum miklum hreyfingum er búið að taka svolítinn tíma í að byggja upp styrkinn í að geta klárað öll þessu verkefni, sem hún er búin að leysa svo vel núna í ár,“ segir Ásmundur Ernir. En er ekki ótrúlegt hvað hún lyftir hátt þegar hún töltir eða hvað? „Jú, það eru margir, sem halda bara að lappirnar séu að fara að slitna af henni en það er eitthvað alveg ótrúlegt hvað hún getur gert,“ segir Ásmundur. Verðlaunin inn í stofu heima hjá Ásmundi Erni og fjölskyldu, sem komu eftir keppnina á Hlökk á Íslandsmótinu á Selfossi um síðustu helgi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann segir Hlökk mikinn ljúfling. „Ég er kannski búin að búa til svona of mikla „dekurprinsessu“, segir hann hlægjandi. Ekki er vitað á þessum tímapunkti hvort Hlökk keppir á heimsmeistaramót íslenska hestsins í Sviss í næsta mánuði, það mun skýrst á næstu dögum. Heimasætan á Litla Landi, Eva Hrönn, átta ára er mikil hestastelpa og fer stundum á bak á Hlökk. En hvernig hestur er Hlökk? „Hún er mjög hágeng og mjög góð hryssa,“ segir Eva. En hvor er betri á hestum, þú eða pabbi þinn? „Ég“, segir Eva og var fljót til svars. Eva Hrönn Ásmundsdóttir, 8 ára hestastelpa á Litla landi fær stundum að fara á bak á Hlökk en þær eru mjög góðar vinkonur.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ásahreppur Hestar Dýr Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira