Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. júní 2025 10:13 Davíð Karl hvetur fólk sem gæti haft vitneskju sem tengist hvarfi Jóns Þrastar að gefa sig fram við lögreglu. „Það er góð spurning. Það eru auðvitað núna komin sex ár síðan Jón hvarf og nú er írska lögreglan að koma til Íslands í fyrsta skipti,“ sagði Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns Þrastar Jónssonar, í Bítinu í morgun, spurður að því hvers vegna yfirheyrslur væru nú að fara fram á Íslandi. „Það er auðvitað bara mjög jákvætt að þeir séu hérna og hafi komið. Af hverju núna er kannski erfitt að segja en það virðist vera að eftir að við fórum í þessa vegferð að vinna að þessu hlaðvarpi og svo þessar síðustu ferðir okkar til Írlands, sem hafa verið ákaflega árangursríkar, að það hafi komið snjóbolta af stað ef svo má segja.“ Eins og kunnugt er spurðist síðast til Jóns Þrastar á Bonnington-hótelinu í norðanverðri Dyflinni þann 9. febrúar árið 2019 en engar vísbendingar liggja fyrir um hvert hann fór af hótelinu né hvað varð af honum. Davíð Karl segir að svo virðist sem lögreglan írska sé nú að taka málið alvarlegar en fyrstu árin eftir að Jón Þröstur hvarf. Ákvörðun fjölskyldunnar um að taka þátt í hlaðvarpsgerð Ríkisútvarpsins og írska ríkisútvarpsins RTÉ hafi fyrst og fremst ráðist af því að fjölskyldan taldi það myndu gagnast leitinni að sannleikanum um örlög Jóns Þrastar. „Ekki bara er okkar geðheilsa og tími verðmætur heldur er líka rosalega verðmætt fyrir okkur að öll þau skref sem við tökum séu tekin með það að markmiði að málið leysist og við finnum út úr því hvað gerðist,“ útskýrir Davíð Karl. Fjölskyldan hafi nánast frá upphafi ákveðið að vera opin varðandi málið, meðal annars með því að tala við fjölmiðla. Varðandi hlaðvarpið hafi þurft að ná öllum nánustu saman; það væri erfitt að ýfa upp sárin. „En við töldum á þessum tímapunkti að nú væri tíminn til þess að fá með okkur í lið fagfólk; stórar sterkar stofnanir sem geta hjálpað okkur að reka málið áfram. Og það, að mínu mati, hefur reynst mikið heilla- og happaskref.“ Davíð Karl segir fjölskyldunna í raun hafa unnið algjört þrekvirki við að halda málinu á lofti. Þá hafi hún merkt ákveðna viðhorfsbreytingu hjá yfirvöldum á Írlandi þegar nýtt teymi tók við rannsókn málsins. „Ég er ákaflega ánægður og glaður að þeir hafi komið til Íslands og að þeir hafi verið að vinna þessa vinnu í vikunni sem að mér skilst gekk mjög vel. Auðvitað hefðu þeir átt að vera löngu komnir, þetta átti að gerast bara á fyrsta árinu. Og ef það hefði gerst þá hefði kannski málið litið öðruvísi út í dag. Ég vona að þetta verði til góðs, maður verður að vera jákvæður, en þetta gæti verið of seint.“ Hefur ekki trú á því að bróðir hans sé á lífi Að sögn Davíðs Karls virðist lögreglan vera að rannsaka og vinna útfrá ýmsum kenningum. Sjálfur segist hann varla hafa viljað trúað því að eitthvað dramatískt hefði komið fyrir bróður sinn, líkt og í bíómyndunum, „en svo líður tíminn og maður fer að hugsa hversu skrýtið þetta mál er og þá hugsar maður: Það getur allt hafa gerst“. „Ég veit eiginlega ekki alveg hvernig ég á að svara þessu nákvæmlega,“ sagði Davíð Karl eftir augnabliks hik, spurður að því hvort hann teldi möguleika á því að Jón Þröstur væri enn á lífi. „Nei, því miður. Ekki beint. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ef það væri svoleiðis er ég viss um að hann væri kominn aftur inn í líf okkar; að það hefði gerst miklu fyrr. Ég er með von í hjarta um að málið leysist, hver svo sem niðurstaðan verður,“ segir Davíð Karl. Hann hafi tekið þá ákvörðun að reyna fyrst og fremst að vera jákvæður varðandi það að málið leysist og fjölskyldan geti haldið áfram veginn. Davíð Karls segist bera mikið traust til teymisins sem sé nú með málið í höndunum, bæði á Írlandi og hér heima. Hann eigi von á því að heyra frá báðum aðilum í dag um gang málsins og framhaldið. Fjölskyldan muni halda áfram að fylgja málinu fast eftir, með hlaðvarpsteymið í liði með sér. Að sögn Davíðs Karls voru 40 til 45 manns á listanum sem lögreglan írska vildi ná til þegar hún kom fyrst til landsins. Listinn lengdist svo eitthvað en ekki náðist í alla. „Þeir ræddu við fjölskyldu, vini, vandamenn, pókerspilara og meira að segja dæmda glæpamenn, segja þeir.“ Hann ítrekar að þessar yfirheyrslur hefðu að sjálfsögðu átt að eiga sér stað strax í upphafi. „Jón hverfur á Írlandi, óumdeilt; svörin er að finna líklega á Íslandi,“ segir Davíð Karl. „Það er það sem ég trúi. Og örugglega flestir í kringum mig. Vegna þess hversu brátt þetta ber að á Írlandi og hvernig aðdragandinn er. Þetta er lygileg atburðarás þannig.“ Davíð Karl segir annan áhugaverðan vinkil á málinu að það hafi komið í ljós að þegar Íslendingur hverfur erlendis séu engir formlegir ferlar til staðar hér á landi. „Það þarf alltaf að vera að leysa hlutina bara „as you go“, það eru engir ferlar og ekkert sem grípur.“ Hann segist vonast til að gerðar verði úrbætur á þessu. Hér má finna hlaðvarpið Hvar er Jón? Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
„Það er auðvitað bara mjög jákvætt að þeir séu hérna og hafi komið. Af hverju núna er kannski erfitt að segja en það virðist vera að eftir að við fórum í þessa vegferð að vinna að þessu hlaðvarpi og svo þessar síðustu ferðir okkar til Írlands, sem hafa verið ákaflega árangursríkar, að það hafi komið snjóbolta af stað ef svo má segja.“ Eins og kunnugt er spurðist síðast til Jóns Þrastar á Bonnington-hótelinu í norðanverðri Dyflinni þann 9. febrúar árið 2019 en engar vísbendingar liggja fyrir um hvert hann fór af hótelinu né hvað varð af honum. Davíð Karl segir að svo virðist sem lögreglan írska sé nú að taka málið alvarlegar en fyrstu árin eftir að Jón Þröstur hvarf. Ákvörðun fjölskyldunnar um að taka þátt í hlaðvarpsgerð Ríkisútvarpsins og írska ríkisútvarpsins RTÉ hafi fyrst og fremst ráðist af því að fjölskyldan taldi það myndu gagnast leitinni að sannleikanum um örlög Jóns Þrastar. „Ekki bara er okkar geðheilsa og tími verðmætur heldur er líka rosalega verðmætt fyrir okkur að öll þau skref sem við tökum séu tekin með það að markmiði að málið leysist og við finnum út úr því hvað gerðist,“ útskýrir Davíð Karl. Fjölskyldan hafi nánast frá upphafi ákveðið að vera opin varðandi málið, meðal annars með því að tala við fjölmiðla. Varðandi hlaðvarpið hafi þurft að ná öllum nánustu saman; það væri erfitt að ýfa upp sárin. „En við töldum á þessum tímapunkti að nú væri tíminn til þess að fá með okkur í lið fagfólk; stórar sterkar stofnanir sem geta hjálpað okkur að reka málið áfram. Og það, að mínu mati, hefur reynst mikið heilla- og happaskref.“ Davíð Karl segir fjölskyldunna í raun hafa unnið algjört þrekvirki við að halda málinu á lofti. Þá hafi hún merkt ákveðna viðhorfsbreytingu hjá yfirvöldum á Írlandi þegar nýtt teymi tók við rannsókn málsins. „Ég er ákaflega ánægður og glaður að þeir hafi komið til Íslands og að þeir hafi verið að vinna þessa vinnu í vikunni sem að mér skilst gekk mjög vel. Auðvitað hefðu þeir átt að vera löngu komnir, þetta átti að gerast bara á fyrsta árinu. Og ef það hefði gerst þá hefði kannski málið litið öðruvísi út í dag. Ég vona að þetta verði til góðs, maður verður að vera jákvæður, en þetta gæti verið of seint.“ Hefur ekki trú á því að bróðir hans sé á lífi Að sögn Davíðs Karls virðist lögreglan vera að rannsaka og vinna útfrá ýmsum kenningum. Sjálfur segist hann varla hafa viljað trúað því að eitthvað dramatískt hefði komið fyrir bróður sinn, líkt og í bíómyndunum, „en svo líður tíminn og maður fer að hugsa hversu skrýtið þetta mál er og þá hugsar maður: Það getur allt hafa gerst“. „Ég veit eiginlega ekki alveg hvernig ég á að svara þessu nákvæmlega,“ sagði Davíð Karl eftir augnabliks hik, spurður að því hvort hann teldi möguleika á því að Jón Þröstur væri enn á lífi. „Nei, því miður. Ekki beint. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ef það væri svoleiðis er ég viss um að hann væri kominn aftur inn í líf okkar; að það hefði gerst miklu fyrr. Ég er með von í hjarta um að málið leysist, hver svo sem niðurstaðan verður,“ segir Davíð Karl. Hann hafi tekið þá ákvörðun að reyna fyrst og fremst að vera jákvæður varðandi það að málið leysist og fjölskyldan geti haldið áfram veginn. Davíð Karls segist bera mikið traust til teymisins sem sé nú með málið í höndunum, bæði á Írlandi og hér heima. Hann eigi von á því að heyra frá báðum aðilum í dag um gang málsins og framhaldið. Fjölskyldan muni halda áfram að fylgja málinu fast eftir, með hlaðvarpsteymið í liði með sér. Að sögn Davíðs Karls voru 40 til 45 manns á listanum sem lögreglan írska vildi ná til þegar hún kom fyrst til landsins. Listinn lengdist svo eitthvað en ekki náðist í alla. „Þeir ræddu við fjölskyldu, vini, vandamenn, pókerspilara og meira að segja dæmda glæpamenn, segja þeir.“ Hann ítrekar að þessar yfirheyrslur hefðu að sjálfsögðu átt að eiga sér stað strax í upphafi. „Jón hverfur á Írlandi, óumdeilt; svörin er að finna líklega á Íslandi,“ segir Davíð Karl. „Það er það sem ég trúi. Og örugglega flestir í kringum mig. Vegna þess hversu brátt þetta ber að á Írlandi og hvernig aðdragandinn er. Þetta er lygileg atburðarás þannig.“ Davíð Karl segir annan áhugaverðan vinkil á málinu að það hafi komið í ljós að þegar Íslendingur hverfur erlendis séu engir formlegir ferlar til staðar hér á landi. „Það þarf alltaf að vera að leysa hlutina bara „as you go“, það eru engir ferlar og ekkert sem grípur.“ Hann segist vonast til að gerðar verði úrbætur á þessu. Hér má finna hlaðvarpið Hvar er Jón?
Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira