Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Kristján Már Unnarsson skrifar 1. júlí 2025 11:17 Frá vegagerð við fossinn Dynjanda. Stefnt er að því að bundið slitlag verði lagt á þennan kafla í næsta mánuði. Vegagerðin Vegagerðin segir vonir standa til að hægt verði að klæða Dynjandisveg, það er veginn inn að fossinum Dynjanda, í ágústmánuði. Þetta er stuttur vegarkafli sem liggur frá Vestfjarðavegi að þessu helsta náttúrudjásni fjórðungsins. Í frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar kemur fram að framkvæmdir við þriðja og síðasta áfanga Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði hafi hafist í byrjun júnímánaðar. Verktaki er Borgarverk og Verkís sér um eftirlit. Í verkinu felst nýbygging Vestfjarðavegar á 7,2 kílómetra kafla, sem verður að mestu í nýju vegstæði, auk tæplega eins kílómetra kafla á Dynjandavegi að fossinum. Frá vinnu í Dynjandisvogi í Arnarfirði. Verkinu á að ljúka í lok september á næsta ári.Vegagerðin „Framkvæmdir hafa farið vel af stað. Helstu verkefni eru að nú er unnið að sprengingum og fyllingum í nýju vegstæði Vestfjarðavegar. Jafnframt stendur yfir vinna við sprengingar og mölun á klæðingarefni í Trölladalsnámu. Síðustu vikurnar hefur verið unnið við að losa lausa kletta í Fremridal en ekki var talið óhætt að vinna undir klettunum vegna hættu á grjóthruni. Unnið verður áfram næstu daga og vikur. Losa þarf um lausa kletta ofan vegarins. Horft niður í Dynjandisvog.Vegagerðin Á Dynjandisvegi er unnið á um 400 metra kafla. Þegar er búið að setja niður tvö stór ræsi í ánni Svínu, sem fellur í Dynjandisvog. Vonir standa til þess að hægt verði að klæða Dynjandisveg í ágúst, en umferð ferðamanna er mikil á þessum slóðum, ekki síst yfir sumartímann,” segir Vegagerðin. Jafnframt kemur fram að einnig verði gert keðjunarplan og nýr áningastaður fyrir vegfarendur. Stefnt sé að því að verkinu ljúki í lok september 2026. Vegagerð Samgöngur Ferðaþjónusta Ferðalög Ísafjarðarbær Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp undir forystu Vegagerðarinnar til að kanna kosti þess og galla að skilgreina vegina sem mynda hringleið um Vestfirði sem hringveg sem fengi vegnúmerið 2. Þetta er í samræmi við tillögu nefndar forsætisráðherra um eflingu byggðar á Ströndum. 20. apríl 2025 10:10 Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Borgarverks skrifuðu undir verksamning vegna þriðja og síðasta áfanga Dynjandisheiðar í dag. Áætluð verklok eru haustið 2026. 4. mars 2025 17:00 Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Borgarverk í Borgarnesi átti lægsta tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði og reyndist tilboð verktakans 280 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Vegagerðin snertir helsta náttúrudjásn Vestfjarða, fossinn Dynjanda. 28. janúar 2025 21:42 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Í frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar kemur fram að framkvæmdir við þriðja og síðasta áfanga Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði hafi hafist í byrjun júnímánaðar. Verktaki er Borgarverk og Verkís sér um eftirlit. Í verkinu felst nýbygging Vestfjarðavegar á 7,2 kílómetra kafla, sem verður að mestu í nýju vegstæði, auk tæplega eins kílómetra kafla á Dynjandavegi að fossinum. Frá vinnu í Dynjandisvogi í Arnarfirði. Verkinu á að ljúka í lok september á næsta ári.Vegagerðin „Framkvæmdir hafa farið vel af stað. Helstu verkefni eru að nú er unnið að sprengingum og fyllingum í nýju vegstæði Vestfjarðavegar. Jafnframt stendur yfir vinna við sprengingar og mölun á klæðingarefni í Trölladalsnámu. Síðustu vikurnar hefur verið unnið við að losa lausa kletta í Fremridal en ekki var talið óhætt að vinna undir klettunum vegna hættu á grjóthruni. Unnið verður áfram næstu daga og vikur. Losa þarf um lausa kletta ofan vegarins. Horft niður í Dynjandisvog.Vegagerðin Á Dynjandisvegi er unnið á um 400 metra kafla. Þegar er búið að setja niður tvö stór ræsi í ánni Svínu, sem fellur í Dynjandisvog. Vonir standa til þess að hægt verði að klæða Dynjandisveg í ágúst, en umferð ferðamanna er mikil á þessum slóðum, ekki síst yfir sumartímann,” segir Vegagerðin. Jafnframt kemur fram að einnig verði gert keðjunarplan og nýr áningastaður fyrir vegfarendur. Stefnt sé að því að verkinu ljúki í lok september 2026.
Vegagerð Samgöngur Ferðaþjónusta Ferðalög Ísafjarðarbær Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp undir forystu Vegagerðarinnar til að kanna kosti þess og galla að skilgreina vegina sem mynda hringleið um Vestfirði sem hringveg sem fengi vegnúmerið 2. Þetta er í samræmi við tillögu nefndar forsætisráðherra um eflingu byggðar á Ströndum. 20. apríl 2025 10:10 Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Borgarverks skrifuðu undir verksamning vegna þriðja og síðasta áfanga Dynjandisheiðar í dag. Áætluð verklok eru haustið 2026. 4. mars 2025 17:00 Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Borgarverk í Borgarnesi átti lægsta tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði og reyndist tilboð verktakans 280 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Vegagerðin snertir helsta náttúrudjásn Vestfjarða, fossinn Dynjanda. 28. janúar 2025 21:42 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp undir forystu Vegagerðarinnar til að kanna kosti þess og galla að skilgreina vegina sem mynda hringleið um Vestfirði sem hringveg sem fengi vegnúmerið 2. Þetta er í samræmi við tillögu nefndar forsætisráðherra um eflingu byggðar á Ströndum. 20. apríl 2025 10:10
Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Borgarverks skrifuðu undir verksamning vegna þriðja og síðasta áfanga Dynjandisheiðar í dag. Áætluð verklok eru haustið 2026. 4. mars 2025 17:00
Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Borgarverk í Borgarnesi átti lægsta tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði og reyndist tilboð verktakans 280 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Vegagerðin snertir helsta náttúrudjásn Vestfjarða, fossinn Dynjanda. 28. janúar 2025 21:42