„Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. júlí 2025 19:32 Guðjón Bjarni Hálfdánarson, formaður meistaraflokksráðs karla á Selfossi, með Jóni Daða. Vísir/Sigurjón Guðjón Bjarni Hálfdánarson, formaður meistaraflokksráðs karla á Selfossi, segir að sameiginlegt átak bæjarbúa hafi átt þátt í því að fá Jón Daða Böðvarsson aftur heim. Eftir um þrettán ára langan atvinnumannaferil er Jón Daði snúinn aftur í íslenska boltann. Jón hafði úr nokkrum liðum að velja, en kaus að lokum að snúa aftur til uppeldisfélagsins á Selfossi, þar sem hann mun aðstoða liðið í baráttu sinni við að halda sæti sínu í Lengjudeildinni. „Þetta tókst bara með því að sýna honum áhuga,“ sagði Guðjón Bjarni í samtali við Sýn Sport á Selfossi í dag. „Frá því að hann hættir í Bolton og fer þarna til Wrexham og Burton þá er hann búinn að vita af okkar áhuga. Við höfum ekki dregið neinn dul á það að við viljum fá hann og í dag tókst það.“ Selfoss skipti Jón máli og Jón skipti Selfoss máli Eins og áður hefur komið fram var Selfoss ekki eina liðið sem hafði áhuga á því að fá Jón Daða í sínar raðir. Eðlilega svo sem, enda um þaulreyndan atvinnu- og landsliðsmann að ræða. Samkvæmt heimildum Vísis var Víkingur, topplið Bestu-deildarinnar, eitt af þeim liðum sem sýndi Jóni áhuga. „Ég held að þetta byggist bara á gagnkvæmri virðingu. Ég held að Selfoss skipti hann máli og hann skiptir Selfoss máli. Þegar það fer saman þá er það eitthvað sem er til góðs. Ég held að það sé bara ástæðan fyrir því að við erum saman komin hérna í dag að þetta eru bara annars vegar félagið og hins vegar hann, sem eru með einhverja tengingu, og við munum vinna sterkt með það áfram.“ Þá segir Guðjón Bjarni að leikmaður á borð við Jón Daða gefi starfinu á Selfossi gríðarlega mikið. „Við teljum að leikmaður sem er með þann feril sem hann hefur að baki, bæði með félagsliðum og með landsliðinu, hann er uppalinn í félaginu hjá okkur, og hann mun að sjálfsögðu blása eldmóð inn í yngri flokkana. Að horfa á svona fyrirmynd vera að spila á aðalvellinum og vera að æfa á æfingasvæðinu. Svona leikmaður smitar bara út frá sér. Hann hefur líka þann karakter að hann gefur af sér. Hann er ekki fráhrindandi og ég held að iðkendur sem munu vera á vallarsvæðinu, sem er alltaf iðandi af lífi, munu njóta þess að hafa hann í kringum sig og hann muni smita þannig til þeirra.“ Ætla sér aftur meðal þeirra bestu Guðjón segir einnig að heimkoma Jóns Daða sé eitt skref í átt að því að koma Selfyssingum aftur í fremstu röð, en félagið hefur ekki leikið í efstu deild karla frá því árið 2012. Það ár lék Jón Daði einmitt síðast með Selfyssingum. „Við erum að horfa á það og leggja upp með framtíðarsýn fyrir félagið. Að sjálfsögðu er svona samningur við leikmann eins og Jón Daða stórt fyrir okkur í þeirri vegferð,“ sagði Guðjón Bjarni. „Við bindum bara vonir við það og við lögðum af stað á ákveðinn hátt. Við erum enn þá á þeirri braut og brautin er enn þá bein fyrir framan okkur. Við munum ekkert slá af gjöfinni til að koma okkur í fremstu röð á nýjan leik.“ Sameiginlegt átak Að lokum var Guðjón Bjarni spurður út í peningahliðina á félagaskiptunum, enda spyrja sig ábyggilega margir að því hvernig lið sem situr í fallsæti Lengjudeildarinnar getur barist við topplið Bestu-deildarinnar um leikmenn. Ekki bara barist, heldur líka haft betur í baráttunni „Þetta er alltaf afstætt. Auðvitað í svona málum koma margir að og við eigum mörgum miklar þakkir skildar í þessu máli,“ sagði Guðjón Bjarni, en gaf einnig í skyn að það hafi ekki bara verið peningar sem sannfærðu Jón Daða um að snúa aftur heim. „Svo er líka bara hvernig leikmenn horfa á um hvað þetta snýst. Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir.“ Klippa: „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Lengjudeild karla UMF Selfoss Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Eftir um þrettán ára langan atvinnumannaferil er Jón Daði snúinn aftur í íslenska boltann. Jón hafði úr nokkrum liðum að velja, en kaus að lokum að snúa aftur til uppeldisfélagsins á Selfossi, þar sem hann mun aðstoða liðið í baráttu sinni við að halda sæti sínu í Lengjudeildinni. „Þetta tókst bara með því að sýna honum áhuga,“ sagði Guðjón Bjarni í samtali við Sýn Sport á Selfossi í dag. „Frá því að hann hættir í Bolton og fer þarna til Wrexham og Burton þá er hann búinn að vita af okkar áhuga. Við höfum ekki dregið neinn dul á það að við viljum fá hann og í dag tókst það.“ Selfoss skipti Jón máli og Jón skipti Selfoss máli Eins og áður hefur komið fram var Selfoss ekki eina liðið sem hafði áhuga á því að fá Jón Daða í sínar raðir. Eðlilega svo sem, enda um þaulreyndan atvinnu- og landsliðsmann að ræða. Samkvæmt heimildum Vísis var Víkingur, topplið Bestu-deildarinnar, eitt af þeim liðum sem sýndi Jóni áhuga. „Ég held að þetta byggist bara á gagnkvæmri virðingu. Ég held að Selfoss skipti hann máli og hann skiptir Selfoss máli. Þegar það fer saman þá er það eitthvað sem er til góðs. Ég held að það sé bara ástæðan fyrir því að við erum saman komin hérna í dag að þetta eru bara annars vegar félagið og hins vegar hann, sem eru með einhverja tengingu, og við munum vinna sterkt með það áfram.“ Þá segir Guðjón Bjarni að leikmaður á borð við Jón Daða gefi starfinu á Selfossi gríðarlega mikið. „Við teljum að leikmaður sem er með þann feril sem hann hefur að baki, bæði með félagsliðum og með landsliðinu, hann er uppalinn í félaginu hjá okkur, og hann mun að sjálfsögðu blása eldmóð inn í yngri flokkana. Að horfa á svona fyrirmynd vera að spila á aðalvellinum og vera að æfa á æfingasvæðinu. Svona leikmaður smitar bara út frá sér. Hann hefur líka þann karakter að hann gefur af sér. Hann er ekki fráhrindandi og ég held að iðkendur sem munu vera á vallarsvæðinu, sem er alltaf iðandi af lífi, munu njóta þess að hafa hann í kringum sig og hann muni smita þannig til þeirra.“ Ætla sér aftur meðal þeirra bestu Guðjón segir einnig að heimkoma Jóns Daða sé eitt skref í átt að því að koma Selfyssingum aftur í fremstu röð, en félagið hefur ekki leikið í efstu deild karla frá því árið 2012. Það ár lék Jón Daði einmitt síðast með Selfyssingum. „Við erum að horfa á það og leggja upp með framtíðarsýn fyrir félagið. Að sjálfsögðu er svona samningur við leikmann eins og Jón Daða stórt fyrir okkur í þeirri vegferð,“ sagði Guðjón Bjarni. „Við bindum bara vonir við það og við lögðum af stað á ákveðinn hátt. Við erum enn þá á þeirri braut og brautin er enn þá bein fyrir framan okkur. Við munum ekkert slá af gjöfinni til að koma okkur í fremstu röð á nýjan leik.“ Sameiginlegt átak Að lokum var Guðjón Bjarni spurður út í peningahliðina á félagaskiptunum, enda spyrja sig ábyggilega margir að því hvernig lið sem situr í fallsæti Lengjudeildarinnar getur barist við topplið Bestu-deildarinnar um leikmenn. Ekki bara barist, heldur líka haft betur í baráttunni „Þetta er alltaf afstætt. Auðvitað í svona málum koma margir að og við eigum mörgum miklar þakkir skildar í þessu máli,“ sagði Guðjón Bjarni, en gaf einnig í skyn að það hafi ekki bara verið peningar sem sannfærðu Jón Daða um að snúa aftur heim. „Svo er líka bara hvernig leikmenn horfa á um hvað þetta snýst. Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir.“ Klippa: „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“
Lengjudeild karla UMF Selfoss Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn