City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. júlí 2025 07:21 Phil Foden jafnaði fyrir City í uppbótartíma en þurfti að sætta sig við tap. Francois Nel/Getty Images Ríkjandi heimsmeistarar félagsliða í Manchester City eru úr leik á mótinu eftir sjö marka framlengdan spennutrylli gegn Al-Hilal þar sem varnirnar hripláku. City tók forystuna með marki Bernardo Silva á níundu mínútu. Al-Hilal vildi fá hendi dæmda og vítaspyrnu skömmu síðar, en fékk ekki og gat svo þakkað markmanni sínum fyrir að fara aðeins einu marki undir inn í hálfleik. Um leið og seinni hálfleikur hófst hins vegar tókst sádiarabíska liðinu að jafna þegar Marcos Leonardo stangaði boltann í netið. Vængmaðurinn Malcom tók svo forystuna sjö mínútum síðar með marki upp úr skyndisókn. Fjörið hélt áfram og Erling Haaland jafnaði aðeins þremur mínútum síðar. 2-2 jafntefli lokaniðurstaðan og haldið var í framlengingu. Match Highlights ⚽Man City 3-4 Al-HilalWatch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every Game | Free | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld #MCIHIL pic.twitter.com/7ZBMjhVrhs— DAZN Football (@DAZNFootball) July 1, 2025 Þar kom Kalidou Koulibaly boltanum í netið með föstum skalla á 94. mínútu en Phil Foden hélt City á lífi með marki úr góðu skoti. Marcos Leonardo reyndist svo hetjan átta mínútum fyrir leikslok þegar hann lúrði á fjærstönginni og stýrði boltanum í netið. Marcos Leonardo var hetja Al-Hilal þegar hann skoraði sigurmarkið. Öll mörkin má sjá í spilaranum að ofan. getty 4-3 sigur Al-Hilal lokaniðurstaðan eftir stórskemmtilegan leik og þátttöku Manchester City á mótinu lokið en Al-Hilal mætir Fluminense, sem sendi Inter heim, í átta liða úrslitum. City fór með fullt hús stiga upp úr riðlinum og gerði sér vonir um að verja titilinn þrátt fyrir vonbrigðatímabilið sem er að baki. Þjálfarinn Pep Guardiola hefur ítrekað haldið því fram að HM félagsliða sé byrjunin á nýju tímabili hjá hans mönnum, ekki endirinn á síðasta tímabili, en hverju sem líður eru hans menn komnir í sumarfrí. HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
City tók forystuna með marki Bernardo Silva á níundu mínútu. Al-Hilal vildi fá hendi dæmda og vítaspyrnu skömmu síðar, en fékk ekki og gat svo þakkað markmanni sínum fyrir að fara aðeins einu marki undir inn í hálfleik. Um leið og seinni hálfleikur hófst hins vegar tókst sádiarabíska liðinu að jafna þegar Marcos Leonardo stangaði boltann í netið. Vængmaðurinn Malcom tók svo forystuna sjö mínútum síðar með marki upp úr skyndisókn. Fjörið hélt áfram og Erling Haaland jafnaði aðeins þremur mínútum síðar. 2-2 jafntefli lokaniðurstaðan og haldið var í framlengingu. Match Highlights ⚽Man City 3-4 Al-HilalWatch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every Game | Free | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld #MCIHIL pic.twitter.com/7ZBMjhVrhs— DAZN Football (@DAZNFootball) July 1, 2025 Þar kom Kalidou Koulibaly boltanum í netið með föstum skalla á 94. mínútu en Phil Foden hélt City á lífi með marki úr góðu skoti. Marcos Leonardo reyndist svo hetjan átta mínútum fyrir leikslok þegar hann lúrði á fjærstönginni og stýrði boltanum í netið. Marcos Leonardo var hetja Al-Hilal þegar hann skoraði sigurmarkið. Öll mörkin má sjá í spilaranum að ofan. getty 4-3 sigur Al-Hilal lokaniðurstaðan eftir stórskemmtilegan leik og þátttöku Manchester City á mótinu lokið en Al-Hilal mætir Fluminense, sem sendi Inter heim, í átta liða úrslitum. City fór með fullt hús stiga upp úr riðlinum og gerði sér vonir um að verja titilinn þrátt fyrir vonbrigðatímabilið sem er að baki. Þjálfarinn Pep Guardiola hefur ítrekað haldið því fram að HM félagsliða sé byrjunin á nýju tímabili hjá hans mönnum, ekki endirinn á síðasta tímabili, en hverju sem líður eru hans menn komnir í sumarfrí.
HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira