Lífið

Fyrst skíði og nú golf

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Eiður og Halla hafa verið að stinga saman nefjum undanfarna mánuði.
Eiður og Halla hafa verið að stinga saman nefjum undanfarna mánuði.

Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnukempa og Halla Vilhjálmsdóttir leikkona og verðbréfamiðlari nutu veðurblíðunnar í Brautarholti á Kjalarnesi í gær þar sem þau fóru saman golfhring. Halla deildi myndefni frá hringnum á Instagram og virtist njóta vel því lagið Paradise með Coldplay fylgdi með deilingunni.

DV greinir frá nýjustu vendingum Eiðs Smára og Höllu sem hafa kosið að halda sambandi sínu að mestu fyrir sig þótt færslur á samfélagsmiðlum gefi til kynna að vel fari á með þeim. Þannig var tilfellið í mars þegar þau skelltu sér í skíðaferð til Sviss ásamt góðum vinum.

Vísir hafði þá haft veður af stefnumótum þeirra Eiðs Smára og Höllu sem virðast taka lífinu með ró og eitt skref í einu. Þau voru bæði áður í langtímasamböndum og eiga börn með fyrri mökum.

Eiður og Halla eiga það sameiginlegt að hafa bæði búið um árabil í Bretlandi. Á ferli sínum í knattspyrnunni spilaði Eiður með þónokkrum enskum liðum, en hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Chelsea frá aldamótum til ársins 2006.

Halla bjó lengi ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum í Bretlandi, en þar störfuðu þau hjónin bæði í bankageiranum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.