Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. júní 2025 12:01 Sergio Francisco gæti notað Orra og Mikel Oyarzabal saman inni í vellinum á næsta tímabili. getty Orri Steinn Óskarsson verður aðalframherji Real Sociedad á næsta tímabili ef hann nýtir undirbúningstímabilið vel. Sparnaðarsumar er framundan hjá liðinu og stór kaup ekki væntanleg, en breyting á leikkerfi liðsins líkleg undir nýjum þjálfara. Orri og Mikel Oyarzabal myndu þá ekki berjast um sömu stöðuna lengur. Mundo Deportivo fjallar um hlutverk Orra á næsta tímabili. Þar segir að miklar vonir séu bundnar við dýrasta leikmann í sögu Real Sociedad fyrir næsta tímabil. Hann hafi fengið góðan tíma til að aðlagast spænska boltanum á síðasta tímabili en nú sé tími kominn til að standa undir væntingunum sem fylgja verðmiðanum. Real Sociedad mun spila undir stjórn nýs þjálfara á næsta tímabili, Sergio Francisco tók við aðalliðinu eftir að hafa náð góðum árangri með varaliðinu, af Imanol Alguaciol sem hafði stýrt liðinu síðustu sex ár. Liðið endaði í ellefta sæti á síðasta tímabili og hefur ekki efni á dýrum kaupum í sumar þar sem það missti af Evrópukeppni og fær fjörutíu milljónum evra minna til að eyða en á síðasta tímabili. Stefnan er þó að styrkja liðið eitthvað, Sociedad hefur augastað á varnarmanninum Igor Julio og mun væntanlega leita að nýjum miðjumanni fyrir Martin Zubimendi, sem er á leið til Arsenal. Kaup á nýjum framherja eru hins vegar ekki í kortunum. Orri mun berjast um stöðuna við Mikel Oyarzabal og tvo leikmenn sem eru að snúa aftur úr láni. Á síðasta tímabili þurfti Orri að berjast við fyrirliðann Oyarzabal um framherjastöðuna í 4-1-4-1 leikkerfi en nýi þjálfarinn notaði 4-2-3-1 leikkerfi þegar hann kom varaliðinu upp um deild á síðasta tímabili. Orri þurfti að sitja töluvert á bekknum á síðasta tímabili en það gæti breyst undir nýjum þjálfara. Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images Oyarzabal gæti því farið niður í sína náttúrulegu stöðu fyrir aftan framherjann og Orri gæti orðið aðalframherji liðsins, ef hann stendur sig vel á undirbúningstímabilinu. Allt eru þetta auðvitað getgátur að svo stöddu en ljóst er að Orri er í kjörstöðu til að komast í stórt hlutverk hjá nýja þjálfaranum og miklar vonir eru bundnar við hann, dýrasta leikmann í sögu félagsins. Umar Sadiq og Carlos Fernández munu einnig berjast um stöðuna en þeir eru báðir að snúa aftur úr láni og ekki eins hátt skrifaðir hjá félaginu fyrir fram. Orri Steinn settist niður með Aroni Guðmundssyni í síðasta landsleikjaglugga og ræddi, meðal annars, hlutverk sitt hjá Real Sociedad á síðasta tímabili. Viðtalið má finna í spilurunum hér fyrir neðan. Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Mundo Deportivo fjallar um hlutverk Orra á næsta tímabili. Þar segir að miklar vonir séu bundnar við dýrasta leikmann í sögu Real Sociedad fyrir næsta tímabil. Hann hafi fengið góðan tíma til að aðlagast spænska boltanum á síðasta tímabili en nú sé tími kominn til að standa undir væntingunum sem fylgja verðmiðanum. Real Sociedad mun spila undir stjórn nýs þjálfara á næsta tímabili, Sergio Francisco tók við aðalliðinu eftir að hafa náð góðum árangri með varaliðinu, af Imanol Alguaciol sem hafði stýrt liðinu síðustu sex ár. Liðið endaði í ellefta sæti á síðasta tímabili og hefur ekki efni á dýrum kaupum í sumar þar sem það missti af Evrópukeppni og fær fjörutíu milljónum evra minna til að eyða en á síðasta tímabili. Stefnan er þó að styrkja liðið eitthvað, Sociedad hefur augastað á varnarmanninum Igor Julio og mun væntanlega leita að nýjum miðjumanni fyrir Martin Zubimendi, sem er á leið til Arsenal. Kaup á nýjum framherja eru hins vegar ekki í kortunum. Orri mun berjast um stöðuna við Mikel Oyarzabal og tvo leikmenn sem eru að snúa aftur úr láni. Á síðasta tímabili þurfti Orri að berjast við fyrirliðann Oyarzabal um framherjastöðuna í 4-1-4-1 leikkerfi en nýi þjálfarinn notaði 4-2-3-1 leikkerfi þegar hann kom varaliðinu upp um deild á síðasta tímabili. Orri þurfti að sitja töluvert á bekknum á síðasta tímabili en það gæti breyst undir nýjum þjálfara. Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images Oyarzabal gæti því farið niður í sína náttúrulegu stöðu fyrir aftan framherjann og Orri gæti orðið aðalframherji liðsins, ef hann stendur sig vel á undirbúningstímabilinu. Allt eru þetta auðvitað getgátur að svo stöddu en ljóst er að Orri er í kjörstöðu til að komast í stórt hlutverk hjá nýja þjálfaranum og miklar vonir eru bundnar við hann, dýrasta leikmann í sögu félagsins. Umar Sadiq og Carlos Fernández munu einnig berjast um stöðuna en þeir eru báðir að snúa aftur úr láni og ekki eins hátt skrifaðir hjá félaginu fyrir fram. Orri Steinn settist niður með Aroni Guðmundssyni í síðasta landsleikjaglugga og ræddi, meðal annars, hlutverk sitt hjá Real Sociedad á síðasta tímabili. Viðtalið má finna í spilurunum hér fyrir neðan.
Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti