Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Kristján Már Unnarsson skrifar 1. júlí 2025 11:17 Frá vegagerð við fossinn Dynjanda. Stefnt er að því að bundið slitlag verði lagt á þennan kafla í næsta mánuði. Vegagerðin Vegagerðin segir vonir standa til að hægt verði að klæða Dynjandisveg, það er veginn inn að fossinum Dynjanda, í ágústmánuði. Þetta er stuttur vegarkafli sem liggur frá Vestfjarðavegi að þessu helsta náttúrudjásni fjórðungsins. Í frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar kemur fram að framkvæmdir við þriðja og síðasta áfanga Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði hafi hafist í byrjun júnímánaðar. Verktaki er Borgarverk og Verkís sér um eftirlit. Í verkinu felst nýbygging Vestfjarðavegar á 7,2 kílómetra kafla, sem verður að mestu í nýju vegstæði, auk tæplega eins kílómetra kafla á Dynjandavegi að fossinum. Frá vinnu í Dynjandisvogi í Arnarfirði. Verkinu á að ljúka í lok september á næsta ári.Vegagerðin „Framkvæmdir hafa farið vel af stað. Helstu verkefni eru að nú er unnið að sprengingum og fyllingum í nýju vegstæði Vestfjarðavegar. Jafnframt stendur yfir vinna við sprengingar og mölun á klæðingarefni í Trölladalsnámu. Síðustu vikurnar hefur verið unnið við að losa lausa kletta í Fremridal en ekki var talið óhætt að vinna undir klettunum vegna hættu á grjóthruni. Unnið verður áfram næstu daga og vikur. Losa þarf um lausa kletta ofan vegarins. Horft niður í Dynjandisvog.Vegagerðin Á Dynjandisvegi er unnið á um 400 metra kafla. Þegar er búið að setja niður tvö stór ræsi í ánni Svínu, sem fellur í Dynjandisvog. Vonir standa til þess að hægt verði að klæða Dynjandisveg í ágúst, en umferð ferðamanna er mikil á þessum slóðum, ekki síst yfir sumartímann,” segir Vegagerðin. Jafnframt kemur fram að einnig verði gert keðjunarplan og nýr áningastaður fyrir vegfarendur. Stefnt sé að því að verkinu ljúki í lok september 2026. Vegagerð Samgöngur Ferðaþjónusta Ferðalög Ísafjarðarbær Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp undir forystu Vegagerðarinnar til að kanna kosti þess og galla að skilgreina vegina sem mynda hringleið um Vestfirði sem hringveg sem fengi vegnúmerið 2. Þetta er í samræmi við tillögu nefndar forsætisráðherra um eflingu byggðar á Ströndum. 20. apríl 2025 10:10 Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Borgarverks skrifuðu undir verksamning vegna þriðja og síðasta áfanga Dynjandisheiðar í dag. Áætluð verklok eru haustið 2026. 4. mars 2025 17:00 Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Borgarverk í Borgarnesi átti lægsta tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði og reyndist tilboð verktakans 280 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Vegagerðin snertir helsta náttúrudjásn Vestfjarða, fossinn Dynjanda. 28. janúar 2025 21:42 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Sjá meira
Í frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar kemur fram að framkvæmdir við þriðja og síðasta áfanga Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði hafi hafist í byrjun júnímánaðar. Verktaki er Borgarverk og Verkís sér um eftirlit. Í verkinu felst nýbygging Vestfjarðavegar á 7,2 kílómetra kafla, sem verður að mestu í nýju vegstæði, auk tæplega eins kílómetra kafla á Dynjandavegi að fossinum. Frá vinnu í Dynjandisvogi í Arnarfirði. Verkinu á að ljúka í lok september á næsta ári.Vegagerðin „Framkvæmdir hafa farið vel af stað. Helstu verkefni eru að nú er unnið að sprengingum og fyllingum í nýju vegstæði Vestfjarðavegar. Jafnframt stendur yfir vinna við sprengingar og mölun á klæðingarefni í Trölladalsnámu. Síðustu vikurnar hefur verið unnið við að losa lausa kletta í Fremridal en ekki var talið óhætt að vinna undir klettunum vegna hættu á grjóthruni. Unnið verður áfram næstu daga og vikur. Losa þarf um lausa kletta ofan vegarins. Horft niður í Dynjandisvog.Vegagerðin Á Dynjandisvegi er unnið á um 400 metra kafla. Þegar er búið að setja niður tvö stór ræsi í ánni Svínu, sem fellur í Dynjandisvog. Vonir standa til þess að hægt verði að klæða Dynjandisveg í ágúst, en umferð ferðamanna er mikil á þessum slóðum, ekki síst yfir sumartímann,” segir Vegagerðin. Jafnframt kemur fram að einnig verði gert keðjunarplan og nýr áningastaður fyrir vegfarendur. Stefnt sé að því að verkinu ljúki í lok september 2026.
Vegagerð Samgöngur Ferðaþjónusta Ferðalög Ísafjarðarbær Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp undir forystu Vegagerðarinnar til að kanna kosti þess og galla að skilgreina vegina sem mynda hringleið um Vestfirði sem hringveg sem fengi vegnúmerið 2. Þetta er í samræmi við tillögu nefndar forsætisráðherra um eflingu byggðar á Ströndum. 20. apríl 2025 10:10 Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Borgarverks skrifuðu undir verksamning vegna þriðja og síðasta áfanga Dynjandisheiðar í dag. Áætluð verklok eru haustið 2026. 4. mars 2025 17:00 Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Borgarverk í Borgarnesi átti lægsta tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði og reyndist tilboð verktakans 280 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Vegagerðin snertir helsta náttúrudjásn Vestfjarða, fossinn Dynjanda. 28. janúar 2025 21:42 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Sjá meira
Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp undir forystu Vegagerðarinnar til að kanna kosti þess og galla að skilgreina vegina sem mynda hringleið um Vestfirði sem hringveg sem fengi vegnúmerið 2. Þetta er í samræmi við tillögu nefndar forsætisráðherra um eflingu byggðar á Ströndum. 20. apríl 2025 10:10
Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Borgarverks skrifuðu undir verksamning vegna þriðja og síðasta áfanga Dynjandisheiðar í dag. Áætluð verklok eru haustið 2026. 4. mars 2025 17:00
Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Borgarverk í Borgarnesi átti lægsta tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði og reyndist tilboð verktakans 280 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Vegagerðin snertir helsta náttúrudjásn Vestfjarða, fossinn Dynjanda. 28. janúar 2025 21:42