„Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Sindri Sverrisson skrifar 1. júlí 2025 09:02 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er stödd með íslenska landsliðinu á EM í Sviss þar sem að Ísland spilar sinn fyrsta leik gegn Finnlandi á miðvikudaginn kemur. Vísir/Anton Brink Auk þess að leika lykilhlutverk innan vallar, með íslenska landsliðinu í fótbolta, sá Karólína Lea Vilhjálmsdóttir um það í heilt ár að vinna samfélagsmiðlaefni liðsins. Hún fann svo nýjan mann í starfið fyrir EM. Fyrsti leikur Íslands á EM er við Finnland á morgun, klukkan 16 að íslenskum tíma. Karólína er að sjálfsögðu með fullan fókus á Evrópumótið hér í Sviss en hún segir gaman að geta gefið stuðningsmönnum innsýn í það sem gengur og gerist á mótinu með skemmtilegum myndböndum, og setur það ekki fyrir sig að vera með myndavél framan í sér nánast allan daginn. „Mér finnst ekkert að því. Maður er orðinn vanur þessu. Svona er þetta í dag hjá öllum félagsliðum og auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka.“ Karólína er sjálf dugleg að deila efni á samfélagsmiðlum og segir engar sérstakar reglur gilda hjá leikmönnum í þessum málum á mótinu. KSÍ deilir einnig alls konar skemmtilegu efni en sambandið réði, að ráði Karólínu, Arnar Laufdal sem sérstakan samfélagsmiðlastjóra fyrir mótið: „Ég held að það fari bara eftir persónuleika hvers og eins hvað við póstum mikið. Ég var búin að sjá um „social media“ hjá kvennaliðinu fyrir KSÍ í eitt ár og var orðin svolítið þreytt á því. Ég talaði við Arnar og KSÍ, við fengum hann inn og hann er ekkert smágóður í þessu. Það er geggjað að sjá hvernig efnið hans er að koma út,“ segir Karólína. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Karólína verður svo væntanlega bráðum áberandi á samfélagsmiðlum Inter á Ítalíu því samkvæmt ítölskum miðlum hefur hún samið um að ganga til liðs við félagið. Cecilía Rán Rúnarsdóttir varði mark Inter í vetur með glæsibrag og hefur nú skrifað undir langtímasamning við félagið. Love Island, kubb og hrikalega góð stemning Áður en hún flytur til Ítalíu mun Karólína hins vegar setja alla sína krafta í Evrópumótið sem hefst eftir aðeins tvo daga. Á milli leikja, æfinga og liðsfunda verja stelpurnar tímanum saman á glæsilegu hóteli sínu við Thun-vatnið. „Við erum að horfa á Love Island raunveruleikaþættina. Svo erum við að spila, það er kubb-mót [sem fram fór í gærkvöld] og alls konar fleira. Stórmót eru alltaf mjög einstök. Það er hrikalega góð stemning í hópnum. Geggjaður hópur og mikil samheldni, og maður er bara mjög spenntur. Maður er búinn að bíða eftir þessu og vonandi gengur allt vel,“ segir Karólína sem er nú að hefja sitt annað stórmót eftir að hafa slegið í gegn á EM í Englandi fyrir þremur árum. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Sjá meira
Fyrsti leikur Íslands á EM er við Finnland á morgun, klukkan 16 að íslenskum tíma. Karólína er að sjálfsögðu með fullan fókus á Evrópumótið hér í Sviss en hún segir gaman að geta gefið stuðningsmönnum innsýn í það sem gengur og gerist á mótinu með skemmtilegum myndböndum, og setur það ekki fyrir sig að vera með myndavél framan í sér nánast allan daginn. „Mér finnst ekkert að því. Maður er orðinn vanur þessu. Svona er þetta í dag hjá öllum félagsliðum og auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka.“ Karólína er sjálf dugleg að deila efni á samfélagsmiðlum og segir engar sérstakar reglur gilda hjá leikmönnum í þessum málum á mótinu. KSÍ deilir einnig alls konar skemmtilegu efni en sambandið réði, að ráði Karólínu, Arnar Laufdal sem sérstakan samfélagsmiðlastjóra fyrir mótið: „Ég held að það fari bara eftir persónuleika hvers og eins hvað við póstum mikið. Ég var búin að sjá um „social media“ hjá kvennaliðinu fyrir KSÍ í eitt ár og var orðin svolítið þreytt á því. Ég talaði við Arnar og KSÍ, við fengum hann inn og hann er ekkert smágóður í þessu. Það er geggjað að sjá hvernig efnið hans er að koma út,“ segir Karólína. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Karólína verður svo væntanlega bráðum áberandi á samfélagsmiðlum Inter á Ítalíu því samkvæmt ítölskum miðlum hefur hún samið um að ganga til liðs við félagið. Cecilía Rán Rúnarsdóttir varði mark Inter í vetur með glæsibrag og hefur nú skrifað undir langtímasamning við félagið. Love Island, kubb og hrikalega góð stemning Áður en hún flytur til Ítalíu mun Karólína hins vegar setja alla sína krafta í Evrópumótið sem hefst eftir aðeins tvo daga. Á milli leikja, æfinga og liðsfunda verja stelpurnar tímanum saman á glæsilegu hóteli sínu við Thun-vatnið. „Við erum að horfa á Love Island raunveruleikaþættina. Svo erum við að spila, það er kubb-mót [sem fram fór í gærkvöld] og alls konar fleira. Stórmót eru alltaf mjög einstök. Það er hrikalega góð stemning í hópnum. Geggjaður hópur og mikil samheldni, og maður er bara mjög spenntur. Maður er búinn að bíða eftir þessu og vonandi gengur allt vel,“ segir Karólína sem er nú að hefja sitt annað stórmót eftir að hafa slegið í gegn á EM í Englandi fyrir þremur árum.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Sjá meira