City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. júlí 2025 07:21 Phil Foden jafnaði fyrir City í uppbótartíma en þurfti að sætta sig við tap. Francois Nel/Getty Images Ríkjandi heimsmeistarar félagsliða í Manchester City eru úr leik á mótinu eftir sjö marka framlengdan spennutrylli gegn Al-Hilal þar sem varnirnar hripláku. City tók forystuna með marki Bernardo Silva á níundu mínútu. Al-Hilal vildi fá hendi dæmda og vítaspyrnu skömmu síðar, en fékk ekki og gat svo þakkað markmanni sínum fyrir að fara aðeins einu marki undir inn í hálfleik. Um leið og seinni hálfleikur hófst hins vegar tókst sádiarabíska liðinu að jafna þegar Marcos Leonardo stangaði boltann í netið. Vængmaðurinn Malcom tók svo forystuna sjö mínútum síðar með marki upp úr skyndisókn. Fjörið hélt áfram og Erling Haaland jafnaði aðeins þremur mínútum síðar. 2-2 jafntefli lokaniðurstaðan og haldið var í framlengingu. Match Highlights ⚽Man City 3-4 Al-HilalWatch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every Game | Free | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld #MCIHIL pic.twitter.com/7ZBMjhVrhs— DAZN Football (@DAZNFootball) July 1, 2025 Þar kom Kalidou Koulibaly boltanum í netið með föstum skalla á 94. mínútu en Phil Foden hélt City á lífi með marki úr góðu skoti. Marcos Leonardo reyndist svo hetjan átta mínútum fyrir leikslok þegar hann lúrði á fjærstönginni og stýrði boltanum í netið. Marcos Leonardo var hetja Al-Hilal þegar hann skoraði sigurmarkið. Öll mörkin má sjá í spilaranum að ofan. getty 4-3 sigur Al-Hilal lokaniðurstaðan eftir stórskemmtilegan leik og þátttöku Manchester City á mótinu lokið en Al-Hilal mætir Fluminense, sem sendi Inter heim, í átta liða úrslitum. City fór með fullt hús stiga upp úr riðlinum og gerði sér vonir um að verja titilinn þrátt fyrir vonbrigðatímabilið sem er að baki. Þjálfarinn Pep Guardiola hefur ítrekað haldið því fram að HM félagsliða sé byrjunin á nýju tímabili hjá hans mönnum, ekki endirinn á síðasta tímabili, en hverju sem líður eru hans menn komnir í sumarfrí. HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Sjá meira
City tók forystuna með marki Bernardo Silva á níundu mínútu. Al-Hilal vildi fá hendi dæmda og vítaspyrnu skömmu síðar, en fékk ekki og gat svo þakkað markmanni sínum fyrir að fara aðeins einu marki undir inn í hálfleik. Um leið og seinni hálfleikur hófst hins vegar tókst sádiarabíska liðinu að jafna þegar Marcos Leonardo stangaði boltann í netið. Vængmaðurinn Malcom tók svo forystuna sjö mínútum síðar með marki upp úr skyndisókn. Fjörið hélt áfram og Erling Haaland jafnaði aðeins þremur mínútum síðar. 2-2 jafntefli lokaniðurstaðan og haldið var í framlengingu. Match Highlights ⚽Man City 3-4 Al-HilalWatch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every Game | Free | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld #MCIHIL pic.twitter.com/7ZBMjhVrhs— DAZN Football (@DAZNFootball) July 1, 2025 Þar kom Kalidou Koulibaly boltanum í netið með föstum skalla á 94. mínútu en Phil Foden hélt City á lífi með marki úr góðu skoti. Marcos Leonardo reyndist svo hetjan átta mínútum fyrir leikslok þegar hann lúrði á fjærstönginni og stýrði boltanum í netið. Marcos Leonardo var hetja Al-Hilal þegar hann skoraði sigurmarkið. Öll mörkin má sjá í spilaranum að ofan. getty 4-3 sigur Al-Hilal lokaniðurstaðan eftir stórskemmtilegan leik og þátttöku Manchester City á mótinu lokið en Al-Hilal mætir Fluminense, sem sendi Inter heim, í átta liða úrslitum. City fór með fullt hús stiga upp úr riðlinum og gerði sér vonir um að verja titilinn þrátt fyrir vonbrigðatímabilið sem er að baki. Þjálfarinn Pep Guardiola hefur ítrekað haldið því fram að HM félagsliða sé byrjunin á nýju tímabili hjá hans mönnum, ekki endirinn á síðasta tímabili, en hverju sem líður eru hans menn komnir í sumarfrí.
HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Sjá meira