„Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. júlí 2025 09:30 Lautaro Martínez trúir því ekki að Calhanoglu sé meiddur. getty Lautaro Martínez lét liðsfélaga sinn hjá Inter, Hakan Calhanoglu, heyra það eftir að liðið datt úr leik á heimsmeistaramóti félagsliða í gær. Calhanoglu tók ekki þátt í leiknum, sem hann segir vera vegna meiðsla. Inter datt úr leik með 2-0 tapi gegn brasilíska liðinu Fluminense. Argentínski framherjinn Martínez var svekktur með að hafa dottið úr leik, sérlega eftir að hafa einnig misst af ítalska meistaratitlinum og tapað í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor. Þjálfarinn Simone Inzaghi hætti störfum skömmu eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar og Inter mætti því verr undirbúið til Bandaríkjanna á HM. Skömmu eftir að mótið hófst dró Hakan Calhanoglu sig svo úr leikmannahópnum, sem hann sagði vera vegna meiðsla í kálfa en síðan þá hefur tyrkneski miðjumaðurinn sést í Istanbul og er talinn vera að semja við Galatasaray. Forseti Inter, Giuseppe Marotta, staðfesti að fyrirliðinn Lautaro Martínez hafi verið að tala um Calhanoglu þegar hann sagði eftir leik: Capitan Lautaro senza 𝒑𝒆𝒍𝒊 𝒔𝒖𝒍𝒍𝒂 𝒍𝒊𝒏𝒈𝒖𝒂 🤬“Chi non vuole restare, se ne vada” 🎙️🎤 @alessiodegiu#LautaroMartinez #Inter #FIFACWC #DAZN pic.twitter.com/OkQeIan8lv— DAZN Italia (@DAZN_IT) June 30, 2025 „Þú verður að vilja vera hjá Inter. Við erum að berjast fyrir mikilvægum mörkum og þeir sem vilja vera hérna þurfa að sýna það. Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara. Við erum hérna að leggja okkur alla fram fyrir Inter og ég hef séð fullt af hlutum sem, ég sem fyrirliði, er mjög ósáttur með…“ sagði Martínez. Forsetinn Marotta sagði framtíð Calhanoglu óráðna en félagið væri opið fyrir tilboðum. Nýráðinn þjálfari liðsins, Christian Chivu, tjáði sig lítið um málið en virtist vera sammála Martínez. „Ummælin sýna ástríðu og keppnisskap, vilja til að snúa aftur og breyta genginu eftir erfitt tímabil“ sagði Chivu. Ítalski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira
Inter datt úr leik með 2-0 tapi gegn brasilíska liðinu Fluminense. Argentínski framherjinn Martínez var svekktur með að hafa dottið úr leik, sérlega eftir að hafa einnig misst af ítalska meistaratitlinum og tapað í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor. Þjálfarinn Simone Inzaghi hætti störfum skömmu eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar og Inter mætti því verr undirbúið til Bandaríkjanna á HM. Skömmu eftir að mótið hófst dró Hakan Calhanoglu sig svo úr leikmannahópnum, sem hann sagði vera vegna meiðsla í kálfa en síðan þá hefur tyrkneski miðjumaðurinn sést í Istanbul og er talinn vera að semja við Galatasaray. Forseti Inter, Giuseppe Marotta, staðfesti að fyrirliðinn Lautaro Martínez hafi verið að tala um Calhanoglu þegar hann sagði eftir leik: Capitan Lautaro senza 𝒑𝒆𝒍𝒊 𝒔𝒖𝒍𝒍𝒂 𝒍𝒊𝒏𝒈𝒖𝒂 🤬“Chi non vuole restare, se ne vada” 🎙️🎤 @alessiodegiu#LautaroMartinez #Inter #FIFACWC #DAZN pic.twitter.com/OkQeIan8lv— DAZN Italia (@DAZN_IT) June 30, 2025 „Þú verður að vilja vera hjá Inter. Við erum að berjast fyrir mikilvægum mörkum og þeir sem vilja vera hérna þurfa að sýna það. Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara. Við erum hérna að leggja okkur alla fram fyrir Inter og ég hef séð fullt af hlutum sem, ég sem fyrirliði, er mjög ósáttur með…“ sagði Martínez. Forsetinn Marotta sagði framtíð Calhanoglu óráðna en félagið væri opið fyrir tilboðum. Nýráðinn þjálfari liðsins, Christian Chivu, tjáði sig lítið um málið en virtist vera sammála Martínez. „Ummælin sýna ástríðu og keppnisskap, vilja til að snúa aftur og breyta genginu eftir erfitt tímabil“ sagði Chivu.
Ítalski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira