Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. júní 2025 12:01 Sergio Francisco gæti notað Orra og Mikel Oyarzabal saman inni í vellinum á næsta tímabili. getty Orri Steinn Óskarsson verður aðalframherji Real Sociedad á næsta tímabili ef hann nýtir undirbúningstímabilið vel. Sparnaðarsumar er framundan hjá liðinu og stór kaup ekki væntanleg, en breyting á leikkerfi liðsins líkleg undir nýjum þjálfara. Orri og Mikel Oyarzabal myndu þá ekki berjast um sömu stöðuna lengur. Mundo Deportivo fjallar um hlutverk Orra á næsta tímabili. Þar segir að miklar vonir séu bundnar við dýrasta leikmann í sögu Real Sociedad fyrir næsta tímabil. Hann hafi fengið góðan tíma til að aðlagast spænska boltanum á síðasta tímabili en nú sé tími kominn til að standa undir væntingunum sem fylgja verðmiðanum. Real Sociedad mun spila undir stjórn nýs þjálfara á næsta tímabili, Sergio Francisco tók við aðalliðinu eftir að hafa náð góðum árangri með varaliðinu, af Imanol Alguaciol sem hafði stýrt liðinu síðustu sex ár. Liðið endaði í ellefta sæti á síðasta tímabili og hefur ekki efni á dýrum kaupum í sumar þar sem það missti af Evrópukeppni og fær fjörutíu milljónum evra minna til að eyða en á síðasta tímabili. Stefnan er þó að styrkja liðið eitthvað, Sociedad hefur augastað á varnarmanninum Igor Julio og mun væntanlega leita að nýjum miðjumanni fyrir Martin Zubimendi, sem er á leið til Arsenal. Kaup á nýjum framherja eru hins vegar ekki í kortunum. Orri mun berjast um stöðuna við Mikel Oyarzabal og tvo leikmenn sem eru að snúa aftur úr láni. Á síðasta tímabili þurfti Orri að berjast við fyrirliðann Oyarzabal um framherjastöðuna í 4-1-4-1 leikkerfi en nýi þjálfarinn notaði 4-2-3-1 leikkerfi þegar hann kom varaliðinu upp um deild á síðasta tímabili. Orri þurfti að sitja töluvert á bekknum á síðasta tímabili en það gæti breyst undir nýjum þjálfara. Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images Oyarzabal gæti því farið niður í sína náttúrulegu stöðu fyrir aftan framherjann og Orri gæti orðið aðalframherji liðsins, ef hann stendur sig vel á undirbúningstímabilinu. Allt eru þetta auðvitað getgátur að svo stöddu en ljóst er að Orri er í kjörstöðu til að komast í stórt hlutverk hjá nýja þjálfaranum og miklar vonir eru bundnar við hann, dýrasta leikmann í sögu félagsins. Umar Sadiq og Carlos Fernández munu einnig berjast um stöðuna en þeir eru báðir að snúa aftur úr láni og ekki eins hátt skrifaðir hjá félaginu fyrir fram. Orri Steinn settist niður með Aroni Guðmundssyni í síðasta landsleikjaglugga og ræddi, meðal annars, hlutverk sitt hjá Real Sociedad á síðasta tímabili. Viðtalið má finna í spilurunum hér fyrir neðan. Spænski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Mundo Deportivo fjallar um hlutverk Orra á næsta tímabili. Þar segir að miklar vonir séu bundnar við dýrasta leikmann í sögu Real Sociedad fyrir næsta tímabil. Hann hafi fengið góðan tíma til að aðlagast spænska boltanum á síðasta tímabili en nú sé tími kominn til að standa undir væntingunum sem fylgja verðmiðanum. Real Sociedad mun spila undir stjórn nýs þjálfara á næsta tímabili, Sergio Francisco tók við aðalliðinu eftir að hafa náð góðum árangri með varaliðinu, af Imanol Alguaciol sem hafði stýrt liðinu síðustu sex ár. Liðið endaði í ellefta sæti á síðasta tímabili og hefur ekki efni á dýrum kaupum í sumar þar sem það missti af Evrópukeppni og fær fjörutíu milljónum evra minna til að eyða en á síðasta tímabili. Stefnan er þó að styrkja liðið eitthvað, Sociedad hefur augastað á varnarmanninum Igor Julio og mun væntanlega leita að nýjum miðjumanni fyrir Martin Zubimendi, sem er á leið til Arsenal. Kaup á nýjum framherja eru hins vegar ekki í kortunum. Orri mun berjast um stöðuna við Mikel Oyarzabal og tvo leikmenn sem eru að snúa aftur úr láni. Á síðasta tímabili þurfti Orri að berjast við fyrirliðann Oyarzabal um framherjastöðuna í 4-1-4-1 leikkerfi en nýi þjálfarinn notaði 4-2-3-1 leikkerfi þegar hann kom varaliðinu upp um deild á síðasta tímabili. Orri þurfti að sitja töluvert á bekknum á síðasta tímabili en það gæti breyst undir nýjum þjálfara. Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images Oyarzabal gæti því farið niður í sína náttúrulegu stöðu fyrir aftan framherjann og Orri gæti orðið aðalframherji liðsins, ef hann stendur sig vel á undirbúningstímabilinu. Allt eru þetta auðvitað getgátur að svo stöddu en ljóst er að Orri er í kjörstöðu til að komast í stórt hlutverk hjá nýja þjálfaranum og miklar vonir eru bundnar við hann, dýrasta leikmann í sögu félagsins. Umar Sadiq og Carlos Fernández munu einnig berjast um stöðuna en þeir eru báðir að snúa aftur úr láni og ekki eins hátt skrifaðir hjá félaginu fyrir fram. Orri Steinn settist niður með Aroni Guðmundssyni í síðasta landsleikjaglugga og ræddi, meðal annars, hlutverk sitt hjá Real Sociedad á síðasta tímabili. Viðtalið má finna í spilurunum hér fyrir neðan.
Spænski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira